Mannlegi þátturinn

Veganúar, hryllingsmynd Þórðar og veðurspjallið með Einari

Í upphafi árs, á þeim tímamótum, skoðum við gjarnan stöðuna á ýmsu, það eru vörutalningar, hvernig er formið? Eftir jólin og veislurnar endurskoðum við jafnvel mataræðið. Samtök grænkera á Íslandi standa fyrir Veganúar í janúar. Það er dagskrá af því tilefni allan þennan mánuð og við fengum nýjan formann samtakanna, Aldísi Amah Hamilton til koma og segja okkur meira frá veganúar.

„Á Vestfjörðum, í afskekktri verbúð á 19. öld, þarf Eva ung ekkja, taka erfiða ákvörðun þegar erlent seglskip strandar í firðinum,“ segir í lýsingu á myndinni The Damned, sem er sálfræðitryllir innblásin af íslenskri þjóðtrú og stórbrotinni náttúru. Myndin hefur fengið frábærar viðtökur eftir frumsýningu sína í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar í fullri lengd en hann skrifaði söguna ásamt handrits höfundinum Jamie Hannigan. Þórður kom í þáttinn í dag.

Veðrið leikur alltaf stórt hlutverk í lífi okkar Íslendinga og á því er engin breyting í dag. Heimsókn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings er kærkomin annan hvern þriðjudag og í dag kom hann með smá viðbót við veðuruppgjör síðasta árs þar sem hann skoðar ástæður fyrir því hvað 2024 var kalt. Svo ræddi hann um ísinn á Þingvallavatni og umskipti í veðurspánni framundan.

Tónlist í þættinum:

Stóð ég út í tunglsljósi / Björgvin Halldórsson (lagahöfundur ókunnur, texti Heine Heinrich, íslenskur texti Jónas Hallgrímsson)

Landíbus með jökri (Nú hvaða hvaða?) / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)

Sjáumst aftur / Páll Óskar Hjálmtýsson (Orlande de Lassus, texti Páll Óskar Hjálmtýsson)

Never Going Back / Fleetwood Mac (Lindsey Buckingham & Christine McVie)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

7. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,