Ris og fall flugeldahagkerfa

Útrásin - betra en nokkuð annað.

Í þættinum er m.a. rifjuð upp upphafning og meðvirkni sem samfélagið tók þátt í gagnvart stjörnum viðskiptalífsins þegar á þær var hlaðið orðum, viðurkenningum og lofi. Fjallað er um hugmyndagrunn flugeldahagkerfanna sem eru væntingar en ekki áþreifanleg verðmæti. Meðal þeirra sem koma fram er Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur sem fjallar um freistingar á markaðstorgi viðskiptanna.

Frumflutt

12. feb. 2011

Aðgengilegt til

25. maí 2025
Ris og fall flugeldahagkerfa

Ris og fall flugeldahagkerfa

Fjallað er um sögu fjármálamarkaða og mannlegt eðli í heimi peninga, freistingar og græðgi. Íslenska efnahagshrunið er borið saman við þekkt söguleg flugeldahagkerfi s.s. ENRON. Hagfræðingar, geðlæknar, siðfræðingar, sagnfræðingar og þátttakendur í íslenska efnahagsunrinu tjá sig um þá atburði sem leiddu til hrunsins mikla í október 2008. Í þáttunum er ennfremur rifjaðar upp fréttir, viðtöl og samsæriskenningar í bland við tónlist og fróðleik um manninn, fjármál og heimssöguna.

Höfundur þáttanna er Þórður Víkingur Friðgeirsson verkfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík.

(Áður á dagskrá 2010)

Þættir

,