Í tíma og ótíma

Þáttur 25 af 26

Leifur Hauksson fjallar um tímann á breiðum grunni og fær til sín fræðimenn og fleira fólk til ræða um tímann og ótímann.

Leifur rifjar upp nokkur viðtöl úr fyrri þáttum í þessum lokaþætti:

1. Lárus Thorlacius eðlisfræðingur við er leiðsögumaður okkar og skýrir fyrir okkur hvernig tíminn hefur breyst í augum vísindamanna.

2. Vestrænt fólk hefur ákveðið viðhorf til tíimans sem er kannski ekki svo ýkja gamalt, litið til sögu mannsins. Sveinn Eggertsson mannfræðingur og lektor við dvaldi í fjöllum Nýju Gíneu þar sem hann kynnti sér lifnaðarhætti fólksins sem þar bjó.

3. Við miðum áramótin við 1. janúar en eru þau endilega þar? Viðtal við Árna Björnsson.

4. Viðbragðstím. Í starfi slökkviliðs- og sjúkraliðsmanna getur tíminn skipt sköpum. Þar er ekki bara verið tala um klukkustundir, þeir mæla tímann í sekúndum. Rætt við Birgi Finnsson og Halldór Halldórsson.

5. Tíminn líður mishratt. En hvar og hvenær líður hann hraðast? Hvernig líður tíminn þegar maður er á 300 kílómetra hraða í kappakstursbíl í einhverja klukkutíma? Ég spurði Sverri Þóroddsson fyrrum kappakstursmann af því.

6. Það er þetta með A og B fólkið sem við köllum svo. Annars vegar þeir sem toppa á kvöldin og um nætur, afkastamestu á nóttunni, en vilja jafnframt sofa frameftir. Og svo hinir sem eru farnir geispa uppúr sjónvarpsfréttum, vakna síðan manna sprækastir snemma morguns. Júlíus K. Björnsson sálfræðingur segir okkur frá líkamsklukkunni.

7. Lífið, tónlist og tíminn var yfirskriftin á námskeiði í heimspeki sem Sigríður Þorgeirsdóttir dósent við hefur stýrt og þar er lífsheimspeki í fyrirrúmi. Líf, tónlist og tími hvernig vefst þetta saman?

8. Hvernig förum við með tímann? Er allur tími eins fyrir okkur eða er einhver tími í lífinu dýrmætari en annar? Hvernig forgangsröðum við þeim tíma sem við höfum til ráðstöfunar? Rætt við Álfheiði Steinþórsdóttur sálfræðing.

9. Nútíðin er upplifun, framtíðin er óviss en fortíðin er óhagganleg. Við lifum nútíðna, spáum í framtíðina, fortíðin er minning. Við festum hana með ýmsum hætti. Alltaf þegar við berum eitthvað saman við annað úr fortíðinni þá erum við nota minni. Þór Eysteinsson lífeðlisfræðingur segir okkur m.a. frá þeim breytingum sem verða á taugafrumum við minnisfestingu.

Frumflutt

22. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Í tíma og ótíma

Í tíma og ótíma

Leifur Hauksson fjallar um tímann á breiðum grunni og fær til sín fræðimenn og fleira fólk til ræða um tímann og ótímann.

Þættir

,