11:02
Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni
Stórafmæli goðsagna og snarhuggulegt músíkmeti.
Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni

Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.

Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.

Umsjón: Jón Ólafsson

Á afmælisdegi Rúnars Júlíussonar þótti tilhlýðilegt að minnast kappans með tóndæmum en hann hefði orðið áttræður. Annar hefði einnig átt stórafmæli í vikunni; sjálfur Vilhjálmur Vilhjálmsson sem átti auðvitað lag í þættinum fyrir vikið. Að öðru leyti var þetta afskaplega blandað og passlega auðskilið.

Er aðgengilegt til 13. apríl 2026.
Lengd: 1 klst. 18 mín.
,