16:05
Síðdegisútvarpið
Hitabylgja, farsæld, hárígræðslur og sumarið að koma aftur

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Það er mikil hitabylgja í Evrópu þessa dagana og eru víða rauðar og appelsínugular viðvaranir vegna hita, sem hefur á sumum stöðum farið vel yfir 40 gráður. Við slógum á þráðinn til Steinunnar Fjólu Jónsdóttur fasteignasala á Alicante

Þingmenn eru enn að niðrá Alþingi - Hversu lengi getur þetta haldið svona áfram? Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor kom og sagði okkur frá því.

Ísland leikur sinn fyrsta leik á EM í knattspyrnu á miðvikudag þegar þær mæta Finnum. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður er staddur með stelpunum okkar í Sviss þar sem mótið fer fram og við heyrðum í honum.

Far­sæld­ar­ráð Suður­nesja, hið fyrsta sinn­ar teg­und­ar á Íslandi, var form­lega stofnað í síðustu viku. Ráðinu er ætlað að efla og sam­ræma þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur. Við ætlum að forvitnast betur um hvað ráðinu er ætlað að gera og fá til okkar Hjördísi Evu Þórðardótt­ur, verk­efna­stjóra far­sæld­ar barna á Suður­nesj­um.

Einar Bárðarson og Baldur Rafn Gylfason fóru til Tyrklands í maí í hárígræðslu. Þeir ætla að koma til okkar og fóru yfir ferðasöguna á hundavaði.

Sigurður Þ. Ragnarsson spáði í veðrið með okkur fyrir lok þáttar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,