Á tónsviðinu

Jón Arason

Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi, er einn frægasti biskup í sögu landsins, en hann var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550 eftir hafa barist hatrammlega gegn því mótmælendatrú tæki við af kaþólsku. Á þessu ári eru 500 ár liðin frá því Jón var vígður biskup árið 1524 og í tilefni af því verður þátturinn „Á tónsviðinu“, fim. 27. júní, helgaður tónlist sem tengist sögu Jóns. Matthías Jochumsson samdi leikrit um Jón Arason undir lok 19. aldar og í þættinum verður flutt tónlist úr leikritinu eftir þrjá höfunda: Karl O. Runólfsson, Gunnar Róbertsson Hansen og Þorkel Sigurbjörnsson. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Björn Þór Sigbjörnsson.

Frumflutt

27. júní 2024

Aðgengilegt til

28. sept. 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,