Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Heimsglugginn var á sínum stað. Tollastefna Bandaríkjaforseta voru á dagskrá og hagvaxtarhorfur vestan hafs, reyksprengjur í serbneska þinginu og fleira.
Icelandair ætlar að hætta að fljúga til og frá Ísafirði á næsta ári. Vestfirðingar eru ósáttir við þetta, en stjórnvöld segjast ætla að tryggja áframhaldandi flugsamgöngur. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, ræddi um þetta og ýmislegt annað við okkur, áður en hún hélt á fund með Icelandair.
Baðlón eru vinsælir viðkomustaðir ferðamanna og þau eru orðin býsna mörg í landinu. Við töluðum um þessar vinsældir og menningu við Pétur Snæbjörnsson Mývetning sem var hvatamaður að opnun Jarðbaðanna í Mývatnssveit á sínum tíma.
Tónlist:
Joe May - Wake me shake me.
Ellen Kristjánsdóttir - Gettu hver hún er.
Isabel Pantoja - Querer no es eso.



Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Endósamtökin hafa farið af stað með vitundarvakningarátak undir yfirskriftinni - Þetta er allt í hausnum á þér - þar sem vakin er athygli á þeim hindrunum sem konur og fólk með endó, eða endómetríósu, lendir í heilbrigðiskerfinu og krefjast úrbóta. Næstkomandi þriðjudag verður heimildarmynd samtakanna, Tölum um ENDÓ - ekki bara slæmir túrverkir, sýnd á RÚV. Ásdís Elín Jónsdóttir, einn af viðmælendum í myndinni, kom í þáttinn og deildi sinni reynslusögu.
8. mars næstkomandi er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Af því tilefni munu konur í félagsskapnum Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir viðburði í Fríkirkjunni í þágu friðar. Maraþonlestur á ljóðum um stríð og frið. Og þær segja sjálfar „Við erum mæður og ömmur sem höfum áhyggjur af stöðu heimsmálanna og framtíð afkomenda okkar og viljum vekja athygli á því sem skáldin hafa sagt um þetta efni.“ Skipulagið verður í líkingu við lestur Passíusálmanna á föstudeginum langa, ljóðalestur sem fléttaður er saman með fallegri tónlist. Leikkonurnar Ragnheiður Steindórsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir sögðu okkur frá viðburðinum í þættinum í dag og lásu hvor um sig eitt ljóð í beinni útsendingu.
Og talandi um ljóð, Skáldasuð er ný ljóða– og listahátíð sem haldin er nú í annað sinn, en hún fór fyrst fram í fyrra suður með sjó. Þessi litla listahátíð er hugarfóstur Gunnhildar Þórðardóttur myndlistarkonu, ljóðskálds og kennara. Ljóðin eru í aðalhlutverki á hátíðinni og verða til dæmis til flutt í Sundlaug Keflavíkur, það verða ljósaljóð í strætóskýlum bæjarins og hægt verður að fara í ljóðalabb, þ.e.a.s. hefur ljóðum verið komið fyrir á ýmsum gönguleiðum um bæinn. Við heyrðum í Gunnhildi í þættinum
Tónlist í þættinum í dag:
Eingetið ljóð / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson)
Lítið ljóð / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ásgeirsson og Rebekka Blöndal, texti Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson)
Ljóð um ástina / Sigrún Hjálmtýsdóttir og Spilverk Þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)
Svefnljóð / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson, texti Kristján frá Djúpalæk)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Utanríkisráðherra hefur óskað eftir samtali við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um varnar- og tollamál og hefur þegar rætt við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Aukafundur leiðtoga Evrópusambandsins í dag markar tímamót, ekki aðeins fyrir sambandið heldur einnig Úkraínu, segir forseti framkvæmdastjórnar ESB. Forseti Úkraínu er á fundinum og stefnt er að því að afgreiða milljarða evra hernaðarlegan stuðning við Úkraínu.
Tryggja verður flug til Vestfjarða og tíminn er naumur, mikið er í húfi fyrir atvinnulífið, segir framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu. Ríkið hafi skýra skyldu gagnvart landsbyggðinni.
Carbfix hyggst reisa móttökustöð fyrir koldíoxíð og hefja niðurdælingu þess, á Bakka við Húsavík. Sveitarstjóri Norðurþings óttast ekki að verkefnið fái sömu móttökur og í Hafnarfirði þar sem því hefur verið mótmælt.
Síðasta bréfið verður borið út hjá danska póstinum á þessu ári. Hætta á bréfasendingum á næsta ári og um 1500 starfsmenn PostNord missa vinnuna.
Óveður í byrjun febrúar er með þeim verstu á síðari árum. Óvenju hlýtt og blautt var í febrúar.
Bikarvika í blaki hefst í dag með undanúrslitaleikjum karla. Ljóst er að nýtt nafn verður ritað á bikarinn, Ríkjandi bikarmeistarar í Hamri eru úr leik.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í september í fyrra ákvað Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra úr Sjálfstæðisflokknum, að tilkynna Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur að starf hennar yrði auglýst laust til umsóknar þegar skipunartíma hennar lýkur næsta sumar. Nýr ráðherra málaflokksins, Logi Einarsson, hefur ekki í hyggju að hrófla við þessari ákvörðun Áslaugar Örnu.
Mikið hefur gengið á hjá Menntasjóði námsmanna frá því Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttur var skipuð í starfið með umdeildum hætti fyrir 12 árum síðan. Eineltismál hafa komið upp hjá sjóðnum sem hafa ratað inn á borð ráðherra.
Fjallað er um þessa sögu í þætti dagsins.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins tók gildi í ágúst, en enn á eftir að taka hana upp á Íslandi að fullu þótt innleiðing hennar sé í gangi. Borið hefur á gagnrýni á þessa reglugerð að hún kæfi nýsköpun og uppbyggingu gervigreindarfyrirtækja í Evrópu, og skekki þar með samkeppnishæfni álfunnar í gervigreindarkapphlaupinu við Bandaríkin og Kína. En er eitthvað til í þessari gagnrýni? Við ræðum við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í dag um gervigreindina, reglugerðina og ýmislegt fleira.
Í dag verður haldið útgáfuhóf fyrir fræðirit í fötlunarfræði sem ber titilinn Fötlun, sjálf og samfélag. Í ritinu er meðal annars fjallað um þróun fötlunarfræðinnar síðustu áratugi og ljósi varpað á gagnrýnar nálganir í faginu, sem snúa meðal annars að ableisma (eða fötlunarfordómum), aðgengi, hugarfari og ýmsu fleiru. Við fáum til okkar Snæfríði Þóru Egilson, prófessor í fötlunarfræði og ritstjóra bókarinnar, til að segja okkur frá þessu áhugaverða verki.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Á Óperukvöldi útvarpsins fim. 6. mars verður flutt óperan „Gagnrýnandinn“ eftir Charles Villiers Stanford, byggð á leikriti eftir 18. aldar rithöfundinn Richard Brinsley Sheridan. Í tilefni af því verður þátturinn „Á tónsviðinu“ sama dag einnig helgaður tónlist við leikrit Sheridans. Sheridan fæddist 1751 og dó 1816. Hann þykir vera eitt merkasta leikritaskáld Bretlandseyja á 18. öld og meðal frægra leikrita hans eru „The Rivals“ og „The School of Scandal“. Síðarnefnda leikritið var flutt sem útvarpsleikrit hjá Ríkisútvarpinu árið 1966 og hét þá „Mannskemmdaskólinn“ í þýðingu Árna Guðnasonar. Í þættinum verða flutt nokkur brot úr þessari útvarpshljóðritun á leikritinu. Einnig verður flutt tónlist við verk Sheridans eftir Thomas Linley yngri, Christoph Ernst Friedrich Weyse, Roberto Gerhard og Sergei Prokofiev. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Héðins Halldórssonar er Valgeir Sigurðsson, tónlistarmaður.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í kvöld og annað kvöld heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á 75 ára afmæli sitt með stapp-uppseldum tónleikum í Eldborg, þar sem öllu verður tjaldað til. Meðal verka á efnisskránni er 60 ára gamalt tónverk Jóns Leifs, Darraðarljóð. Verkið er skrifað fyrir nokkuð stóra hljómsveit og kór, er gífurlega krefjandi og hefur aldrei verið flutt áður. Víðsjá leit við á lokaæfingu í Hörpu í morgun og hitti þar framkvæmdastjóra SÍ, okkar góða Guðna Tómasson, Hildi Ploder Vigfúsdóttur, forvörð á Landsbókasafni og Svanhildi Óskarsdóttur, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, til að forvitnast um verkið og tilefnið.
Við lítum líka inn á bókamarkaðinn í Holtagörðum og Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um sextíu kílóa þríleik Hallgríms Helgasonar.
En Víðsjá hefst á tilnefningum til Myndlistarverðlaunanna fyrir árið 2024.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum nýlega.
Frá því að hann tók við embætti forseta í Janúar hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Næstu vikurnar ætlum við að sökkva okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Í þriðja þættinum fjöllum við um útópískar hugmyndir Kísildalsins, meðal annars Netríkið, Network State, sem Balaji Srinivasan hefur talað fyrir. Við ræðum meðal annars GAZA Inc, Prospera og tilraunir Praxis til að kaupa Grænland.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Leitin að töfravatninu (úr Inkaríkinu)
Pönnukakan sem lagði á flótta (Noregur)
Leikraddir:
Agnes Wild
Anna Marsibil Clausen
Anna Guðný Sæmundsdóttir
Arna Rún Gústafsdóttir
Eva Jáuregui Ólafsdóttir
Felix Bergsson
Guðni Tómasson
Guðrún Saga Guðmundsdóttir
Hafsteinn Vilhelmsson
Hallur Hrafn Proppé
Ingdís Una Baldursdóttir
Jakob Magnússon
Karl Pálsson
Katrín Ásmundsdóttir
Kristján Guðjónsson
Lára Rún Eggertsdóttir
Rakel Sif Grétarsdóttir
Snæbjartur Sölvi Kjartansson
Sölvi Þór Jörundsson
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Dánarfregnir.

Byggð á samnefndu gamanleikriti eftir Richard B. Sheridan. Hljóðritað í O'Reilly leikhúsinu á Óperuhátíðinni í Wexford á Írlandi 19. október 2024.
Í aðalhlutverkum:
Landstjórinn: Rory Dunne.
Don Ferolo Whiskerandos: Dane Suarez.
Herra Walter Raleigh: Ben McAteer.
Herra Christopher Hatton: Oliver Johnston.
Tilburina: Ava Todd.
Kór og hljómsveit Wexford hátíðarinnar undir stjórn Ciarán McAuley.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins tók gildi í ágúst, en enn á eftir að taka hana upp á Íslandi að fullu þótt innleiðing hennar sé í gangi. Borið hefur á gagnrýni á þessa reglugerð að hún kæfi nýsköpun og uppbyggingu gervigreindarfyrirtækja í Evrópu, og skekki þar með samkeppnishæfni álfunnar í gervigreindarkapphlaupinu við Bandaríkin og Kína. En er eitthvað til í þessari gagnrýni? Við ræðum við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í dag um gervigreindina, reglugerðina og ýmislegt fleira.
Í dag verður haldið útgáfuhóf fyrir fræðirit í fötlunarfræði sem ber titilinn Fötlun, sjálf og samfélag. Í ritinu er meðal annars fjallað um þróun fötlunarfræðinnar síðustu áratugi og ljósi varpað á gagnrýnar nálganir í faginu, sem snúa meðal annars að ableisma (eða fötlunarfordómum), aðgengi, hugarfari og ýmsu fleiru. Við fáum til okkar Snæfríði Þóru Egilson, prófessor í fötlunarfræði og ritstjóra bókarinnar, til að segja okkur frá þessu áhugaverða verki.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Endósamtökin hafa farið af stað með vitundarvakningarátak undir yfirskriftinni - Þetta er allt í hausnum á þér - þar sem vakin er athygli á þeim hindrunum sem konur og fólk með endó, eða endómetríósu, lendir í heilbrigðiskerfinu og krefjast úrbóta. Næstkomandi þriðjudag verður heimildarmynd samtakanna, Tölum um ENDÓ - ekki bara slæmir túrverkir, sýnd á RÚV. Ásdís Elín Jónsdóttir, einn af viðmælendum í myndinni, kom í þáttinn og deildi sinni reynslusögu.
8. mars næstkomandi er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Af því tilefni munu konur í félagsskapnum Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir viðburði í Fríkirkjunni í þágu friðar. Maraþonlestur á ljóðum um stríð og frið. Og þær segja sjálfar „Við erum mæður og ömmur sem höfum áhyggjur af stöðu heimsmálanna og framtíð afkomenda okkar og viljum vekja athygli á því sem skáldin hafa sagt um þetta efni.“ Skipulagið verður í líkingu við lestur Passíusálmanna á föstudeginum langa, ljóðalestur sem fléttaður er saman með fallegri tónlist. Leikkonurnar Ragnheiður Steindórsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir sögðu okkur frá viðburðinum í þættinum í dag og lásu hvor um sig eitt ljóð í beinni útsendingu.
Og talandi um ljóð, Skáldasuð er ný ljóða– og listahátíð sem haldin er nú í annað sinn, en hún fór fyrst fram í fyrra suður með sjó. Þessi litla listahátíð er hugarfóstur Gunnhildar Þórðardóttur myndlistarkonu, ljóðskálds og kennara. Ljóðin eru í aðalhlutverki á hátíðinni og verða til dæmis til flutt í Sundlaug Keflavíkur, það verða ljósaljóð í strætóskýlum bæjarins og hægt verður að fara í ljóðalabb, þ.e.a.s. hefur ljóðum verið komið fyrir á ýmsum gönguleiðum um bæinn. Við heyrðum í Gunnhildi í þættinum
Tónlist í þættinum í dag:
Eingetið ljóð / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson)
Lítið ljóð / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ásgeirsson og Rebekka Blöndal, texti Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson)
Ljóð um ástina / Sigrún Hjálmtýsdóttir og Spilverk Þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)
Svefnljóð / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson, texti Kristján frá Djúpalæk)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum nýlega.
Frá því að hann tók við embætti forseta í Janúar hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Næstu vikurnar ætlum við að sökkva okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Í þriðja þættinum fjöllum við um útópískar hugmyndir Kísildalsins, meðal annars Netríkið, Network State, sem Balaji Srinivasan hefur talað fyrir. Við ræðum meðal annars GAZA Inc, Prospera og tilraunir Praxis til að kaupa Grænland.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Bandaríkjastjórn hefur stöðvað alla samnýtingu hernaðarupplýsinga með stjórnvöldum í Úkraínu. Þetta var tilkynnt í gær í kjölfar fregna af ákvörðun stjórnvalda vestanhafs um að frysta alla hernaðaraðstoð við Úkraínu. Hvaða áhrif hefur það á varnir Úkraínu? Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur ræðir málið við okkur.
Vísindamenn reyna sumir hverjir að "afútrýma" dýrum með erfðatækni. Mikill metnaður er nú settur í að reyna að endurvekja loðfílinn til lífsins. Skref var stigið í þá átt nýlega þegar vísindamenn sköpuðu loðmýs með erfðatækni. Er loðfíllinn næsta skrefið? Arnar Pálsson prófessor í lífupplýsingafræði segir málið ekki svo einfalt. Hann kíkir til okkar.
Í tillögum sem starfshópur um hagræðingu í ríkisrekstri tók saman og birti í fyrradag var það lagt til að hefja innleiðingu á rafrænum kosningum, og var sérstaklega bent á að kosningar utan kjörfundar væru dýrar. Við ætlum að ræða kosti og galla þess að fara slíka leið við Viktor Orra Pétursson, nýdoktor við Háskólann í Southampton.
Vísir fjallaði í gær um frétt á vef bandaríska fjölmiðilsins Fast Company þar sem rýnt var í tegundir yfirmanna, sem eru fjórar samkvæmt úttektinni, og hvernig sé best að nálgast þá. Við ræðum þau mál við Adríönu Karólínu Pétursdóttur, formann Mannauðs, félag mannauðsfólks á Íslandi.
Jóhann Már Helgason, sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga og fótboltaspekúlant, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu þegar við ræðum þá umdeildu ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins að fara að fordæmi Super Bowl og skipuleggja skemmtiatriði í hálfleik í úrslitaleik HM á næsta ári.
Opnað hefur verið fyrir skattframtalsskil almennings. Þetta verkefni getur heldur betur vakið kvíðahnút hjá rólyndasta fólki. Hvaða spurningar brenna helst á fólki varðandi skattframtalsskilin og hvað vex þeim helst í augum? Eva Michelsen bókari veit allt um það og segir okkur betur frá.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Luka, Burt Reynolds, kveikjarinn, Bryan Adams, svínin, plata vikunnar og meira til.
Lagalisti þáttarins:
Baggalútur - Grenjað á gresjunni.
BOB DYLAN - Knockin' On Heaven's Door.
Steed Lord - Curtain Call.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
THE EMOTIONS - Best Of My Love.
Sting, Clapton, Eric - It' s probably me.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
SUZANNE VEGA - Luka.
Kristó - Svarti byrðingurinn.
PHIL COLLINS - Another day in paradise.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
ARCADE FIRE - No Cars Go.
Bubbi Morthens - Jakkalakkar.
Aerosmith - Janie's got a gun.
THE VERVE - Drugs Don't Work.
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Sirkus Geira Smart.
NEW ORDER - Blue Monday 88.
THE BEATLES - Ticket To Ride.
Árný Margrét - Maybe I've Wasted My Time.
AMY WINEHOUSE - Our Day Will Come.
Brynja Rán Eiðsdóttir - Lullaby.
Justin Timberlake - Sexyback.
Strings, Billy - Gild the Lily.
BRYAN ADAMS - Summer Of '69.
Jón Jónsson - Wanna Get In.
SYSTUR - Furðuverur.
VÆB - Róa.
THE TEMPTATIONS - My Girl.
BLUR - Coffee - Tv.
MUMFORD & SONS - Little Lion Man.
Ayers, Roy - Everybody loves the sunshine.
CHRIS ISAAK - Wicked Game.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Gott að vera til.
THE CURE - Boys don't cry.
BRÍET & ÁSGEIR - Venus.
SUEDE - We are the pigs.
Young, Lola - Messy.
STONE TEMPLE PILOTS - Plush.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
Dacus, Lucy - Ankles.
Steely Dan - Deacon Blues

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Utanríkisráðherra hefur óskað eftir samtali við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um varnar- og tollamál og hefur þegar rætt við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Aukafundur leiðtoga Evrópusambandsins í dag markar tímamót, ekki aðeins fyrir sambandið heldur einnig Úkraínu, segir forseti framkvæmdastjórnar ESB. Forseti Úkraínu er á fundinum og stefnt er að því að afgreiða milljarða evra hernaðarlegan stuðning við Úkraínu.
Tryggja verður flug til Vestfjarða og tíminn er naumur, mikið er í húfi fyrir atvinnulífið, segir framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu. Ríkið hafi skýra skyldu gagnvart landsbyggðinni.
Carbfix hyggst reisa móttökustöð fyrir koldíoxíð og hefja niðurdælingu þess, á Bakka við Húsavík. Sveitarstjóri Norðurþings óttast ekki að verkefnið fái sömu móttökur og í Hafnarfirði þar sem því hefur verið mótmælt.
Síðasta bréfið verður borið út hjá danska póstinum á þessu ári. Hætta á bréfasendingum á næsta ári og um 1500 starfsmenn PostNord missa vinnuna.
Óveður í byrjun febrúar er með þeim verstu á síðari árum. Óvenju hlýtt og blautt var í febrúar.
Bikarvika í blaki hefst í dag með undanúrslitaleikjum karla. Ljóst er að nýtt nafn verður ritað á bikarinn, Ríkjandi bikarmeistarar í Hamri eru úr leik.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Matti og Lovísa á sínum stað í Popplandi þennan fimmtudaginn. Arnar Eggert og Andrea Jóns gerðu upp plötu vikunnar, I Miss You I Do með Árnýju Margréti, Íslensku tónlistarverðlaunin, Skítamórall, Viagra Boys, Sam Fender og allskonar gúmmelaði.
MANNAKORN - Gamli Góði Vinur.
THE PRETENDERS - Back On The Chain Gang.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Skítamórall - Sælan 2025 / Skítamórall.
DON HENLEY - The Boys Of Summer.
Peng, Greentea - Stones Throw [Clean].
NEIL YOUNG - Old Man.
ARCTIC MONKEYS - Do I Wanna Know?.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
Duffy - Mercy.
Aldous Harding, Perfume Genius - No Front Teeth.
ELTON JOHN - Philadelphia freedom.
Árný Margrét - I miss you, I do.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Árný Margrét - I Love You.
Árný Margrét - Born in Spring.
NEW ORDER - True Faith.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
FM Belfast - I Dont Want To Go To Sleep Either.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
Hasar - Gera sitt besta.
Fontaines D.C. - Favourite.
Viagra Boys - Man Made of Meat.
Paramore - Still into you.
ROBBIE WILLIAMS - Millennium.
Nýdönsk - Raunheimar.
GABRIELLE - Out of reach.
Carpenter, Sabrina - Busy Woman.
KT TUNSTALL - Suddenly I See.
Smith, Sam, Disclosure Hljómsveit - Latch (radio edit).
LÓN - Cold Crisp Air.
Ylja - Á rauðum sandi.
KÁRI EGILSSON - Midnight Sky.
ROLLING STONES - Angie.
SAM FENDER - Arm’s Length.
TEDDY SWIMS - Guilty.
EMMSJÉ GAUTI - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
KÖTT GRÁ PJÉ & FONETIK SYMBOL - Dauði með köflum.
HARRY STYLES - Adore You.
GDRN & UNNSTEINN MANUEL - Utan þjónustusvæðis.
ICEGUYS - Gemmér gemmér.
LF SYSTEM - Afraid to Feel.
COLDPLAY, LITTLE SIMZ, BURNA BOY, ELYANNA & TINI - We Pray.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Síðustu tvo daga höfum við fjallað um flutning vínbúðarinnar á Akureyri úr miðbænum í norðurhluta bæjarins og höfum bæði heyrt í aðstoðarforstjóra ÁTVR sem sagði flutninginn hafa verið nauðsynlega ákvörðun fyrirtækisins því ekki fannst annað hentungra rými í miðbænum. Við heyrðum líka í kaupmanni í miðbænum á Akureyri og bæjarstjóranum sem höfðu af þessu nokkrar áhyggjur og við fengum líka skoðanir hlustenda. Í gær hringdum við í Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðiflokksins sem vildi meina að staðsetning nýrra vínbúða ráðist sannarlega ekki af lýðheilsusjónarmiðum.
Árni Guðmundsson félagsuppeldisfræðingur og formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum var á línunni á eftir.
Nýr meirihluti í Reykjavík samþykkti í vikunni að veita ekki fyrirtækjum leyfi til að opna leikskóla í Reykjavík. Eins og kunnugt er hafði fyrirtækið Alvotech áform um að um að stofna leikskóla fyrir börn starfsmanna sinna í Reykjavík. Og Arion banki hafði uppi svipuð áform. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Hildur Björnsdóttir lýsti yfir verulegum vonbrigðum með þessa niðurstöðu og hún kom til okkar ásamt Alexöndru Briem fulltrúa í skóla - og frístundaráði fulltrúa Pirata í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Nýlega ákvað byggðarráð Skagafjarðar að félagsheimilin Skagasel og Félagsheimilið í Hegranesi yrðu sett á sölu. Ekki eru allir sáttir við þá ákvörðun og nú hafa Íbúasamtök Hegraness sent opið bréf til meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar og Byggðalistans þar sem skorað er á meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar að draga tafarlaust til baka áform um sölu. Við heyrðum í ÁlfhildiLeifsdóttur sem er sveitastjórnarfulltrúi í Skagafirði
Það eru mikil lífsgæði að búa við sjávarsíðuna eins og við fjölskyldan höfum gert undanfarin 15 ár hér í Skerjafirði. Nábýlið við sjóinn gefur bæði innblástur og er nærandi fyrir sál og líkama en nábýlið gekk aðeins of langt um helgina, því stórstraumsflóðið á laugardag var svo fádæma kröftugt að sjórinn fyllti garðinn okkar og endaði för sína inni í húsinu með þeim afleiðingum að vatn flæddi um allt í kjallaraíbúð, eyðilagði gólfefni og veggi og fjölmörg húsgögn. Þetta skrifaði Skúli Helgason borgarfulltrúi á FB síðu sína í morgun. Við hringdum í Skúla.
Við kíktum á æfingu á söngleiknum Stormi sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er nýr söngleikur eftir Unni Ösp og Unu Torfa. Siggi hitti Birtu Sólveigu, Sölku Gústafsdóttur, Berglindi Öldu Ástþórsdóttur, og Jakob Van Oosterhout.
Iðunn Andrésdóttir fréttamaður kom til okkar og sagði okkur af samskiptum Trump og Hamas.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Kaleo - Back Door
Ceasetone - Only Get Started
Luthersson - Yoko Ono
Gísli Gunnarsson - Árstíðir
Latínudeildin og Rebekka Blöndal - Svo til
Gunnar Heimir - My Love
Open Jars - Run!

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Reykjavík Folk Festival snýr aftur dagana 1.- 3. maí 2025 í tilefni af því að 15 ár eru liðin frá fyrstu hátíðinni. Hátíðin er sett upp að alþjóðlegri fyrirmynd þar sem spilagleðin er í forgrunni og órafmögnuð hljóðfæri eru í aðalhlutverki. Fyrsta hátíðin fór fram með þetta að leiðarljósi árið 2010. Forsvarsmaður, hugmyndasmiður, helsti hönnuður og fyrsti framkvæmdastjóri Reykjavik Folk Festival var Ólafur Þórðarson, ástsæll tónlistarmaður í Ríó Tríó og fleiri hljómsveitum auk þess að vera bakhjarl fjöldamargra tónlistarmanna.
Af því tilefni bjóðum við upp á tónleikaupptökur úr safni RÚV frá Reykjavík Folk Festival 2013 með Ólöfu Arnalds og Þjóðlagahljómsveit Reykjavíkur sem er svona samansett:
Helgi Pétursson - kontrabassi, söngur
Gunnar Þórðarson - gítar, söngur
Ágúst Atlason - söngur, gítar
Magnús R. Einarsson - mandólín, gítar, söngur
Björn Thoroddsen – gítar