Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Íslenska eftirlaunakerfið er varðað skerðingaákvæðum; í því er lítið svigrúm fyrir aðrar tekjur þótt lágar séu. Fyrir fáeinum árum var látið reyna á skerðingarnar - eða tilteknar skerðingar - fyrir dómstólum en kærendur fóru bónleiðir til búðar. Á dögunum ákvað Mannréttindadómstóll Evrópu að taka málið til efnismeðferðar. Þetta er snúið allt saman en Þorbjörn Guðmundsson, margreyndur úr verkalýðsbaráttu og lífeyrismálum, þekkir málið vel; hann kom til okkar.
Borgþór Arngrímsson fjallaði um dönsk málefni. Grænland var efst á blaði í dag en sem kunnugt er ásælist Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, þessa langstærstærstu eyju á jörðinni, og sonur hans gerði þar stuttan stans í gær.
Við ræddum við Katrínu Sigurjónsdóttir, sveitarstjóra Norðurþings, sem horfir nokkuð bjartsýn til ársins framundan. Fjöldi skemmtiferðaskipa hefur þegar boðað komu sína, íbúum hefur fjölgað og framkvæmdir framundan.
Tónlist:
Elvis Presley - Blue moon.
Elvis Presley - Suspicious minds.
Elvis Presley - Always on my mind.
Kim Larsen og Kjukken - Tak for alt i det gamle år.
Elvis Presley - Can't help falling in love.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Okkar daglega líf felur oftast í sér að vera í kringum annað fólk, hvort sem það er á vinnustað, í námi, á meðal fjölskyldu og vina eða einfaldlega ókunnugra í ýmsum aðstæðum. Í öllum tilvikum þar sem við erum að umgangast annað fólk, hvort sem við eigum í beinum samskiptum við það eða ekki, þá reynir á mörkin okkar. Sumir eru með skýr mörk á meðan aðrir eru markalausir. Sumir virða mörk annarra á meðan aðrir gera það ekki. Þetta er áhugaverð umræða því öll viljum við að mörkin okkar séu virt en setjum við öðrum mörk og hvað þýðir það? Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hefur mikla reynslu af því að hjálpa öðrum á sviði meðvirkni og að setja mörk, hann kom í þáttinn í dag.
Elvis Presley fæddist á þessum degi árið 1935, hann hefði því orðið 90 ára í dag ef hann hefði lifað. Sigurbjörn Arnar Jónsson er mikill áhugamaður um Elvis og ævi hans. Sigurbjörn kom fram á 10. áratug síðustu aldar í gervi Elvis, meðal annars þrisvar í sjónvarpinu. Við fengum Sigurbjörn í þáttinn í dag til að segja okkur frá Elvis Presley, ferlinum og lífi hans og af hverju hann varð svona mikill aðdáandi.
Tónlist í þættinum:
Ég vil fá mér kærustu / Hjálmar (lagahöfundur ókunnur, texti Indriði Einarsson)
Heimförin / Ásgeir Trausti og Sinfóníuhljómsveit Íslands (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)
Suspicuous Minds / Elvis Presley (Mark James)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Neyðarástand er í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem skógareldar breiddust út í gær á ógnarhraða. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín.
Matvælastofnun hefur áhyggjur af því að skætt afbrigði fuglaflensu berist í spendýr hér á landi, bæði í villt dýr og húsdýr á borð við hunda og ketti. Tíu vikna kettlingur drapst fyrir nokkrum vikum úr veirunni.
Veitingastaðurinn Flame þarf að greiða starfsfólki þrjár og hálfa milljón, auk dráttarvaxta til leiðréttingar á vangoldnum launum, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness. Formaður Matvís, sem rak málið fyrir dómi, segir þetta fullnaðarsigur og staðfesta túlkun félagsins á kjarasamningum.
Lögregla og tollur lögðu hald á metmagn maríjúana í fyrra, yfir 283 kíló. Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir að þetta hafa náðst í fáum en stórum málum, og þeim fari fjölgandi.
Næsti kanslari Austurríkis gæti komið úr Frelsisflokknum, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum. Leiðtogi flokksins er með umboð til stjórnarmyndunar. Viðræður annarra flokka sigldu í strand um helgina.
Dómsmálaráðherra ætlar að funda með ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara á allra næstu dögum og segir að langvarandi deilur þeirra skaða hagsmuni almennings.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum saka RSF-herinn í Súdan um þjóðarmorð og beita leiðtoga hans viðskiptaþvingunum. Tæp tvö ár eru síðan landið steyptist í blóðugt borgarastríð.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fjallað um kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á 1500 tonna kvóta útgerðarfyrirtækisins Þórsbergs á Tálknafirði fyrir 7,5 milljarða króna.
Þórsberg er stærsta útgerðin á Tálknafirði og önnur stærsta útgerðin í Vesturbyggð, aðeins Oddi hf. á Patreksfirði er stærri.
Hvaða áhrif má áætla að þessi viðskipti með aflaheimildir Þórsbergs muni hafa fyrir sveitarfélagið?
Rætt er við Gerði Björk Sveinsdóttur, bæjarstjóra í Vesturbyggð, Halldór Árnason, sjómann á Patreksfirði, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Guðmund Kristjánsson útgerðarmann.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Um fimm sinnum í viku heyja fjölmargir foreldrar baráttu við að fá börnin sín til að lesa. Heimalestur er útbreidd hefð á Íslandi, þar sem börn eru látin lesa upphátt fyrir foreldra sína í fimmtán mínútur í senn, allt að fimm sinnum í viku. Þetta er hluti af ábyrgð foreldra í lestrarkennslu barna, en hvernig hefur þetta fyrirkomulag reynst foreldrum og börnum? Hafa allir foreldrar í raun og veru korter til að sinna lestrarþjálfun? Gæti fyrirkomulagið aukið ójöfnuð milli nemenda? Gæti það rænt börnum lestrargleði? Þetta eru spurningar sem Anna Söderström, doktorsnemi við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, svarar í nýrri fræðigrein. Við ræðum við Önnu um heimalestur, kosti hans og galla, og ýmislegt fleira.
Áfallahjálp hefur staðið Grindvíkingum sem misstu heimili sín vegna eldsumbrota árið 2023 til boða frá því í byrjun síðasta sumars og hafa hundruð þeirra nýtt sér þjónustuna. En var of seint brugðist við að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga í hamförunum og gengu önnur verkefni fyrir sem snúa að verðmætabjörgun? Við ætlum að ræða við Jóhönnu Lilju Birgisdóttur, sálfræðing og framkvæmdastýru þjónustuteymis Grindvíkinga um áfallahjálpina sem nú er í boði, í hverju hún felst nákvæmlega og þyrfti e.t.v. að bjóða umfangsmeiri sálfræðiþjónustu til að koma til móts við þá sem misstu heimili sín á einni nóttu.
Svo fáum við Eddu Olgudóttur til okkar í Vísindaspjall, þar sem við ætlum að fara yfir vísindaárið 2024.
Tónlist úr þættinum
Elvis Presley - Any day now.
Spacestation - Í draumalandinu.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-08
Johnson, Robert - Cross road blues (take 1).
Jón Páll Bjarnason, Útlendingahersveitin, Árni Scheving, Pétur Östlund, Þórarinn Ólafsson, Árni Egilsson - Song of the gardeners.
Tómas R. Einarsson, Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðarson Tónlistarmaður, Gunnlaugur Briem Tónl., Gunnar Þórðarson, Eyþór Gunnarsson - Einu sinni á ágústkvöldi.
ADHD Hljómsveit - Síðasta bragð Geira.
Greer, Sonny, Hodges, Johnny, Carney, Harry, Taylor, Billy, Brown, Lawrence, Williams, Cootie, Ellington, Duke, Hodges, Johnny and his Orchestra - Jeep's blues.
Heath, Albert, May, Earl, Coltrane, John, Chambers, Paul, Byrd, Donald, Taylor, Art, Garland, Red, Hayes, Louis - Like someone in love.
Trichotomy - Forward motion.
Erskine, Peter, Jack Magnet Science - Ruptures.
Schmid, Stefan Karl, Hilmar Jensson, Duppler, Lars - Frá liðnu vori.
Guðmundur St. Steingrímsson Tónlistarm., Guðmundur Ingólfsson Tónlistarm., Árni Scheving, Viðar Alfreðsson - Three.
Armstrong, Louis, Longshaw, Fred, Smith, Bessie - St. Louis blues.
Robert Schumann (1810–1856) var eitt merkasta tónskáld nítjándu aldar. Hann er erkitýpa hins rómantíska snillings og sveiflaðist stöðugt á milli oflætis og deyfðar, ofsalegra afkasta og algjörs aðgerðaleysis. Draumur Schumanns um að verða konsertpíanisti rættist ekki, en fyrsta áratug tónsmíðaferils síns helgaði hann píanóinu alla krafta sína og voru 23 fyrst útgefnu tónverk hans samin fyrir einleikspíanó. Þar á meðal eru mörg af merkustu og þekktustu verkum sem skrifuð hafa verið fyrir hljóðfærið. Sex þeirra hljóma í þessari þáttaröð, öll samin á gríðarlega frjósömu fjögurra ára tímabili (1834–38) og þrungin persónulegum tilvísunum og táknum. Í þáttunum er ljósi varpað á þessi tengsl með brotum úr dagbókum og bréfum og sagt frá áhrifum ástarmála hins unga tónskálds á tilurð verkanna.
Umsjón: Halldór Hauksson.
Fyrri hluti ársins 1837 var erfiður tími í lífi Schumanns. „Myrkustu mánuðir ævi minnar,“ sagði hann sjálfur. 2. júlí þetta ár var hann viðstaddur tónleika ungs píanóleikara, Önnu Robenu Laidlaw, í Gewandhaus í Leipzig. Við það brast ritstíflan sem hrjáð hafði Schumann í marga mánuði og næstu daga flæddi tónlistin úr penna hans. Að hálfum mánuði liðnum var orðinn til bunki af stökum karakterstykkjum fyrir píanó sem Schumann nefndi einu nafni Fantasiestücke. Verkið kom út sem op. 12 í febrúar 1838 og varð strax vinsælt, ekki síst stormsveipurinn Aufschwung.
Lesari með umsjónarmanni er Jóhannes Ólafsson.
Bein útsending frá veitingu viðurkenninga úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, auk þess sem tilkynnt verður um styrkþega úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu. Rás 2 veitir Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi tónlistarflutning á árinu 2024 og tilkynnt verður um val á orði ársins að mati hlustenda og Stofnunar Árna Magnússonar.
Ávarp flytja Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Kynnir: Halla Harðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í gær og í dag hafa fjölmiðlar fjallað mikið um hugmyndir Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta um innlimun á Grænlandi inn í Bandaríki Norður Ameríku, annaðhvort með góðu eða illu. Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur kemur í Lestina og ræðir nýlenduhugmyndir, stóveldapólitík og framtíðina í alþjóðastjórnmálum.
Hermann Stefánsson rithöfundur flytur okkur pistil í Lestinni í dag, þetta er fyrsti pistilllinn í röð sem hann hefur gefið yfirskriftina Bíslagið. Hvað hugsar maður um í bíslagi? Það er spurning dagsins hjá Hermanni. Gömul klukka, dystópískur skáldskapur og draumar um veruleika koma meðal annars við sögu.
Við minnumst raftónlistarmannsins Árna Grétars Jóhannessonar, betur þekktur sem Futuregrapher, en í byrjun vikunnar bárust fréttir af sviplegu andláti hans.
Og við fögnum líka tveimur meisturum sem voru báðir fæddir þennan dag, 8. janúar, með tólf ára millibili.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þættinum fjöllum við um list og hvað það er.
Hvað er list og hvað er listamaður? Hvað er listin gömul? Hvað eru listgreinar? Þetta eru allt erfiðar spurningar sem er kannski ekki neitt eitt rétt svar við - en mjög gaman að velta fyrir sér.
Við heyrum einnig um nokkur listaverk sem vert er að þekkja.
Sérfræðingur þáttarins er: Guðni Tómasson
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum tónlistarhópanna Freiburger Barock Consort og Ensemble Recherche á Snemmtónlistarhátíðinni í Herne í Þýskalandi.
Á efnisskrá er danstónlist, gömul og ný, eftir Henry Purcell, David Lang, Antonio Bertali, Michael Gordon, Guillaume Conesson, Antonio Vivaldi, Georg Muffat og Donncha Dennehy. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Um fimm sinnum í viku heyja fjölmargir foreldrar baráttu við að fá börnin sín til að lesa. Heimalestur er útbreidd hefð á Íslandi, þar sem börn eru látin lesa upphátt fyrir foreldra sína í fimmtán mínútur í senn, allt að fimm sinnum í viku. Þetta er hluti af ábyrgð foreldra í lestrarkennslu barna, en hvernig hefur þetta fyrirkomulag reynst foreldrum og börnum? Hafa allir foreldrar í raun og veru korter til að sinna lestrarþjálfun? Gæti fyrirkomulagið aukið ójöfnuð milli nemenda? Gæti það rænt börnum lestrargleði? Þetta eru spurningar sem Anna Söderström, doktorsnemi við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, svarar í nýrri fræðigrein. Við ræðum við Önnu um heimalestur, kosti hans og galla, og ýmislegt fleira.
Áfallahjálp hefur staðið Grindvíkingum sem misstu heimili sín vegna eldsumbrota árið 2023 til boða frá því í byrjun síðasta sumars og hafa hundruð þeirra nýtt sér þjónustuna. En var of seint brugðist við að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga í hamförunum og gengu önnur verkefni fyrir sem snúa að verðmætabjörgun? Við ætlum að ræða við Jóhönnu Lilju Birgisdóttur, sálfræðing og framkvæmdastýru þjónustuteymis Grindvíkinga um áfallahjálpina sem nú er í boði, í hverju hún felst nákvæmlega og þyrfti e.t.v. að bjóða umfangsmeiri sálfræðiþjónustu til að koma til móts við þá sem misstu heimili sín á einni nóttu.
Svo fáum við Eddu Olgudóttur til okkar í Vísindaspjall, þar sem við ætlum að fara yfir vísindaárið 2024.
Tónlist úr þættinum
Elvis Presley - Any day now.
Spacestation - Í draumalandinu.
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Okkar daglega líf felur oftast í sér að vera í kringum annað fólk, hvort sem það er á vinnustað, í námi, á meðal fjölskyldu og vina eða einfaldlega ókunnugra í ýmsum aðstæðum. Í öllum tilvikum þar sem við erum að umgangast annað fólk, hvort sem við eigum í beinum samskiptum við það eða ekki, þá reynir á mörkin okkar. Sumir eru með skýr mörk á meðan aðrir eru markalausir. Sumir virða mörk annarra á meðan aðrir gera það ekki. Þetta er áhugaverð umræða því öll viljum við að mörkin okkar séu virt en setjum við öðrum mörk og hvað þýðir það? Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hefur mikla reynslu af því að hjálpa öðrum á sviði meðvirkni og að setja mörk, hann kom í þáttinn í dag.
Elvis Presley fæddist á þessum degi árið 1935, hann hefði því orðið 90 ára í dag ef hann hefði lifað. Sigurbjörn Arnar Jónsson er mikill áhugamaður um Elvis og ævi hans. Sigurbjörn kom fram á 10. áratug síðustu aldar í gervi Elvis, meðal annars þrisvar í sjónvarpinu. Við fengum Sigurbjörn í þáttinn í dag til að segja okkur frá Elvis Presley, ferlinum og lífi hans og af hverju hann varð svona mikill aðdáandi.
Tónlist í þættinum:
Ég vil fá mér kærustu / Hjálmar (lagahöfundur ókunnur, texti Indriði Einarsson)
Heimförin / Ásgeir Trausti og Sinfóníuhljómsveit Íslands (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)
Suspicuous Minds / Elvis Presley (Mark James)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í gær og í dag hafa fjölmiðlar fjallað mikið um hugmyndir Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta um innlimun á Grænlandi inn í Bandaríki Norður Ameríku, annaðhvort með góðu eða illu. Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur kemur í Lestina og ræðir nýlenduhugmyndir, stóveldapólitík og framtíðina í alþjóðastjórnmálum.
Hermann Stefánsson rithöfundur flytur okkur pistil í Lestinni í dag, þetta er fyrsti pistilllinn í röð sem hann hefur gefið yfirskriftina Bíslagið. Hvað hugsar maður um í bíslagi? Það er spurning dagsins hjá Hermanni. Gömul klukka, dystópískur skáldskapur og draumar um veruleika koma meðal annars við sögu.
Við minnumst raftónlistarmannsins Árna Grétars Jóhannessonar, betur þekktur sem Futuregrapher, en í byrjun vikunnar bárust fréttir af sviplegu andláti hans.
Og við fögnum líka tveimur meisturum sem voru báðir fæddir þennan dag, 8. janúar, með tólf ára millibili.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, verður gestur okkar í upphafi þáttar en stefnt að því að fyrsti leiðangur til loðnurannsókna á þessu ári hefjist um eða upp úr næstu helgi.
Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, kemur í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fjármál heimilisins.
Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, ræðir við okkur um aukinn áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi og öryggis- og varnarmál á norðurslóðum.
Við höldum áfram að ræða stöðuna í stjórnmálunum, í þetta skiptið við Ingibjörgu Isaksen, þingmann Framsóknar, og Guðbrand Einarsson, þingmann Viðreisnar.
Ljósufjöll halda áfram að bæra á sér. Í nótt varð jarðskjálfti af stærðinni 2,9 mældist við Grjótárvatn. Hvað vitum við um þetta kerfi og hvað gæti verið í vændum? Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði kemur til okkar.
Tryggvi Freyr Elínarson hjá Datera spjallar við okkur um breytingar sem Mark Zuckerberg kynnti á ritskoðun Meta í gær.
Tónlist:
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
Hljómar - Ég elska alla.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, Logi Pedro Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
Paul Simon- You Can Call Me Al.
Metronomy - The Look.
Sébastien Tellier - Divine.
Grace, Kenya - Strangers.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
90 ár frá fæðingu kóngsins! og Cher heitir Cheryl Sarkisian.... Stóru málin í dag
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-08
GRAFÍK - Tangó.
ELVIS PRESLEY - Viva Las Vegas.
Nýdönsk - Hálka lífsins.
NEW ORDER - Regret.
Hreimur - Þú birtist mér aftur.
PAUL WELLER - Wild Wood [Paul Weller Vs. Portishead Mix].
Ngonda, Jalen - Illusions.
Lacey, Yazmin - The Feels.
DODGY - Good Enough.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Adu, Sade - Young Lion.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
AMABADAMA - AI AI AI.
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
Saint Motel - My type.
Addison Rae - Diet Pepsi.
Amor Vincit Omnia - 100.000 km/klst.
LENNY KRAVITZ - Let Love Rule (80).
Young, Lola - Messy.
311 - Amber.
ROD STEWART - Do Ya Think I'm Sexy.
NOLEM - Hver á kött? ft. Kött Grá Pjé.
LAUFEY - Street by street.
NIGHTCRAWLERS - Push The Feeling On.
Rogers, Maggie - In The Living Room.
Bubbi Morthens - Aldrei Fór Ég Suður.
Fontaines D.C. - Favourite.
Abrams, Gracie - That's So True.
Demus, Chaka & Pliers, Radics, Jack & Taxi Gang - Twist & shout.
Júlí Heiðar, GDRN - Milljón tár.
Bríet - Sólblóm.
Jade - Fantasy.
FUN - We are Young.
LOVERBOY - Working for the Weekend (80).
Hildur - Dúnmjúk.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Heavy Heavy, The - Feel.
OFFBEAT - Stofustáss.
Marcagi, Michael - Scared To Start.
Ylja - Á rauðum sandi.
TAME IMPALA - Let It Happen.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Sycamore tree - Scream Louder.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Neyðarástand er í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem skógareldar breiddust út í gær á ógnarhraða. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín.
Matvælastofnun hefur áhyggjur af því að skætt afbrigði fuglaflensu berist í spendýr hér á landi, bæði í villt dýr og húsdýr á borð við hunda og ketti. Tíu vikna kettlingur drapst fyrir nokkrum vikum úr veirunni.
Veitingastaðurinn Flame þarf að greiða starfsfólki þrjár og hálfa milljón, auk dráttarvaxta til leiðréttingar á vangoldnum launum, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness. Formaður Matvís, sem rak málið fyrir dómi, segir þetta fullnaðarsigur og staðfesta túlkun félagsins á kjarasamningum.
Lögregla og tollur lögðu hald á metmagn maríjúana í fyrra, yfir 283 kíló. Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir að þetta hafa náðst í fáum en stórum málum, og þeim fari fjölgandi.
Næsti kanslari Austurríkis gæti komið úr Frelsisflokknum, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum. Leiðtogi flokksins er með umboð til stjórnarmyndunar. Viðræður annarra flokka sigldu í strand um helgina.
Dómsmálaráðherra ætlar að funda með ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara á allra næstu dögum og segir að langvarandi deilur þeirra skaða hagsmuni almennings.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum saka RSF-herinn í Súdan um þjóðarmorð og beita leiðtoga hans viðskiptaþvingunum. Tæp tvö ár eru síðan landið steyptist í blóðugt borgarastríð.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við töluðum við Hildi Björns oddvita Sjálfstæðiflokksins í borginni í gær en þá var málefni grænu vöruskemmunnar við Álfabakka tekið fyrir á borgarstjórnarfundi. Íbúar Árskóga fjölmenntu á fundinn en auk þess er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2. Síðast þegar við tékkuðum höfðu 1700 manns skrifað undir. Kristján Hálfdánarson formaður Búsetufélagsins Árskógum 7 en hann er einn þeirra sem stendur að listanum.
Önnur sería af Missi er að fara í loftið hjá Sjónvarpi Símans. Missir eru þættir þar sem fjallað er um hvernig er að missa ástvini, sorgarúrvinnslu, hvernig fólk hefur unnið sig í gegnum áföll og eignast gott og hamingjusamt líf. Það er Republik sem framleiðir þættina og í dag koma Reynir Lyngdal leikstjóri og Ína Sigurðadóttir frá Sorgarmiðstöðinni til að segja okkur betur frá.
Kalli Örvars ætlar að gefa út eitt lag í mánuði út þetta ár, semsagt tólf lög í heildina. Við heyrðum í Kalla á eftir en hann á afmæli í dag svo við treystum á að hann sé einstaklega léttur á því í tilefni dagsins.
Einar Skúlason göngugarpur er alltaf að hvetja fólk til að fara út að ganga og nú í ársbyrjun ætlar Einar að ganga á Úlfarsfellið á morgun en með smá tvisti. Meira um það síðar.
Hvernig er hægt að nýta tæknina til að styrkja og bæta heilbrigðiskerfið á tímum mikilla áskorana? Og hvernig er hægt að leysa mönnunarvanda í velferðarþjónustu framtíðarinnar? Þetta eru meðal spurninga sem verður leitað svara við á ráðstefnunni Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu sem Icepharma velferð stendur fyrir á Grand Hótel, á morgun, fimmtudaginn 9. janúar.
Er Grænland til sölu ? Um þetta verður spurt á hádegisfundi alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands en eins og komið hefur fram í fréttum hefur verðandi forseti Bandaríkjanna verið opinn með ósk sína um að kaupa Grænland af Dönum. Pia Hansson sem er forstöðumaður alþjóðamálastofnunarinnar er hingað komin.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.