Djassland

Djasshátíð Reykjavíkur 2024 - Move

Óskar Guðjónsson saxófónleikari er ekki einhamur í sinni tónlist. Hann hefur verið einn  eftirsóttasti saxófónleikari íslenskrar tónlistar frá unga aldri og á milli þess sem hann lánar öðru listafólki tóninn sinn og línurnar er hann vakinn og sofinn í því finna nýjar leiðir til koma sinni eigin tónlist í farvegi sem eru skapandi fyrir hann sjálfa og þá sem taka þátt í tónlistinni með honum.

Move kvartettinn hefur hist reglulega í áratug  og er einstakur í djasslífinu íslenska. Þar er samspilið tekið til kostanna og leitað undir yfirborð áratuga samstarfs - einhverju nýju - einhverju sannara - einhverju betra. Hvort kemur fyrst - tónlistin eða lagið. Samspilið eða sándið. Hljómsveitin eða höfundurinn?  Við sláumst í för með Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni bassaleikara, Matthíasi Hemstock trommuleikar, Eyþóri Gunnarssyni píanoleikara og Óskari Gujónssyni saxófónleikara og færumst aðeins nær sannleikanum. Þetta er kvartettinn Move.

Efnisskrá:

viðnámsnúningur - Óskar Guðjónsson

helmingur búin - Óskar Guðjónsson

m.e. - Óskar Guðjónsson

smádjáninn - Óskar Guðjónsson

himnakjöt - Óskar Guðjónsson

ívar daníel - Óskar Guðjónsson

ung-gæðingsháttur - Óskar Guðjónsson

pippen - Óskar Guðjónsson

ýkt ýkt mega mega gaman gaman - Óskar Guðjónsson

Hljóðritun: Hrafnkell Sigurðsson

Hljóð í sal: Friðfinnur "Oculus" Sigurðsson

Frumflutt

11. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Djassland

Djassland

Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,