Ylfa og Máni útbúa Mexíkó veislu. Einfalt og hollt og rosa gott.
Hér er uppskriftin.
500 gr nautahakk
500 gr sojahakk
2 tsk krydd að eigin vali.
Settu hakkið á sitt hvora pönnuna, kryddaðu og steiktu þar til það er eldað í gegn (orðið dökk brúnt á lit).
vefjur
nachos snakk
rifinn ostur
salsa sósa
sýrður rjómi
gúrka
paprika
tómatar
Skerðu grænmetið í litla bita og settu í skálar eða á disk.
Snakkið, osturinn, salsa sósan og sýrði rjómin er líka hægt að setja í skálar.
Guacamole
2 stór Avocado
2 tómatar - hreinsa innan úr þeim
Steinselja / kóríander
1x lítill Hvítur laukur / rauðlaukur
2 hvítlauksrif (má sleppa)
Lime safi
Salt og pipar eftir smekk
Stappaðu avocado
Skerðu laukinn og tómatana
Pressaðu hvítlaukinn út í með hvítlaukspressu
Saxaðu steinselju eða kóríander smátt
Settu smá lime, salt og pipar
Og smá af góðri ólífuolíu
Hrærðu allt saman.
Búðu svo til mexíkóvefju eins og þér þykir best!