12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 21. apríl 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Frans Páfi er látinn, 88 ára að aldri. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa minnst hans, meðal annars fyrir að styðja þá sem minna mega sín og koma á umbótum í kaþólsku kirkjunni.

Andlát páfa er eins og andlát föður, segir kaþólski biskupinn á Íslandi. Biskup Íslands segir Frans páfa hafa staðið með þeim sem minna mega sín, hann hafi verið einstakur.

Rauði hálfmáninn í Palestínu segir skýrslu ísraelska hersins um dráp þeirra á 15 hjálparstarfsmönnum á Gaza í síðasta mánuði fulla af lygum. Almannavarnir Gaza saka ísraelsher um skipulegar aftökur.

Stuðningi stjórnvalda við fyrirtæki í Grindavík verður breytt og tekið mið af aðstæðum hvers og eins fyrirtækis. Á morgun hefst fundaröð með fulltrúum fyrirtækja svo útfæra megi aðgerðirnar þannig að þær nýtist sem best.

Áttatíu ár eru liðin frá því fyrsta bókin um Línu Langsokk kom út í Svíþjóð. Ævintýri Línu hafa verið þýdd á áttatíu tungumál - það nýjasta er nígeríska.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 18 mín.
,