Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
Heimspekilegar vangaveltur fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára.
Ævintýralegasta spurningakeppni sögunnar. Lestrarhestar og bókaormar töfrast inn í Söguspilið og þurfa að takast á við þrautir og spurningar sem byggja á þekktum barnabókum, þjóðsögum, kvikmyndum og ljóðum.
Í þessum fyrsta þætti Söguspilsins keppa þær Emma og Sigríður í liði dverga á móti Guðna og Bjarti í liði álfa.
Köttur og brunnur hittast í fyrsta sinn og brunnur felur ketti að stýra ævintýralega Söguspilinu en köttur á stundum erfitt með að segja satt.
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Iðunn Ösp Hlynsdóttir og Árni Beinteinn.
Í Húllumhæ í dag: Kynnum okkur þáttinn Handritin til ykkar - fræðsluþátt um frægustu handrit Íslands, Barnamenningarhátíð og sjónvarpsþátt sem gerður var um hátíðina og kíkjum í Kyrrðarrými fyrir börn í Kópavogi. Heimsmarkmið dagsins er númer 11: Sjálfbærar borgir og samfélög.
Þáttastjórnandi:
Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Fram komu:
Aron Gauti Kristinsson
Steinunn Kristín Valtýsdóttir
Steiney Skúladóttir
Ævar Þór Benediktsson
Kári Stefánsson
Sverrir Þór Sverrisson
Saga Garðarsdóttir
Eliza Reid
Aron Einar Gunnarsson
Sigríður Sunna Reynisdóttir
Mikael Kaaber
Berglind Alda Ástþórsdóttir
Laddi
Bríet Ísis Elfar
Handrit og framleiðsla:
Sigyn Blöndal og Jóhannes Ólafsson
Nýir skemmtiþættir í anda Gettu betur þar sem kraftmikil lið áhugafólks og atvinnumanna á völdum sérsviðum takast á í léttum og spennandi spurningaleik. Dómari er Örn Úlfar Sævarsson. Spurningahöfundar: Örn Úlfar Sævarsson og Margrét Erla Maack. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson. Framleiðsla: RÚV.
Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.
Í fyrsta þætti Hvað getum við gert? fer Sævar Helgi Bragason, yfir stöðuna í loftslagsmálum. Þrátt fyrir góðan vilja og ítrekaðar tilraunir alþjóðasamfélagsins hefur lítið áunnist. En eins og áhrofendur fá að sjá er fjöldi lausna í boði og enn fleiri á teikniborðinu og tíminn til að bregðast við hefur aldrei verið betri!
Heimildarþáttaröð þar sem nokkrir helstu viðburðir íþróttasögunnar eru rifjaðir upp. Rætt er við íþróttafrömuði um víða veröld sem velta sögulegum viðburðunum fyrir sér.
Í þættinum er fjallað um sigur Greg LeMond í Tour de France árið 1989 og fordæmalausan árangur Nadiu Comaneci í fimleikum árið 1976.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.
Meðal gesta í Kilju vikunnar er skáldið og þúsundþjalasmiðurinn Didda. Hún hefur nýlega sent frá sér kver sem nefnist einfaldlega Hamingja. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur ræðir við okkur um bók sína Cloacina. Þar er sögð saga frárennslismála í Reykjavík. Þarna kemur við sögu ótrúlegur sóðaskapur, taugaveiki og rottur, en líka miklar framfarir. Labbi í Mánum spjallar við okkur um bók sína sem nefnist Mánar og saga sunnlenskra sveitaballa. Hljómsveitin Mánar var á sínum tíma mikið veldi og fyllti félagsheimili á landinu, hljómsveitarmeðlimir voru flestir frá Suðurlandi, en það vita kannski ekki margir að Björk var um tíma í Mánum. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Rím og roms eftir Þórarin og Sigrúnu Eldjárn, 1794 eftir Niklas Natt och Dag og Ferðatöskuna eftir Sergei Dovlatov.
Heimildarþáttaröð þar sem nokkrir helstu viðburðir íþróttasögunnar eru rifjaðir upp. Rætt er við íþróttafrömuði um víða veröld sem velta sögulegum viðburðunum fyrir sér.
Heimildarþáttaröð þar sem nokkrir helstu viðburðir íþróttasögunnar eru rifjaðir upp. Í þættinum er fjallað um margfalda sigra Mark Spitz árið 1972 og hlaupasigur Billy Mills í Tokyo árið 1964.
Bein útsending frá Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug.
Bein útsending frá Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug.
Norskir þættir þar sem fylgst er með dýralæknum að störfum.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Ullin sem tekin er af kindunum í Lækjartúni í Ásahreppi fer ekki langt því í næsta húsi við fjárhúsin er lítil spunaverksmiðja, Uppspuni. „Við spinnum ull í band í ýmsum þykktum, bara frá a til ö. Við tökum ullina inn beint af kindunum, þvoum hana, tætum, tökum ofan af, kembum, drögum, spinnum og setjum í umbúðir," segir Hulda Brynjólfsdóttir, eigandi Uppspuna. „Við spinnum alla haustull frá okkur og kaupum líka ull af nágrannabæjum. Síðan kemur fólk með sína eigin ull og af því þetta er svona smátt í sniðum þá getum við fylgt hverju reifi eftir og þú getur komið með reifi af einni kind og fengið band úr henni. Það er einstök tilfinning að spinna og prjóna úr ull af sinni uppáhaldskind," segir Hulda.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Stórkemmtilegur fjölskylduþáttur tileinkaður listum og menningu barna og ungmenna í ljósi þess að ekki er hægt að halda Barnamenningarhátíð með eðlilegum hætti. Í þættinum heyrum við meðal annars frumsamið píanóverk eftir 12 ára snilling, söngkonan Bríet flytur nýtt lag, við skoðum býflugur og eldgosa-óskir, Emmsjé Gauti og Johnny boy ræða rapp og margt fleira. Þátturinn er unnin í samstarfi við Reykjavíkurborg. Kynnar: Sigyn Blöndal og Mikael Emil Kaaber. Pródusent: Jakob Halldórsson.
Lögin sem valin voru til þátttöku í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Rotterdam í Hollandi árið 2021, skoðuð frá öllum hliðum. Fastir álitsgjafar eru þau Helga Möller og Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórnandi þáttarins er Felix Bergsson. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.