07:03
Morgunútvarpið
4.apríl -Hugarheimur barnanna, hrun á mörkuðum og fréttir vikunnar
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Mikil umræða hefur skapast um þá áhrifavalda sem hafa aðgang að hugum barnanna okkar að undanförnu. Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir , sálfræðingar á Geðheilsumiðstöð barna - HH ætla að gefa okkur nokkur góð ráð um það hvernig við komumst betur inn í hugarheimi barnanna okkar.

Tollaáætlanir Bandaríkjaforseta höfðu áhrif á markaði um allan heim í gær og ekki hefur sést jafn skörp dýfa á hlutabréfamörkuðum vestan hafs síðan 2020. Hvað gerist næst? Við ræðum málið við Jón Bjarka Bentsson aðalhagfræðing Íslandsbanka.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því norska í Þjóðadeild Evrópu í dag. Edda Sif Pálsdóttir stýrir umfjöllun fyrir leik og kemur við hjá okkur.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar venju samkvæmt á föstudegi, í þetta skiptið með Sveini Waage, ráðgjafa og fyrirlesara, og Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmanni og leikskólastjóra.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,