Á tónsviðinu

Rúdolf erkihertogi og Beethoven

Í þættinum verður fjallað um Rúdolf erkihertoga sem var nemandi Beethovens, en einnig vinur hans og velgjörðamaður. Rúdolf fæddist 1788 og hóf á unglingsaldri nám í píanóleik og tónsmíðum hjá Beethovens. Árið 1809, þegar Rúdolf var rúmlega tvítugur, átti hann frumkvæði því Beethoven fengi árlegan fjárstyrk frá þremur aðalsmönnum, en einn þeirra var Rúdolf sjálfur. Beethoven tileinkaði Rúdolf mörg af verkum sínum og í þættinum verður eitt þeirra flutt í heild, en leiknir kaflar úr tveimur öðrum. Þetta eru Kveðjusónatan, sem Beethoven samdi þegar Rúdolf þurfti flýja frá Vínarborg vegna Napóleonsstyrjaldanna árið 1809, Erkihertogatríóið sem Beethoven samdi 1810-11 eftir Rúdolf kom aftur, og Missa solemnis, sem var samin í tilefni af því Rúdolf var vígður erkibiskup 1819. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

13. apríl 2023

Aðgengilegt til

31. ágúst 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,