16:05
Síðdegisútvarpið
Föstudagsútgáfa Síðdegisútvarpsins - Friðrik Ómar bætist við
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Landsleikur í Fótbolta stelpurnar okkar að mæta Noregi niðrá Þróttaravelli og á línunni hjá okkur var Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður sem ætlar að lýsir leiknum.

Sigursteinn Másson mætti og sagði okkur frá sakamálum.

Kristinn Guðmundsson var íslendingurinn okkar í útlöndum. Flest þekkjum við Kristinn sem soðkokkinn. Hann er búsettur í Belgíu

Edda Björgvinsdóttir leikkona og gleðigjafi kom til okkar rétt uppúr klukkan 5 og fékk sér kaffibolla með okkur.

Nýkrýnd ungfrú Ísland Helena Hafþórsdóttir O’connor kom til okkar ásamt Manúelu Ósk framkvæmdastjóra ungfrú Ísland. Keppnin fór fram í Gamla Bíó í gær.

Þjóðarsálin var á sínum stað.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,