Í sjöunda þætti er fjallað um málefni trans fólks. Þó svo transteymin séu hýst á geðsviði Landspítalans þá er það ekki geðsjúkdómur, eða sjúkdómur yfirleitt, að vera trans eða kynsegin og allur vafi var tekinn af um það í lögum um kynrænt sjálfræði.
Viðmælendur eru: Alexander Björn Gunnarsson, Björn Hjálmarsson, Marta Jóns Hjördísardóttir, Ólöf Bjarki Antons og Sigríður Eyþórsdóttir.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir, Margrét Manda Jónsdóttir og Tómas Hrafn Ágústsson.