Ris og fall flugeldahagkerfa

Svikamyllur fyrr og nú.

Í þættinum er m.a. útskýrt hvernig fjárhagslegar svikamyllur, s.s. Ponzi svik, eru útfærðar. Nokkur helstu svikamál heimsögunnar eru rifjuð upp og því velt upp hvað var á seyði á undir lok íslenska flugeldahagkerfisins. Meðal þeirra sem koma fram er Ólafur Ísleifsson hagfræðingur sem fjallar m.a. um þátt endurskoðenda og fjármálaeftirlitsins í íslenska efnahagshruninu.

Frumflutt

26. feb. 2011

Aðgengilegt til

8. júní 2025
Ris og fall flugeldahagkerfa

Ris og fall flugeldahagkerfa

Fjallað er um sögu fjármálamarkaða og mannlegt eðli í heimi peninga, freistingar og græðgi. Íslenska efnahagshrunið er borið saman við þekkt söguleg flugeldahagkerfi s.s. ENRON. Hagfræðingar, geðlæknar, siðfræðingar, sagnfræðingar og þátttakendur í íslenska efnahagsunrinu tjá sig um þá atburði sem leiddu til hrunsins mikla í október 2008. Í þáttunum er ennfremur rifjaðar upp fréttir, viðtöl og samsæriskenningar í bland við tónlist og fróðleik um manninn, fjármál og heimssöguna.

Höfundur þáttanna er Þórður Víkingur Friðgeirsson verkfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík.

(Áður á dagskrá 2010)

Þættir

,