Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við töluðum um Donald Trump. Það eru tvær vikur þar til hann verður settur í embætti forseta Bandaríkjannna - öðru sinni. Trump hefur gefið út sverar yfirlýsingar um áform sín næstu fjögur árin og við veltum fyrir okkur hvers sé að vænta fyrir Bandaríkin og heiminn allan með hann í Hvíta húsinu. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði ræddi við okkur.
Helstu ráðamenn Þýskalands eru töluvert hófstilltari í yfirlýsingum en Donald Trump. Í Berlínarspjalli sagði Arthur Björgvin Bollason okkur frá inntakinu í áramótaávarpi Scholz kanslara og jólaávarpi Steinmeiers forseta.
Við blöðuðum aðeins í stjórnarsáttmálanum; stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Við staðnæmdumst við það sem þar er skjalfest um umhverfis- og loftlagsmál. Hjá okkur var formaður Landverndar; Þorgerður María Þorbjarnardóttir.
Tónlist:
Holiday, Billie - Good morning heartache.
John, Elton - Don't let the sun go down on me.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Í upphafi árs, á þeim tímamótum, skoðum við gjarnan stöðuna á ýmsu, það eru vörutalningar, hvernig er formið? Eftir jólin og veislurnar endurskoðum við jafnvel mataræðið. Samtök grænkera á Íslandi standa fyrir Veganúar í janúar. Það er dagskrá af því tilefni allan þennan mánuð og við fengum nýjan formann samtakanna, Aldísi Amah Hamilton til að koma og segja okkur meira frá veganúar.
„Á Vestfjörðum, í afskekktri verbúð á 19. öld, þarf Eva ung ekkja, að taka erfiða ákvörðun þegar erlent seglskip strandar í firðinum,“ segir í lýsingu á myndinni The Damned, sem er sálfræðitryllir innblásin af íslenskri þjóðtrú og stórbrotinni náttúru. Myndin hefur fengið frábærar viðtökur eftir frumsýningu sína í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar í fullri lengd en hann skrifaði söguna ásamt handrits höfundinum Jamie Hannigan. Þórður kom í þáttinn í dag.
Veðrið leikur alltaf stórt hlutverk í lífi okkar Íslendinga og á því er engin breyting í dag. Heimsókn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings er kærkomin annan hvern þriðjudag og í dag kom hann með smá viðbót við veðuruppgjör síðasta árs þar sem hann skoðar ástæður fyrir því hvað 2024 var kalt. Svo ræddi hann um ísinn á Þingvallavatni og umskipti í veðurspánni framundan.
Tónlist í þættinum:
Stóð ég út í tunglsljósi / Björgvin Halldórsson (lagahöfundur ókunnur, texti Heine Heinrich, íslenskur texti Jónas Hallgrímsson)
Landíbus með jökri (Nú hvaða hvaða?) / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)
Sjáumst aftur / Páll Óskar Hjálmtýsson (Orlande de Lassus, texti Páll Óskar Hjálmtýsson)
Never Going Back / Fleetwood Mac (Lindsey Buckingham & Christine McVie)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður félags framhaldsskólakennara hefur áhyggjur af því hversu lítið miðar í kjaraviðræðum kennara. Verkföll eru boðuð aftur í byrjun febrúar.
Að minnsta kosti 95 fórust í hörðum jarðskjálfta í Tíbet í nótt. Skjálftinn fannst á Indlandi og í Nepal.
Formaður Flokks fólksins segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að taka ekki sæti á þingi hafi komið á óvart. Hún hlakkaði til að takast á við Bjarna í stjórnarandstöðu.
Forseti Frakklands og borgarstjóri Parísar voru meðal þeirra sem minntust í morgun árásarinnar á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Tveir vígamenn myrtu tólf starfsmenn þar í janúar 2015. Fleiri hermdarverk fylgdu í kjölfarið í Frakklandi.
Umhverfisráðherra segist hafa áhyggjur af minni sölu rafbíla, en telur ekki rétt að afnema virðisaukaskatt af þeim á ný. Verið sé að skoða hvernig styrkir til kaupa á rafbílum dreifast eftir tekjum.
Fyrsti leiðangur til loðnurannsókna á þessu ári er áformaður öðru hvoru megin við næstu helgi. Skip Hafrannsóknastofnunar heldur þá austur fyrir land og fleiri skip bætast í hópinn þegar líður á mánuðinn.
Donald Trump yngri er á leiðinni til Grænlands. Heimsókn hans þykir athyglisverð í ljósi áhuga föður hans, og verðandi Bandaríkjaforseta, á að kaupa Grænland.
Aron Pálmarsson er meiddur á kálfa og leikur ekki með Íslandi í riðlakeppni HM í handbolta. Landsliðsþjálfarinn reiknar ekki með Aroni fyrr en í fyrsta lagi í milliriðlakeppninni.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Bókin It ends with us eða Þessu lýkur hér fjallar um hvernig rjúfa megi vítahring heimilisofbeldis. Bókin varð Tiktok-hittari og síðar kvikmynd. Við upptökur myndarinnar spunnust deilur milli aðalleikaranna Blake Lively og Justin Baldoni sem svipa til söguþráðarins. Útgefandi bókarinnar hér á landi, Birgitta Elín Hassel og Tiktok-fréttakona Rúv, Ingunn Lára Kristjánsdóttir, sögðu Þóru Tómasdóttur frá málinu.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Bera íslenskar matvöruverslanir hag neytenda fyrir brjósti eða ráða gróðasjónarmið þeirra einfaldlega ríkjum? Og hvernig koma boðaðar verðhækkanir á matvöru fram á nýju ári og geta neytendur fylgst með því hvaða verslun er raunverulega að selja ódýrasta matinn? Við ætlum að ræða hækkanir á matvöruverði, mikinn hagnað matvöruverslanakeðja hér á landi undanfarin ár og hegðun þeirra gagnvart neytendum, við Aðalstein Kjartansson, rannsóknarblaðamann á Heimildinni, sem skrifað hefur ítarlega um matvörumarkaðinn og við Benjamín Julian, verkefnastjóra hjá Verðlagseftirliti ASÍ, sem segir okkur meðal annars hvaða matvara er að hækka eða lækka á þessari stundu.
Hvað eiga CocaCola, tölvuframleiðandinn HP, lyfjafyrirtækið Teva, greiðslumiðlunin Rapyd og Sodastream sameiginlegt. Allt eru þetta fyrirtæki sem hópur fólks sniðgengur vegna tengsla þeirra við Ísrael. Hólmfríður Jónsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir frá íslensku sniðgönguhreyfingunni koma í heimsókn í síðari hluta þáttar og ræða um íslensku sniðgönguhreyfinguna, sem var sett á stofn fyrir um áratug síðan, en hefur sjaldan verið eins fyrirferðarmikil og í dag.
Tónlist úr þættinum:
PATTI SMITH - Free Money.
BIG THIEF - Change.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Bergur Thomas Anderson lék með óteljandi hljómsveitum á sinni tíð, en sneri sér síðan að mynd- og hljóðlistarrannsóknum. Á síðustu árum hefur hann beint sjónum að því hvernig sögur eru sagðar með tónlist og gefið út tónverk sem sækja hugmyndir í ýmsar áttir og spegla fortíð, nútíð og framtíð.
Lagalisti:
Unisong - Katrina's Song
Óútgefið - Fathertongue
Nightime Transmissions - Architect, Composer & the 600 year old echo
Uu-ee-uu / Noo-me - Noo-me
Unisong - IWTMAB
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Eins og venjulega þegar um fyrsta þátt ársins er að ræða lýkur honum á því að lokalag þáttarins er leikið í fullri lengd, Adagio í g-moll eftir Remo Giazotto, þó oft sé það kennt tónskáldinu Albinoni. Fram að því les umsjónarmaður úr sannkallaðri tröllasögu, Illugasögu Tagldarbana, en hún var skrifuð í stíl Íslendingasagna en sennilega nokkrum öldum á eftir þeim. Ekki skortir viðburði því tröll, forynjur og skrímsli leggja hvert af öðru snörur sínar fyrir hinn hugprúða Illuga.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í Glerhúsinu stendur nú yfir sýning sem ber titilinn Óminnissafnið - varðveislu- og rannsóknardeild. Þar sýnir myndlistarmaðurinn Unnar Örn Auðarson afrakstur vangaveltna um tilraunir okkar til að skjalfesta tímann með söfnun og skrásetningu á upplýsingum úr umhverfi og samfélagi. Við hittum Unnar Örn í þætti dagsins. Við heyrum einnig bókarýni en að þessu sinni rýnir Gréta Sigríður EInarsdóttir í skáldsöguna Moldin heit, eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur, en sú bók hefur verið tilnefnd bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. En við hefjum þáttinn á því að kynna okkur leikverkið Ifigenía í Ásbrú sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói í næstu viku. Verkið er einleikur og upprunalegur titill þess er Iphigenia in Splott en þær Anna María Tómasdòttir leikstjóri og Þórey Birgisdóttir leikkona þýddu og staðfærðu verkið fyrir íslenska sviðið.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Þetta helst um hraðan vöxt tískumerkisins Metta-sport hér á Íslandi. Við veltum fyrir okkur tísku, kósígöllum og áhrifavöldum.
Björn Þorfinnsson, skákáhugamaður og ritstjóri DV ræðir stöðu Magnúsar Carlsen í skákheiminum. Á dögunum var honum vísað af móti fyrir að vera í gallabuxum.
Ásgerður Júníusdóttir, söngkona, hjálpaði Bill Skarsgård að verða Orlok-greifi í kvikmyndinni Nosferatu. Hún segir frá því hvernig þau þjálfuðu rödd Bill þannig að honum tókst að lækka hana um áttund og túlka vampíruna sem er meira en þúsund ára gömul.
Fréttir
Fréttir
Borgarstjórn samþykkti í dag að gera stjórnsýsluúttekt á aðdraganda þess að umdeilt vöruhús var reist rétt fyrir utan glugga fjölbýlishúss í Breiðholti. Íbúi segir það gott fyrir framtíðina en ekki hjálpa í þessu máli.
Utanríkisráðherra er stödd í Úkraínu í vinnuheimsókn um þessar mundir og fundaði meðal annars með utanríkisráðherra Úkraínu í dag. Hún segir ekki ástæðu til halda að Donald Trump muni hafa slæm áhrif á þróun stríðsins.
Tundurdufl fannst í veiðarfærum í skuttogaranum Björgu EA fyrir hádegi í morgun þegar skipið kom til hafnar á Akureyri. Hluti hafnarinnar, nærri Útgerðarfélagi Akureyringa, var rýmdur og lögregla kom upp lokunarpóstum sitthvoru megin við skipið
Hátt á þriðja þúsund hagræðingartillögur hafa borist frá almenningi eftir ákall forsætisráðherra. Gervigreind verður meðal annars notuð til að flokka tillögurnar og vinna úr þeim.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um að fram fari stjórnsýsluúttekt á skipulagsferlinu í kringum græna vöruhúsið við Álfabakka 2 sem byrgir íbúum við Árskóga sjö sýn. Forstjóri Haga er bjartsýnn á að málið leysist.
Daglega berast fréttir af því að Rússar hafi sölsað undir sig fleiri þorp, fleiri bæi og meira land í austanverðri Úkraínu, eyðilagt þar orkuinnviði og varpað sprengjum á hinar ýmsu úkraínsku borgir og bæi fjarri víglínunni, þar á meðal höfuðborgina. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við háskólann á Akureyri, um stöðuna í landinu.
Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Í fyrsta þætti er Disney teiknimyndin um Öskubusku frá 1950 rifjuð upp, en hún kom út í íslenskri talsetningu um það bil 40 árum seinna. Einnig verður franska útgáfa sögunnar sem Charles Perrault skráði árið 1697 skoðuð.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Zurich Sing-Akademie kórsins og B'Rock barrokksveitarinnar sem fram fóru á Beethovenhátíðinni í Bonn, 8. september sl.
Á efnisskrá er Missa Solemnis i D-dúr op. 123 eftir Ludwig van Beethoven.
Einsöngvarar: Birgitte Christensen, Sophie Harmsen, Johannes Weisser og Thomas Walker.
Stjórnandi: René Jacobs.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Bera íslenskar matvöruverslanir hag neytenda fyrir brjósti eða ráða gróðasjónarmið þeirra einfaldlega ríkjum? Og hvernig koma boðaðar verðhækkanir á matvöru fram á nýju ári og geta neytendur fylgst með því hvaða verslun er raunverulega að selja ódýrasta matinn? Við ætlum að ræða hækkanir á matvöruverði, mikinn hagnað matvöruverslanakeðja hér á landi undanfarin ár og hegðun þeirra gagnvart neytendum, við Aðalstein Kjartansson, rannsóknarblaðamann á Heimildinni, sem skrifað hefur ítarlega um matvörumarkaðinn og við Benjamín Julian, verkefnastjóra hjá Verðlagseftirliti ASÍ, sem segir okkur meðal annars hvaða matvara er að hækka eða lækka á þessari stundu.
Hvað eiga CocaCola, tölvuframleiðandinn HP, lyfjafyrirtækið Teva, greiðslumiðlunin Rapyd og Sodastream sameiginlegt. Allt eru þetta fyrirtæki sem hópur fólks sniðgengur vegna tengsla þeirra við Ísrael. Hólmfríður Jónsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir frá íslensku sniðgönguhreyfingunni koma í heimsókn í síðari hluta þáttar og ræða um íslensku sniðgönguhreyfinguna, sem var sett á stofn fyrir um áratug síðan, en hefur sjaldan verið eins fyrirferðarmikil og í dag.
Tónlist úr þættinum:
PATTI SMITH - Free Money.
BIG THIEF - Change.
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Í upphafi árs, á þeim tímamótum, skoðum við gjarnan stöðuna á ýmsu, það eru vörutalningar, hvernig er formið? Eftir jólin og veislurnar endurskoðum við jafnvel mataræðið. Samtök grænkera á Íslandi standa fyrir Veganúar í janúar. Það er dagskrá af því tilefni allan þennan mánuð og við fengum nýjan formann samtakanna, Aldísi Amah Hamilton til að koma og segja okkur meira frá veganúar.
„Á Vestfjörðum, í afskekktri verbúð á 19. öld, þarf Eva ung ekkja, að taka erfiða ákvörðun þegar erlent seglskip strandar í firðinum,“ segir í lýsingu á myndinni The Damned, sem er sálfræðitryllir innblásin af íslenskri þjóðtrú og stórbrotinni náttúru. Myndin hefur fengið frábærar viðtökur eftir frumsýningu sína í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar í fullri lengd en hann skrifaði söguna ásamt handrits höfundinum Jamie Hannigan. Þórður kom í þáttinn í dag.
Veðrið leikur alltaf stórt hlutverk í lífi okkar Íslendinga og á því er engin breyting í dag. Heimsókn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings er kærkomin annan hvern þriðjudag og í dag kom hann með smá viðbót við veðuruppgjör síðasta árs þar sem hann skoðar ástæður fyrir því hvað 2024 var kalt. Svo ræddi hann um ísinn á Þingvallavatni og umskipti í veðurspánni framundan.
Tónlist í þættinum:
Stóð ég út í tunglsljósi / Björgvin Halldórsson (lagahöfundur ókunnur, texti Heine Heinrich, íslenskur texti Jónas Hallgrímsson)
Landíbus með jökri (Nú hvaða hvaða?) / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)
Sjáumst aftur / Páll Óskar Hjálmtýsson (Orlande de Lassus, texti Páll Óskar Hjálmtýsson)
Never Going Back / Fleetwood Mac (Lindsey Buckingham & Christine McVie)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Þetta helst um hraðan vöxt tískumerkisins Metta-sport hér á Íslandi. Við veltum fyrir okkur tísku, kósígöllum og áhrifavöldum.
Björn Þorfinnsson, skákáhugamaður og ritstjóri DV ræðir stöðu Magnúsar Carlsen í skákheiminum. Á dögunum var honum vísað af móti fyrir að vera í gallabuxum.
Ásgerður Júníusdóttir, söngkona, hjálpaði Bill Skarsgård að verða Orlok-greifi í kvikmyndinni Nosferatu. Hún segir frá því hvernig þau þjálfuðu rödd Bill þannig að honum tókst að lækka hana um áttund og túlka vampíruna sem er meira en þúsund ára gömul.
Útvarpsfréttir.
Birna Þórisdóttir næringarfræðingur ræðir við okkur um næringu barna og norræn viðmið.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Bjarni Benediktsson tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður og að hann taki ekki sæti á þingi. Við ræðum þessi tíðindi og stöðu flokksins við tvo flokksmenn, Árna Helgason, sem er nú fyrsti varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi, og Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur, borgarfulltrúa.
Hvergi í Evrópu þurfa ökumenn að bíða lengur í umferðinni en í Lundúnum, þar sem meðalbiðtíminn var 101 klukkustund í fyrra samkvæmt greiningarfyrirtækinu Inrix. Þar á eftir koma borgirnar París og Dublin. Við ætlum að ræða þessi mál og setja í innlent samhengi og samanburð með Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, en við ræðum einnig eldsneytisverðið sem hefur verið til umfjöllunar.
Sævar Helgi Bragason um fréttir úr heimi vísindanna.
Jóhann Már Helgason, sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum úttekt Viðskiptablaðsins á launahæstu íslensku atvinnumönnunum - en þar kom til að mynda fram að landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson fái tæpan milljarð í árslaun hjá Al-Orobah í Sádi-Arabíu.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Ný tónlist, eldri tónlist, Debbie Harry áttræð í sumar og plata vikunnar, Afturábak.
Einsmellungar og smellaeltar voru á sínum stað eftir hádegisfrétta yfirlitið, hljómsveitin Freakpower.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-07
HELGI JÚLÍUS & VALDIMAR GUÐMUNDSSON - Þú ert mín.
KACEY MUSGRAVES - Slow Burn.
Blondie - Atomic.
Adu, Sade - Young Lion.
HJALTALÍN - Stay by You.
EVERYTHING BUT THE GIRL - Missing (Todd Terry Club Remix).
Lacey, Yazmin - The Feels.
KINGS OF LEON - Sex On Fire.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, Logi Pedro Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
Nýdönsk - Hálka lífsins.
ENSÍMI - Aukalíf.
HJÁLMAR - Taktu þessa trommu.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
Fat Dog - Peace Song.
ELÍN HALL - Vinir.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.
YEAH YEAH YEAHS - Maps.
Charli XCX - 360.
KATE BUSH - Babooshka.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Dr. Dre, Snoop Dogg - Thank You (Clean).
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Sönn Ást.
Tears for Fears - Say Goodbye To Mum And Dad.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Get Up Stand Up.
PRINS PÓLÓ - Málning þornar.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
STARDUST - Music sounds better with you.
PRINCE - I wanna be your lover.
KUSK & ÓVITI - Morgun.
Aron Can - Monní.
KASABIAN - The Wall.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
Milkywhale - Breathe In.
JESUS JONES - Right here, right now.
Sigur Rós - Brennisteinn.
Hildur - Afturábak.
Bríet - Takk fyrir allt.
JOSÉ GONZALEZ - El Invento.
EGÓ - Móðir.
Einsmellir og smellaeltar - Freakpower - Turn On, Tune In, Cop Out
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður félags framhaldsskólakennara hefur áhyggjur af því hversu lítið miðar í kjaraviðræðum kennara. Verkföll eru boðuð aftur í byrjun febrúar.
Að minnsta kosti 95 fórust í hörðum jarðskjálfta í Tíbet í nótt. Skjálftinn fannst á Indlandi og í Nepal.
Formaður Flokks fólksins segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að taka ekki sæti á þingi hafi komið á óvart. Hún hlakkaði til að takast á við Bjarna í stjórnarandstöðu.
Forseti Frakklands og borgarstjóri Parísar voru meðal þeirra sem minntust í morgun árásarinnar á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Tveir vígamenn myrtu tólf starfsmenn þar í janúar 2015. Fleiri hermdarverk fylgdu í kjölfarið í Frakklandi.
Umhverfisráðherra segist hafa áhyggjur af minni sölu rafbíla, en telur ekki rétt að afnema virðisaukaskatt af þeim á ný. Verið sé að skoða hvernig styrkir til kaupa á rafbílum dreifast eftir tekjum.
Fyrsti leiðangur til loðnurannsókna á þessu ári er áformaður öðru hvoru megin við næstu helgi. Skip Hafrannsóknastofnunar heldur þá austur fyrir land og fleiri skip bætast í hópinn þegar líður á mánuðinn.
Donald Trump yngri er á leiðinni til Grænlands. Heimsókn hans þykir athyglisverð í ljósi áhuga föður hans, og verðandi Bandaríkjaforseta, á að kaupa Grænland.
Aron Pálmarsson er meiddur á kálfa og leikur ekki með Íslandi í riðlakeppni HM í handbolta. Landsliðsþjálfarinn reiknar ekki með Aroni fyrr en í fyrsta lagi í milliriðlakeppninni.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi Gunnars stýrði þætti dagsins. Árni Matt fór undir yfirborðið.
Spiluð lög:
SYSTUR - Furðuverur.
STUÐMENN - Úfó.
CAKE - Never there.
Fontaines D.C. - Favourite.
NEW ORDER - Regret.
THE SMITHS - Stop Me If You Think You've Heard This One Before.
ELECTRONIC - Getting Away With It.
PET SHOP BOYS - Suburbia.
TODMOBILE - Stúlkan.
EMMSJÉ GAUTI OG FJALLABRÆÐUR - Bensínljós.
GRACIE ABRAMS - I Love You, I'm Sorry,
GRACIE ABRAMS - That's So True.
LENNY KRAVITZ - Honey.
COLDPLAY - Adventure Of A Lifetime.
DR. GUNNI - Öll slökkvitækin.
10CC - Good morning judge.
BEATLES - Drive My Car.
14.00 til 16.00
FRUMBURÐUR OG DANIIL- Bráðna.
SINEAD O CONNOR - Mandinka.
PRINCE- Nothing Compares 2 U.
JÚNÍUS MEYVANT - Hailslide.
LABI SIFFRE- Bless the Telephone.
Einar Lövdahl - Um mann sem móðgast.
Árný Margrét - I miss you, I do.
BENSON BOONE - Beautiful Things.
Soffía Björg - Draumur að fara í bæinn.
Addison Rae - Diet Pepsi.
BRÍET, UNNSTEINN OG LOGI - Íslenski draumurinn.
NÝDÖNSK - Hálka lífsins.
HILDUR - Dúnmjúk.
HURTS - Stay.
KUSK & ÓVITI - Elsku vinur.
CHARLEY CROCKETT - Solitary Road.
HJÁLMAR- Vor.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Mr. Blue Sky.
ROSÉ OG BRUNO MARS - APT..
BUBBI - Dansaðu.
IÐUNN EINARS- Sameinast.
BLUR - Charmless Man.
SNORRI HELGASON - Haustið '97.
Amor Vincit Omnia - 100.000 km/klst.
CHIC - Good times.
Ásdís - Flashback.
GLOWIE & STONY - No More.
Rannsóknasetur skapandi greina í samstarfi við CCP býður í samtal um skapandi greinar á fimmtudaginn í húsakynnum CCP. Yfirskrift fundarins er Skapandi aðferðafræði. Steinunn Hauksdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknarsetri skapandi greina leit við hjá okkur á eftir.
Valdimar Víðisson tók við sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar nú um áramótin og hann kom í heimsókn til okkar, fékk sér kaffibolla og ræddi um hvernig honum lítist á nýja starfið.
Í hádeginu hófst fundur í borgarstjórn þar sem meðal annars átti að ræða grænu vöruskemmuna við Álfabakka. Íbúar sem búa í grennd við skemmuna höfðu ætlað að fjölmenna á fundinn og á línunni hjá okkur var Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er í opinberi heimsókn í Úkraínu. Í morgun átti hún fund með Andrii Sybiha utanríkisráðherra landsins. Við heyrðum í Þorgerði Katrínu.
Þegar Donald Trump viðraði þá hugmynd sína að kaupa Grænland árið 2019 héldu flestir að um lélegann brandara væri um að ræða. Svo fóru danir heldur betur að ókyrrast þegar hann minntist aftur á þessa hugmynd fyrir áramót og nú er allt vitlaust í dönsku pressunni vegna heimsóknar Donald Trump yngri sem nú er staddur á Grænlandi. Blaðamaðurinn Elín Margrét Böðvarsdóttir er búsett í Danmörku og hefur fylgst náið með atburðarásinni. Við heyrðum í henni.
Fréttir
Fréttir
Borgarstjórn samþykkti í dag að gera stjórnsýsluúttekt á aðdraganda þess að umdeilt vöruhús var reist rétt fyrir utan glugga fjölbýlishúss í Breiðholti. Íbúi segir það gott fyrir framtíðina en ekki hjálpa í þessu máli.
Utanríkisráðherra er stödd í Úkraínu í vinnuheimsókn um þessar mundir og fundaði meðal annars með utanríkisráðherra Úkraínu í dag. Hún segir ekki ástæðu til halda að Donald Trump muni hafa slæm áhrif á þróun stríðsins.
Tundurdufl fannst í veiðarfærum í skuttogaranum Björgu EA fyrir hádegi í morgun þegar skipið kom til hafnar á Akureyri. Hluti hafnarinnar, nærri Útgerðarfélagi Akureyringa, var rýmdur og lögregla kom upp lokunarpóstum sitthvoru megin við skipið
Hátt á þriðja þúsund hagræðingartillögur hafa borist frá almenningi eftir ákall forsætisráðherra. Gervigreind verður meðal annars notuð til að flokka tillögurnar og vinna úr þeim.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um að fram fari stjórnsýsluúttekt á skipulagsferlinu í kringum græna vöruhúsið við Álfabakka 2 sem byrgir íbúum við Árskóga sjö sýn. Forstjóri Haga er bjartsýnn á að málið leysist.
Daglega berast fréttir af því að Rússar hafi sölsað undir sig fleiri þorp, fleiri bæi og meira land í austanverðri Úkraínu, eyðilagt þar orkuinnviði og varpað sprengjum á hinar ýmsu úkraínsku borgir og bæi fjarri víglínunni, þar á meðal höfuðborgina. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við háskólann á Akureyri, um stöðuna í landinu.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson