Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Sighvatur Karlsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Hann fór í fyrstu yfir eitt og annað úr fréttum síðustu daga og vikna, og svo bættist Jón Óskar Sólnes við hópinn og fjallað var um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum.
55 ár eru í dag síðan Woodstock-hátíðin var haldin; þessi goðsagnakennda hátíð tónlistar og friðar. Við fórum í mussurnar og settum blóm í hárið og lékum lög eða brot úr lögum sem flutt voru á hátíðinni 1969.
Íslenskir handboltaþjálfarar voru í eldlínunni á Ólympíuleikunum í París. Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs í kvennaboltanum (enn einu sinni) og karla megin hlaut Þýskaland, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, silfur. Eftir því er auðvitað tekið að fámenna Ísland leggi alþjóðahandboltanum til svo hæfa þjálfara. Þeir eru nefnilega fleiri, talsvert fleiri, íslensku þjálfararnir sem náð hafa framúrskarandi árangri. En hvað þarf til? Hvað einkennir góðan þjálfara? Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur svaraði því.
Tónlist:
Matveinen, Liisa, Majamäki, Samuli, Turkka, Tellu, Vaura, Nora, Airas, Karariina - Kotihin.
Richie Havens - From the prison.
The Band - The weight.
Melanie - Beautiful people.
Jimi Hendrix experience - Hey Joe.
Trúbrot - Breyttu bara sjálfum þér.
Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Við heyrðum í þættinum í Steinunni J. Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, en um helgina verður Vatnsdæluhátíð í Húnabyggð og á meðal þess sem þar fer fram er leiðsögn um uppgraftarsvæðið á Þingeyrum, þar sem rústir Þingeyrarklausturs fundust loks eftir margra ára leit. Á hátíðinni verður einnig fornleifaskóli barnanna, þar sem þau fá að grafa eftir gripum. Auk þess verða gripir sem fundist hafa til sýnis og örfyrirlestrar haldnir í Þingeyrarkirkju. Steinunn var á línunni í þættinum og sagði okkur meira frá því sem þau hafa fundið og hátíðinni.
Ása Baldursdóttir, sérfræðingur Sumarmála í því hvað er skemmtilegt hægt að finna til að hlusta á og horfa á í sumar, kom svo til okkar. Í þætti dagsins fjallaði Ása um hlaðvörpin Shell Game (Skeljaleikurinn), þar sem blaðamaður fer á fullt í raddklónun á eigin rödd, Pínulitla ferðataskan (The Tiny Suit Case), þar sem furðulegt mál undarlegrar tösku og pínulítilla jakkafata er rannsakað. Að lokum sagði hún frá áhugaverðri nýrri sjónvarpsþáttaröð, Fantasmas (Fantasíur), þar sem drepfyndnar örsögur fara um huga ungs drengs.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Lítill fugl / Ellý Vilhjálms (Sigfús Halldórsson, texti Örn Arnarson (dulnefni fyrir Magnús Stefánsson)
Sendlingur og sandlóa / Múgsefjun (Hjalti Þorkelsson, texti Eiríkur Fannar Torfason)
Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
Nú liggur vel á mér / Ingibjörg Smith (Óðinn G. Þórarinsson, texti Númi Þorbergsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formenn Félags íslenskra náttúrufræðinga og Verkfræðingafélags Íslands lýsa óánægju með gang kjaraviðræðna og andstöðu við krónutöluhækkarnir eins og samið var um á almennum markaði. Formaður Félags náttúrufræðinga segir að þeim sé boðið upp á kaupmáttarrýrnun.
Viðvörun um mögulegan hamfaraskjálfta í Japan var aflétt í morgun, en almenningur þarf áfram að hafa varann á sér. Vika er síðan þessi viðvörun var gefin út, eftir að skjálfti upp á sjö komma einn reið yfir Japan og fimmtán manns slösuðust.
Utanvegaskemmdir á Sprengisandi eru þær mestu sem sést hafa á þeim slóðum segir þjóðgarðsvörður. Djúp hjólför eru á stóru svæði langt fyrir utan veginn, sem aldrei verður hægt að afmá.
Uppsafnaðar orlofsgreiðslur upp á milljónir króna sem fyrrverandi borgarstjóri fékk við starfslok vekja spurningar um jafnræði launþega, segir formaður Sameykis.
Þolendur heimilisofbeldis, af erlendum uppruna, veigra sér við að leita aðstoðar vegna fyrri reynslu. Teymisstýra Bjarkahlíðar segir að fræða þurfi þolendur um störf lögreglu á Íslandi.
Formaður Sameykis segir það vekja upp spurningar um jafnræði launþega að Reykjavíkurborg greiði Degi B. Eggertssyni út milljónir vegna uppsafnaðs ótekins orlofs yfir tíu ára tímabil á sama tíma og þrýstingur sé á annað starfsfólk að safna ekki upp orlof
Neyðarástandi vegna mikillar útbreiðslu apabólu hefur verið lýst yfir í Afríku. Smitum hefur fjölgað um hundrað og sextíu prósent síðasta árið.
Ástralska ólympíunefndin hefur fordæmt undirskriftasöfnun á netinu gegn breikdansaranum Rachel Gunn eftir þátttöku hennar á Ólympíuleikunum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Matvælastofnun Noregs hefur sektað norska laxeldisfyrirtækið Leroy fyrir gróft brot á lögum um velferð dýra.
Hvað gerir íslenska Matvælastofnunin til að koma í veg fyrir að sambærileg slys eigi sér stað í sjókvíaeldi á Íslandi?
Norsk laxeldisfyrirtæki eiga meirihluta í íslensku sjókvíaeldi. Þetta helst ræðir við forstjóra MAST, Hrönn Jörundsdóttur, og dýralækninn Egil Steingrímsson sem mun taka við eftirliti MAST með laxeldi í næsta mánuði. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson og Þóra Tómasdóttir
Í þáttunum er fjallað um verkalýðsbaráttusöngva frá frönsku byltingunni 1789 til nútímans.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir
Fjallað verður um verkalýðsbaráttusöngva á seinni hluta 20. aldar og meðal annars verður fluttur söngurinn „Mury“ (Múrveggir) sem var söngur verkalýðsfélagsins Samstöðu í Póllandi í kringum 1980.
Lesari: Hanna G. Sigurðardóttir.
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Næskomandi sunnudag mun Sundlaugin í Lundareykjadal breytast í leikhús, þegar verkið Konukroppar eftir sviðslistakonurnar Sigríði Ástu Olgeirsdóttur og Snædísi Lilju Ingadóttur verður frumflutt. Í lýsingu á viðburðinum segir að það sé „…óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi; fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns er rannsakað í seyðandi verki sem liggur á mörkum dans- og sviðslistar.“ Halla Harðardóttir ræðir við listakonurnar í þættinum.
Kvenlíkaminn er líka viðfangsefnið í sýningunni Venus: Búbblan. Gróðurhúsinu á Lækjartorgi verður breytt í útópíska búbblu á laugardaginn kemur, þar sem náttúrulegar hreyfingar kvenlíkamans fjarri oki feðraveldisins eru kannaðar. Bjarni Daníel fékk að líta inn í búbbluna og ræddi við Önnu Guðrúnu Tómasdóttur, sem er annar af tveimur danshöfundum sem kemur að verkinu.
Ríki kvenna, ríki drottninga, birtist líka í vinningsljóðinu í ljóðasamkeppni Hinsegin daga sem við heyrum í þættinum. Ríki mitt nefnist ljóðið sem er eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Tómas Ævar spjallar við Ragnheiði.
Undir lok þáttarins förum við út í Gróttu og heyrum um jöklagrafreit, líkræðu og minningarathöfn sem fer fram um helgina á viðburðinum Jöklar eru lífið. Melkorka Ólafsdóttir veltir fyrir sér list á tímum loftslagsbreytinga og ræðir við aðstandendur viðburðarins.
Gestir úr ólíkum kimum tónlistarlífsins mynda saman æ stærri lagaflækju. Tengingar milli laganna geta verið augljósar eða langsóttar, tónfræðilegar eða persónulegar, einfaldar eða flóknar. Yfir sumarið myndast smám saman fjölbreyttur og óvæntur spilunarlisti.
Gestir Lagaflækjunnar í dag eru tónlistarfólkið Björn Kristjánsson einnig þekktur sem Borko, Gígja Skjaldardóttir úr tvíeykinu Ylju og Katrín Helga Andrésdóttir eða Special K úr hljómsveitinni Ultraflex. Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist í þættinum:
Erla góða Erla - Savanna tríóið
Nights wave - Mice Parade
Forgotten Eyes - Big Thief
Undulation days - Okay Kaya
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Foreldrar tveggja ungra manna segist vonsviknir yfir viðbrögðum lögreglunnar í Vestmannaeyjum við stórfelldum og tilefnislausum líkamsárásum á syni þeirra á Þjóðhátíð í Eyjum. Þau segja viðbragðsaðila hafa brugðist.
Kona sem starfar í álveri Alcoa á Reyðarfirði lenti undir afturhjóli starfsmannarútu á leið heim af vaktinni í síðustu viku. Hún á langt bataferli fyrir höndum, fótbrotnaði á báðum og gæti misst annan fótinn.
Nýtt afbrigði MPX-veirunnar, eða apabólu, greindist í Svíþjóð í dag. Sóttvarnalæknir segir að fylgst sé með ástandinu en engin ástæða sé til að hafa áhyggjur enn sem komið er.
Matvælastofnun lagði í sumar hundruð þúsunda króna sektir á fólk vegna slæmrar meðferðar á dýrum. Hundaeigandi neitaði að afhenda MAST ólöglegar rafólar sem hann notaði á hundana.
Úkraínuher sækir enn fram í Kursk-héraði og hefur lagt undir sig rúmlega 1000 ferkílómetra landsvæði. 120 þúsund manns hafa flúið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Frumvarp umhverfis- og orkumálaráðherra um breytingar á rammaáætlun vegna vindorkuvera náði ekki fram að ganga í vor, og vakti raunar nokkrar deilur og gagnrýni, innan þings sem utan. Ráðherra vísar allri gagnrýni um samráðsleysi á bug og segir að nú sé að hrökkva eða stökkva - ef fólk vill græna orku, þá þurfi að virkja vindinn. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Guðlaug Þór Þórðarson.
Þýsk yfirvöld upplýsa að hópur Úkraínumanna sé grunaður um að hafa unnið skemmdarverk á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur haustið 2022, sjö mánuðum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fjögur göt voru gerð á neðansjávarleiðslur Nord Stream í Eystrasaltinu, tvö í danskri lögsögu og tvö í sænskri, en leiðslurnar liggja frá Rússlandi til Þýskalands. Grunurinn beinist meðal annars að háttsettum yfirmönnum í Úkraínuher, og fullyrt að Úkraínuforseti hafi vitað af áformunum og reynt að stöðva þau - en ekki haft erindi sem erfiði. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Mjög er nú vegið að norsku konungsfjölskyldunni vegna meintra ofbeldisverka og eiturlyfjaneyslu stjúpsonar verðandi konungs. Virtir ritstjórar efast um að Haraldur konungur fimmti, kominn hátt á níræðisaldur, hafi lengur stjórn á sínu fólki og segja hann eiga að víkja. Ástandið hjá kóngafólkinu yfirskyggir nú allar átakafréttir í norskum fjölmiðlum. Gísli Kristjánsson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Galdramenn úr Vestmannaeyjum (Ísland)
Maðurinn sem laug aldrei (frá ýmsum löndum Afríku)
Úlfur, úlfur! (Grikkland)
Leikraddir:
Arna Rún Gústafsdóttir
Guðni Tómasson
Jörundur Orrason
Karl Pálsson
Katrín Ásmundsdóttir
Pétur Grétarsson
Ragnar Eyþórsson
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Camerata Salzburg og Kórs Bæverska útvarpsins á Salzborgarhátíðinni 20. júlí sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Sofiu Gubaidulinu, Karl Amadeus Hartmann og Arvo Pärt.
Einleikarar: Krassimir Sterev á bæjan, Patricia Kopatchinskaja á fiðlu og Max Hanft á ómbreytt píanó.
Stjórnandi: Peter Dijkstra.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Við heyrðum í þættinum í Steinunni J. Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, en um helgina verður Vatnsdæluhátíð í Húnabyggð og á meðal þess sem þar fer fram er leiðsögn um uppgraftarsvæðið á Þingeyrum, þar sem rústir Þingeyrarklausturs fundust loks eftir margra ára leit. Á hátíðinni verður einnig fornleifaskóli barnanna, þar sem þau fá að grafa eftir gripum. Auk þess verða gripir sem fundist hafa til sýnis og örfyrirlestrar haldnir í Þingeyrarkirkju. Steinunn var á línunni í þættinum og sagði okkur meira frá því sem þau hafa fundið og hátíðinni.
Ása Baldursdóttir, sérfræðingur Sumarmála í því hvað er skemmtilegt hægt að finna til að hlusta á og horfa á í sumar, kom svo til okkar. Í þætti dagsins fjallaði Ása um hlaðvörpin Shell Game (Skeljaleikurinn), þar sem blaðamaður fer á fullt í raddklónun á eigin rödd, Pínulitla ferðataskan (The Tiny Suit Case), þar sem furðulegt mál undarlegrar tösku og pínulítilla jakkafata er rannsakað. Að lokum sagði hún frá áhugaverðri nýrri sjónvarpsþáttaröð, Fantasmas (Fantasíur), þar sem drepfyndnar örsögur fara um huga ungs drengs.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Lítill fugl / Ellý Vilhjálms (Sigfús Halldórsson, texti Örn Arnarson (dulnefni fyrir Magnús Stefánsson)
Sendlingur og sandlóa / Múgsefjun (Hjalti Þorkelsson, texti Eiríkur Fannar Torfason)
Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
Nú liggur vel á mér / Ingibjörg Smith (Óðinn G. Þórarinsson, texti Númi Þorbergsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR
Krisbjörg Kjeld les söguna Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Sögukonan er íslensk menntakona, Rán að nafni. Hún hefur lifað og starfað fjarri heimahögunum öll sín fullorðinsár, mótast og þroskast á framandi slóðum. Nú er hún á leið frá heimili sínu og manni í Sviss til fósturjarðarinnar, með viðkomu í Barcelona þar sem hún átti viðburðaríkt líf við nám á æskuárum. Og þar komst hún i kynni við eldhugann og andófsmanninn Roberto sem reyndist henni mikill ölagavaldur. Þessi ferð reynist sársaukafullt stefnumót Ránar við fortíðina. Bókin var gefin úr árið 2008.
(Áður á dagskrá 2011)
Veðurstofa Íslands.
Gestir úr ólíkum kimum tónlistarlífsins mynda saman æ stærri lagaflækju. Tengingar milli laganna geta verið augljósar eða langsóttar, tónfræðilegar eða persónulegar, einfaldar eða flóknar. Yfir sumarið myndast smám saman fjölbreyttur og óvæntur spilunarlisti.
Gestir Lagaflækjunnar í dag eru tónlistarfólkið Björn Kristjánsson einnig þekktur sem Borko, Gígja Skjaldardóttir úr tvíeykinu Ylju og Katrín Helga Andrésdóttir eða Special K úr hljómsveitinni Ultraflex. Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist í þættinum:
Erla góða Erla - Savanna tríóið
Nights wave - Mice Parade
Forgotten Eyes - Big Thief
Undulation days - Okay Kaya
Útvarpsfréttir.
Í ár eru liðin 60 ár frá því að starfsferill Hreins Friðfinnssonar listamanns hófst. Af þessu tilefni ákváðu hjónin Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson á Erpsstöðum í Dölum að heiðra Hrein með þremur gjörningum. Við slógum á þráðinn til Þorgríms og fengum að vita meira.
Það er ekki oft sem leiksýningar eru settar upp í sundlaugum, en á sunnudaginn kemur verður frumsýnt leikverk í sundlauginni í Brautartungu í Lundarreykjadal sem ber yfirskriftina Konukroppar. Þær Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir komu til okkar og sögðu okkur meira af þessari óhefðbundnu sýningu.
Stefnt er á að reglubundnar ristilskimanir fyrir 50 til 69 ára hefjist innan tíðar, en Heilsugæslan mun annast allt utanumhald. Hér á landi greinast hátt í 200 manns með ristilkrabba á ári hverju, sem er önnur algengasta dánarorsök allra krabbameina. Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri Heilsugæslunnar fór yfir verkefnið og tímaáætlunina með okkur.
Lunda hefur fjölgað verulega í Vestmannaeyjum á ný og nú stendur yfir hið svokallaða pysjutímabil þar sem litlar lundapysjur hugsa sér til hreyfings úr holum foreldranna og leggja í hann út í heim. Þau ferðalög leiða þær gjarnan í ógöngur en tvífætt aðstoðarfólk á ýmsum aldri kemur þá til bjargar. Við hringdum í Þóru Gísladóttur hjá SeaLife og Beluga Whale Sanctuary í Eyjum og fræddumst um stöðu lundapysjunnar í ár o.fl.
Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar hefst í Hveragerði í dag og stendur út helgina. Þar kennir ýmissa grasa eins og við heyrðum af í spalli okkar við Sigríði Hjálmarsdóttur einn skipuleggjenda.
Lagalisti:
Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.
Musgraves, Kacey - Cardinal.
Rebekka Blöndal og Moses Hightower - Hvað þú vilt.
The Stranglers - No More Heroes.
WINGS - Let 'Em In.
Haraldur Ari Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Til þín.
Mammaðín - Frekjukast.
TEARS FOR FEARS - Everybody Wants To Rule The World.
Jón Jónsson - Ljúft að vera til.
CORNERSHOP - Brimful of Asha (Norman Cook Remix).
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við höldum áfram að hafa gaman, njóta þess að vera til og hlusta á tónlist í bland við atburði tengda þessum degi í gegnum söguna. Plata vikunnar kíkir líka í heimsókn og allir hressir.
Lagalisti:
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
Beatles, The - Come together.
SINEAD O CONNOR - Mandinka.
THE SMASHING PUMPKINS - 1979.
RADIOHEAD - No Surprises.
Fjallabræður, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Hetjan.
KYGO & DNCE - Dancing Feet.
Cage the Elephant - Rainbow.
GDRN - Þú sagðir.
Elín Ey - Ekkert mál (Hljómskálinn).
Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Rán Magnúsdóttir - Gleðivíma.
SANTANA - Oye Como Va.
JANIS JOPLIN - Me and Bobby McGee.
Marvin Gaye - Sexual Healing.
Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
FRANZ FERDINAND - Do You Want To.
Clean Bandit, Glynne, Jess - Rather be.
GUS GUS - David [Radio Edit].
Stjórnin - Í augunum þínum.
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
Bombay Bicycle Club - Always Like This.
DAVID BOWIE - Space Oddity.
200.000 NAGLBÍTAR - Láttu Mig Vera.
Mammaðín - Frekjukast.
Talking Heads - And she was.
Bryan, Zach - Pink Skies.
THE THRILLS - Big Sur.
Una Torfadóttir - Um mig og þig.
Foo Fighters - Everlong.
JIMMY EAT WORLD - The middle.
SUZANNE VEGA - Luka.
Axel Flóvent - This Feeling.
BLANCHE - City lights (Eurovision 2017 - Belgía).
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Hjá Þér.
Superserious - Duckface.
DAYSLEEPER - Kumbh Mela.
Unnsteinn Manuel - Lúser.
HJALTALÍN - Feels Like Sugar.
Kristín Sesselja - Exit Plan.
GEORGE EZRA - Green Green Grass.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formenn Félags íslenskra náttúrufræðinga og Verkfræðingafélags Íslands lýsa óánægju með gang kjaraviðræðna og andstöðu við krónutöluhækkarnir eins og samið var um á almennum markaði. Formaður Félags náttúrufræðinga segir að þeim sé boðið upp á kaupmáttarrýrnun.
Viðvörun um mögulegan hamfaraskjálfta í Japan var aflétt í morgun, en almenningur þarf áfram að hafa varann á sér. Vika er síðan þessi viðvörun var gefin út, eftir að skjálfti upp á sjö komma einn reið yfir Japan og fimmtán manns slösuðust.
Utanvegaskemmdir á Sprengisandi eru þær mestu sem sést hafa á þeim slóðum segir þjóðgarðsvörður. Djúp hjólför eru á stóru svæði langt fyrir utan veginn, sem aldrei verður hægt að afmá.
Uppsafnaðar orlofsgreiðslur upp á milljónir króna sem fyrrverandi borgarstjóri fékk við starfslok vekja spurningar um jafnræði launþega, segir formaður Sameykis.
Þolendur heimilisofbeldis, af erlendum uppruna, veigra sér við að leita aðstoðar vegna fyrri reynslu. Teymisstýra Bjarkahlíðar segir að fræða þurfi þolendur um störf lögreglu á Íslandi.
Formaður Sameykis segir það vekja upp spurningar um jafnræði launþega að Reykjavíkurborg greiði Degi B. Eggertssyni út milljónir vegna uppsafnaðs ótekins orlofs yfir tíu ára tímabil á sama tíma og þrýstingur sé á annað starfsfólk að safna ekki upp orlof
Neyðarástandi vegna mikillar útbreiðslu apabólu hefur verið lýst yfir í Afríku. Smitum hefur fjölgað um hundrað og sextíu prósent síðasta árið.
Ástralska ólympíunefndin hefur fordæmt undirskriftasöfnun á netinu gegn breikdansaranum Rachel Gunn eftir þátttöku hennar á Ólympíuleikunum.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Lovísa Rut var landamæravörður í Popplandi þennan fimmtudaginn. Arnar Eggert og Andrea Jóns gerðu upp plötu vikunnar, Away from this dream með Axel Flóvent. Fjallað um bresku söngkonuna Charli XCX og límónugræna frekju-sumarið, póstkort frá Jökli Snæ og ýmislegt fleira.
Leikskólinn Brákarborg flutti í endurbyggt húsnæði við Kleppsveg 150 til 152, þar sem kynlífstækjabúðin Adam og Eva var áður til húsa, haustið 2022. Eftir að börn og starfsfólk fóru í sumarfrí kom í ljós að þak hússins sem þakið var með torfi er of þungt og því þarf að styrkja undirstöður. Viðgerðin á leikskólanum mun taka allt að sex mánuði og hafa börnin verið send í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur sterkar skoðanir á þessu máli og hann kom til okkar strax að loknum fimm fréttum.
Skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegaakstri í vikunni eru þær mestu sem sést hafa á þeim slóðum. Vegfarendur tilkynntu landverði um skemmdir vegna utanvegaaksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segist ekki hafa séð neitt þessu líkt á svæðinu áður og hún var á línunni hjá okkur í þættinum.
Verið er að gera breytingar á Kirkjugörðum Reykjavíkur en QR-kóðar eru væntanlegir á legsteina og krossinn hefur verið fjarlægður úr merki kirkjugarðanna. Uppi hafa verið hugmyndir um að tala frekar um minningarreiti en kirkjugarða. Ákveðið hefur þó verið að halda í nafn kirkjugarðanna enn um sinn en við opnuðum fyrir símann og spurðum hlustendur okkar hvort breyta ætti nafninu úr Kirkjugarður í eitthvað annað ?
Hjördís Pálsdóttir safnstjóri Byggðarsafns Snæfellinga og Hnappdæla og framkvæmdastjóri danskra daga var á línunni hjá okkur en 30 ára afmælishátíð Danskra daga fer fram á lagardagskvöldið.
En við byrjum á þessu: Svo óheppilega vill til að breikdans atriði Rachel Gunn eða Raygun frá Ástralíu sem fékk ekkert stig á Ólypíuleikunum virðist vera það eftirminnilegasta sem gerðist á leikunum í París í ár. Svo mikilli hneikslan olli atriði hennar að nú er í gagni undirskriftalisti þar sem fólk krefst þess að hún biðjist afsökunnar. En var þetta dans og hvað segir danssamfélagið um þessa uppákomu? Kristófer Aron Garcia og Brynja Pétursdóttir danskennarar komu til okkar og ræddu þetta mál við okkur.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Foreldrar tveggja ungra manna segist vonsviknir yfir viðbrögðum lögreglunnar í Vestmannaeyjum við stórfelldum og tilefnislausum líkamsárásum á syni þeirra á Þjóðhátíð í Eyjum. Þau segja viðbragðsaðila hafa brugðist.
Kona sem starfar í álveri Alcoa á Reyðarfirði lenti undir afturhjóli starfsmannarútu á leið heim af vaktinni í síðustu viku. Hún á langt bataferli fyrir höndum, fótbrotnaði á báðum og gæti misst annan fótinn.
Nýtt afbrigði MPX-veirunnar, eða apabólu, greindist í Svíþjóð í dag. Sóttvarnalæknir segir að fylgst sé með ástandinu en engin ástæða sé til að hafa áhyggjur enn sem komið er.
Matvælastofnun lagði í sumar hundruð þúsunda króna sektir á fólk vegna slæmrar meðferðar á dýrum. Hundaeigandi neitaði að afhenda MAST ólöglegar rafólar sem hann notaði á hundana.
Úkraínuher sækir enn fram í Kursk-héraði og hefur lagt undir sig rúmlega 1000 ferkílómetra landsvæði. 120 þúsund manns hafa flúið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Frumvarp umhverfis- og orkumálaráðherra um breytingar á rammaáætlun vegna vindorkuvera náði ekki fram að ganga í vor, og vakti raunar nokkrar deilur og gagnrýni, innan þings sem utan. Ráðherra vísar allri gagnrýni um samráðsleysi á bug og segir að nú sé að hrökkva eða stökkva - ef fólk vill græna orku, þá þurfi að virkja vindinn. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Guðlaug Þór Þórðarson.
Þýsk yfirvöld upplýsa að hópur Úkraínumanna sé grunaður um að hafa unnið skemmdarverk á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur haustið 2022, sjö mánuðum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fjögur göt voru gerð á neðansjávarleiðslur Nord Stream í Eystrasaltinu, tvö í danskri lögsögu og tvö í sænskri, en leiðslurnar liggja frá Rússlandi til Þýskalands. Grunurinn beinist meðal annars að háttsettum yfirmönnum í Úkraínuher, og fullyrt að Úkraínuforseti hafi vitað af áformunum og reynt að stöðva þau - en ekki haft erindi sem erfiði. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Mjög er nú vegið að norsku konungsfjölskyldunni vegna meintra ofbeldisverka og eiturlyfjaneyslu stjúpsonar verðandi konungs. Virtir ritstjórar efast um að Haraldur konungur fimmti, kominn hátt á níræðisaldur, hafi lengur stjórn á sínu fólki og segja hann eiga að víkja. Ástandið hjá kóngafólkinu yfirskyggir nú allar átakafréttir í norskum fjölmiðlum. Gísli Kristjánsson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Öskubakki - Herra Hnetusmjör
L.u.c.k.y - Birgir
White burn - Kaktus Einarsson
Dulræn atferlismeðferð - Kött grá pjé
Anywhere - Malen
Overprotected - Cyber & Ebba
Leikhúskvöldin - Snorri Rodriguez
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Gugusar kíkti í heimsókn og einnig var frumflutt lag með Romain Collin.
Lögin sem voru spiluð í kvöld.
Patriik & Gugusar - Horfir á mig
FOSS - Tell the Northern Lights
Pale Moon - Without You
Kokoroko - We give thanks
Evinha - Esperar pra Ver
Erykah Badu - On and on
Steinunn Jónsdóttir - Á köldum kvöldum
Fosteii & Diljá - I´ll wait
Beyonce - Cuff it
Skoffín - Í útvarpinu
Bríet & Birnir - Lifa Af
Herra Hnetusmjör - Tala minna skít
M.O.P - Cold as Ice
Sega Bodega - Kepko
Yaeji - For granted
Sassy 009 - Blue Racecar
Gugusar - Vonin
Gus gus - Add this song
Headache - Truisms 4 dummies
Una Schram - Oversharing
The Smiths - The night has opened my eyes
Stuðmenn & Patriik - Fegurðardrottning
Jorja Smith - High
Mount Kimbie - SP12 Beat
Eee Gee & Teitur - Louise
David Walters - Mama
Maii and Zeid - Mourib
A tribe called quest - Oh my god
Supersport! - Gráta smá
Celestial Being - Raise the vibration
Kaktus & Nanna - Be this way
Pale Jay - For James
Eminem - Houdini
Naughty By Nature - OPP
Mammaðín - Frekjukast
Camille - Allez Allez Allez
Krummi Björgvinsson leggur áherslu á gamaldags tónlist í bland við nýlegri tóna.
Krummi er kominn aftur og lék fjölbreytta Americana tónlist að sínum hætti.
Lagalisti:
1. Ray LaMontagne - Long Way Home
2. Strand of Oaks - More You
3. Daniel Johnston, Kramer - Some Things Last a Long Time
4. State Park Ranger - Your Horror
5. Delbert McClinton - Two More Bottles Of Wine
6. Ryan Adams - Do You Still Love Me (Live)
7. The Dead Tongues - Dirt For A Dying Sun
8. The Pleasure Seekers - What A Way To Die
9. Jo Stafford, Paul Weston and his orchestra - No Other Love
10. Link Wray - Hidden Charms
11. The American Analog Set - Know By Heart
12. Heartless Bastards - Oh My Aching Heart
13. First Aid Kit - When I Grow Up
14. Charlie Cunningham - Starlings