Í sjötta þætti er fjallað um breyttar áherslur í geðheilbrigðiskerfinu og hverju bæði sérfræðingar og fulltrúar notenda telja mikilvægt að breyta þegar að kemur að þjónustu við fólk sem er með geðsjúkdóma.
Viðmælendur í þættinum eru Elín Ebba Ásmundsdóttir framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs og varaformaður Geðhjálpar, Helga Sif Friðjónsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun, Nanna Briem framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítalans og Nína Eck, fyrrverandi notandi geðþjónustu sem starfar sem jafningi á Landspítalanum. Nína er einnig meistaranemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir, Margrét Manda Jónsdóttir og Tómas Hrafn Ágústsson.