18:30
Hvað ertu að lesa?
Nýjustu verkefni Láru, Ljónsa og Atla

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.

Umsjón: Embla Bachmann

Birgitta Haukdal segir frá nýjustu verkefnum Láru, Ljónsa og Atla sem eru meðal annars uppskriftabók og tónlist. Bókaormurinn Sigurður Þór rýnir í bókina Lára fer á fótboltamót og nefnir líka bækurnar Orri óstöðvandi: heimsfrægur á Íslandi og Vinkonur 1: Bekkjardrottningin.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,