14:45
Kiljan
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.

Meðal gesta í Kilju vikunnar er skáldið og þúsundþjalasmiðurinn Didda. Hún hefur nýlega sent frá sér kver sem nefnist einfaldlega Hamingja. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur ræðir við okkur um bók sína Cloacina. Þar er sögð saga frárennslismála í Reykjavík. Þarna kemur við sögu ótrúlegur sóðaskapur, taugaveiki og rottur, en líka miklar framfarir. Labbi í Mánum spjallar við okkur um bók sína sem nefnist Mánar og saga sunnlenskra sveitaballa. Hljómsveitin Mánar var á sínum tíma mikið veldi og fyllti félagsheimili á landinu, hljómsveitarmeðlimir voru flestir frá Suðurlandi, en það vita kannski ekki margir að Björk var um tíma í Mánum. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Rím og roms eftir Þórarin og Sigrúnu Eldjárn, 1794 eftir Niklas Natt och Dag og Ferðatöskuna eftir Sergei Dovlatov.

Var aðgengilegt til 23. júlí 2021.
Lengd: 38 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,