18:45
Landakort
Spinnur ull af eigin kindum
Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

Ullin sem tekin er af kindunum í Lækjartúni í Ásahreppi fer ekki langt því í næsta húsi við fjárhúsin er lítil spunaverksmiðja, Uppspuni. „Við spinnum ull í band í ýmsum þykktum, bara frá a til ö. Við tökum ullina inn beint af kindunum, þvoum hana, tætum, tökum ofan af, kembum, drögum, spinnum og setjum í umbúðir," segir Hulda Brynjólfsdóttir, eigandi Uppspuna. „Við spinnum alla haustull frá okkur og kaupum líka ull af nágrannabæjum. Síðan kemur fólk með sína eigin ull og af því þetta er svona smátt í sniðum þá getum við fylgt hverju reifi eftir og þú getur komið með reifi af einni kind og fengið band úr henni. Það er einstök tilfinning að spinna og prjóna úr ull af sinni uppáhaldskind," segir Hulda.

Var aðgengilegt til 23. júlí 2021.
Lengd: 4 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,