Á tónsviðinu

Beethoven í vorskapi

Tónskáldið Ludwig van Beethoven var mikill náttúruunnandi og fór oft í langar gönguferðir um skóga og engi. Hlustendur kynnast Beethoven í vorskapi, leiknar verða tónsmíðar eftir hann sem tengjast vori og guðsgrænni náttúrunni. Meðal annars verða fluttir þættir úr fiðlusónötu Beethovens nr. 5 sem kölluð er Vorsónatan, sinfóníu hans nr. 6 sem nefnist Pastoralsinfónían og píanósónötu nr. 15 í D-dúr sem kölluð er Pastoralsónatan. Orðið „Pastorale" þýðir „hjarðljóð" og er oft notað um tónlist sem á lýsa fagurri náttúru. Einnig verða fluttir nokkrir vorsöngvar eftir Beethoven. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

16. maí 2024

Aðgengilegt til

15. ágúst 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,