Ris og fall flugeldahagkerfa

Hættulegasti staður í heimi.

Í þættinun er m.a. útskýrt er afhverju fjármálamarkaðir eru stundum kallaðir „hættulegustu staðir í heimi“. Fjármálaafurðir, sem stundum eru kallaðar peningaleg gereyðingarvopn, eru útskýrðar og hryllingssögur og fjármálahneyksli rifjuð upp. Sagt er frá þeim vandræðum sem íslenski fjármálamarkaðurinn rataði í strax frá upphafi og hefði mátt vera vísbending um það sem síðar varð. Meðal þeirra sem koma fram er Loftur Ólafsson viðskiptafræðingur sem segir sögu íslenska hlutabréfamarkaðarins.

Frumflutt

29. jan. 2011

Aðgengilegt til

18. maí 2025
Ris og fall flugeldahagkerfa

Ris og fall flugeldahagkerfa

Fjallað er um sögu fjármálamarkaða og mannlegt eðli í heimi peninga, freistingar og græðgi. Íslenska efnahagshrunið er borið saman við þekkt söguleg flugeldahagkerfi s.s. ENRON. Hagfræðingar, geðlæknar, siðfræðingar, sagnfræðingar og þátttakendur í íslenska efnahagsunrinu tjá sig um þá atburði sem leiddu til hrunsins mikla í október 2008. Í þáttunum er ennfremur rifjaðar upp fréttir, viðtöl og samsæriskenningar í bland við tónlist og fróðleik um manninn, fjármál og heimssöguna.

Höfundur þáttanna er Þórður Víkingur Friðgeirsson verkfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík.

(Áður á dagskrá 2010)

Þættir

,