Ylfa og Máni útbúa nammikúlur - sem eru bæði góðar á bragðið og hollar!
Þessar þarf ekki að baka, bara stinga inn í ísskápinn.
Hér er uppskriftin:
Hollar nammikúlur
(sirka 20 stk):
2 dl möndlur
2 og 1/2 dl ferskar döðlur (eða 10 döðlur - mikilvægt að taka steininn úr)
1 kúfull msk möndlusmjör
1 tsk hlynsíróp eða agave sýróp
2 tsk kakó
1/5 tsk salt
Hjúpur
100g suðusúkkulaði
1/2 tsk kókosolía
Gróft salt
Aðferð:
Settu möndlurnar í matvinnsluvél.
Hakkaðu möndlurnar þar til þær eru orðnar að kurli.
Settu döðlurnar (án steina) í matvinnsluvélina og blandaðu.
Bættu kakó, salti, sýrópi og möndlusmjöri út í og maukaðu vel saman.
Búðu til litlar kúlur úr deiginu.
Settu kúlurnar á disk og geymdu í ísskáp í 30-60 mín.
Hjúpur:
Bræddu súkkulaðið og hrærðu kókosolíunni saman við í pottinum.
Veltu kúlunum upp úr súkkulaðinu og raðaðu þeim á disk.
Það er gott að setja bökunarpappír undir svo þær festist ekki við diskinn.
Stráðu grófa saltinu yfir súkkulaðið að lokum.
Geymdu kúlurnar í ísskáp í allavega 30 mínútur svo súkkulaðið nái að harðna vel.