22:03
PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar
Party Zone 4. apríl
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Dansvorkvöld í Reykjavík þegar við kveikjum á diskókúlunni og Dj græjunum í Efstaleitinu á föstudagskvöldi. Dansþáttur þjóðarinnar, Party Zone, verður drekkhlaðinn

af frábærri tónlist úr heimi danstónlistarinnar.

Í fyrri hluta þáttarins spilum við helling af ný útkominni tónlist úr ýmsum áttum. Þrenna kvöldsins er geggjuð, við spilum þrjú efstu lögin á PZ listanum vikuna 25.mars - 1.apríl á hinu herrans dansári 1995. 30 ára bombur. Múmíur kvöldsins eru síðan af PZ listanum síðan 2010. Þáttastjórnendur fara svo sjálfir í DJ búrið í lok þáttar og láta nokkrar vel valdar nýlegar bombur vaða. Þegar þeir stelast svona í búrið kalla þeir sig jafnan Plötusnúða Ríkisins.

Er aðgengilegt til 04. apríl 2026.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,