Í þættinum er m.a. fjallað um hrafninn í tali og tónum. Flutt er brot úr erindi sem Sigurður Bjarnason frá Vigur, fyrrum alþingismaður og sendiherra, flutti í útvarp árið 1961 um hrafninn og kynni hans af krumma. Hann fangaði hrafnsunga á skólaárum sínum og tamdi þannig að hann varð heimilisvinur íbúanna í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Sigurður vitnar einnig í þjóðsögur um hrafna og flytur ljóð Jóhanns Jónsssonar skálds um hrafninn: Vögguvísur um krumma.