Mannlegi þátturinn

Namaste á Hrafnistu, fjármálin á mannamáli og Andrea lesandi vikunnar

Á Hrafnistu hefur verið innleidd hugmyndafræði sem er kölluð Namaste nálgun. Þessi nálgun er hugsuð sem hlýleg og róleg stund með það markmiði bæta vellíðan íbúa, draga úr óróleika og gefa starfsfólki verkfæri til nálgast íbúa af nærgætni og kærleika. Namaste nálgun var upprunalega hugsuð fyrir fólk með langt gengna heilabilun en reynslan sýnir Namaste stund hentar í raun öllum íbúum á hjúkrunarheimilum vegna þess hversu auðvelt það er sníða það persónulegum þörfum hvers og eins. Sunnefa Lindudóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri Hrafnistu Skógarbæ, heldur utan um verkefnið sem hún sagði okkur nánar frá í dag.

Næstu mánudaga ætlum við Georg Lúðvíksson sérfræðing í heimilisfjármálum til þess koma í fjármálasamræður sem mætti kalla fjármálin á mannamáli. Þar ætlar Georg, í samtali við okkur, fræða okkur um hinar ýmsu hliðar á fjármálum, sérstaklega sem snúa okkar daglega lífi. lánamálin, skattar, vextir, lífeyrismál, sparnaður og ýmislegt fleira. Við kynntumst Georgi í dag og ræddum við hann um heimilisbókhaldið, koma sér í fjárhagslegt form og fleira í dag.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Andrea Diljá Edwinsdóttir meistaranemi í þjóðfræði. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Andrea talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

All Fours e. Miranda July

Dalalíf e. Guðrún frá Lundi

Aðventa e. Gunnar Gunnarsson

Surfacing e. Margaret Atwood

The Year of Magical Thinking e. Joan Didion

Úr djúpunum e. Oscar Wilde

Tónlist í þættinum:

Janúar / Karl Olgeirsson (Karl Olgeirsson)

You Can’t Make Old Friends / Kenny Rogers og Dolly Parton (King, Schlitz & Smith)

Unforgettable / Nat King Cole (Irwing Gordon)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

6. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,