13:00
Skólinn sem fauk
Skólinn sem fauk

Í þættinum Skólinn sem fauk fjallar Björg Aðalheiður Jónsdóttir um atburð sem er greyptur í minni fjölskyldu hennar og margra annarra Hnífsdælinga. Afi Bjargar, faðir hennar og systkini hans tvö voru meðal kennara og nemenda í miðri kennslustund að morgni dags í febrúar 1953 þegar hvifilvindur skall á barnaskólanum í Hnífsdal með þeim afleiðingum að húsið tókst á loft og splundraðist í allar áttir. Atburðurinn hafði djúp sálræn áhrif á samfélagið og sumir eru enn að fást við afleiðingarnar.

Umsjón og dagskrárgerð: Björg Aðalheiður Jónsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir.

Lestur: Ragnheiður Steindórsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
,