Á tónsviðinu

Jónas Hallgrímsson og ljóðið Illur lækur

Margir kannast við ljóð Jónasar Hallgrímssonar „Illur lækur" sem hefst á orðunum „Nú fór illa, móðir mín". Leikin verða lög við þetta ljóð eftir nokkur íslensk tónskáld. Þar á meðal er Atli Heimir Sveinsson, en lag hans er til í tveimur útgáfum, en Atli Heimir samdi fyrri útgáfu lagsins þegar hann var ekki nema 16 ára. Ljóð Jónasar er byggt á spænsku þjóðkvæði og í þættinum verður sagt frá rannsóknum Sveins Yngva Egilssonar, en honum tókst finna spænska frumkvæðið eftir nokkra leit. Þegar það er skoðað kemur í ljós kvæði Jónasar leynir á sér, við fyrstu sýn virðist það vera saga um litla stelpu sem bleytir kjólinn sinn í læknum, en í rauninni hefur ljóðið tvíræða merkingu. Einnig verður flutt hljómsveitarsvíta Páls Ísólfssonar „Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar", en hún kom nýlega út á geislaplötu hjá Chandos. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesarar eru Anna Marsibil Clausen og Snorri Rafn Hallsson.

Frumflutt

15. júní 2023

Aðgengilegt til

20. júlí 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,