Egill Helgason heimsækir ólíka staði á landinu og fjallar um ritverk og höfunda sem þeim tengjast. Davíðshús var reist 1944 og þar bjó Davíð Stefánsson frá Fagraskógi til dauðadags. Davíð var eitt vinsælasta skáld landsins á sínum tíma og Jóhannes úr Kötlum fór um hann fögrum orðum. Þó voru ekki allir hrifnir af kveðskap hans. Steinn Steinarr skrifaði harða gagnrýni á verk hans, sem Davíð sárnaði mjög. Svar við þeirri gagnrýni birtist síðan í kveðskap sem kom út eftir að hann var látinn. Davíð var heldur meira rakkaður niður fyrir sunnan, en hafinn á stall fyrir norðan. Hann var á margan hátt dulur maður og er enn, því á Héraðsskjalasafninu á Akureyri er að finna bréfasafn eftir hann, sem ekki má opna fyrr en árið 2250, -nema atómsprengja falli á landið!
Frumsýnt
16. júní 2016
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Bækur og staðir 2016
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.