Matargat

Súkkulaðiafmælisskúffukaka

Í Þessum þætti af matargat baka krakkarnir afmælis-súkkulaðiskúffuköku fyrir 12 ára afmælið hennar Ylfu.

Svona er uppskriftin:

UPPSKRIFT af köku

285 gr hveiti

370 gr sykur

1 og 1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1 tsk fínt salt

3 kúfaðar msk bökunar kakó

105 gr brætt smjör

285 gr mjólk

2 egg

1 tsk vanilludropar

smjör til smyrja form

Uppskrift af glassúr:

6 dl flórsykur

1/2 tsk salt

6 msk kakó

60-70 ml vatn

2-3 msk uppáhellt kaffi - sleppa en það kemur ekki kaffibragð, heldur dýpkar það bara súkkulaðibragðið

kókos

Aðferð

Kakan:

Bræðið smjörið og leyfið því kólna.

Blandið öllum þurrefnunum saman.

Setjið næst mjólk, egg, vanilludropa.

Blandið smjörinu saman við deigið og hrærið í smá stund.

Smyrjið formið með smjöri (til kakan festist ekki við formið)

Setjið í form sem er 22x33 cm

Bakið í 180 í 25-30 mínútur.

Glassúr:

Hrærið öllum þurrefnunum fyrst saman með skeið og setjið síðan kaffið út í.

Bætið vatni við, smátt og smátt í einu og hræra á meðan þar til það er orðið mátulega þykkt.

Setjið glassúr á þegar kakan hefur kólnað vel í forminu.

Stráið kókosmjöli yfir kökuna.

Frumsýnt

5. des. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Matargat

Matargat

Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.

Þættir

,