18:10
Spegillinn
Nýtt húsnæði geðdeildar ekki á fjármálaáætlun og Carbfix daðrar við Húsavík
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

við heyrum í Húsvíkingum eftir íbúafund með Carbfix, verkefni sem Hafnfirðingar vildu ekki sjá í bakgarðinum hjá sér, heyrum af atburðum í Úkraínu og á Gaza síðasta sólarhringinn en byrjum á geðheilbrigðismálum -

Ekki er fyllilega ljóst hvar ný bygging undir geðþjónustu Landspítala verður og hennar er hvergi getið í þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í vikunni.. Kostnaður við að reisa bygginguna og kaupa þann búnað sem þarf er áætlaður um 24 milljarðar og framkvæmdatíminn um fimm ár og á meðan er geðdeildin með starfsemi á tveimur stöðum í húsnæði sem allir vita að er úr sér gengið og hentar hvorki sjúklingum né starfsmönnum.

Formaður Geðráðs segir þörfina brýna og að nýtt hús verði að vera á næstu fjármálaáætlun

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,