Í fyrsta þætti er fjallað um þunglyndi, hvaða meðferðir og úrræði eru í boði og hvaða árangri þau skila.
Viðmælendur eru Dagur Bjarnason geðlæknir í geðheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir geðþjónustu Landspítalans, Erla Björg Birgisdóttir sálfræðingur og teymisstjóri þunglyndis- og kvíðateymis Landspítalans, Guðrún Edda Hauksdóttir deildarstjóri móttökugeðdeildar Landspítalans, Stefán Þór Stefánsson tónlistarmaður og Þórgunnur Ársælsdóttir yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir, Margrét Manda Jónsdóttir og Tómas Hrafn Ágústsson.
Þáttaröð um geðheilbrigðismál.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir.