Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Bjarni Þór Bjarnason flytur.
Séra Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum ræðir í þessum þáttum við konur sem bjuggju á prestssetrum víðs vegar um landið á síðustu öld. Í viðtölum við konurnar sem flestar eru ekkjur presta, kemur fram mynd af íslenska dreifbýlinu um miðja 20. Öldina. Hægt er að nálgast þættina á hlaðvarpi Ríkisútvarpsins.
Rætt er við Hönnu Pálsdóttur, fyrrverandi útibússtjóra hjá Búnaðarbankanum. Hún segir frá uppvexti sínum á prestssetrinu á Skinnastað í Öxarfirði og lítillega frá því þegar hún var prestskona séra Jóns Bjarmans í Laufási við Eyjafjörð.
Umsjón: Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum.
Aðstoð við dagskrárgerð Ævar Kjartansson.
Stef þáttarins er Sælir eru þeir eftir Inga T. Lárusson, leikið af Kristínu Axelsdóttur í Grímstungu á Hólsfjöllum.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður fjallað um tvö tónverk sem byggð eru á sögunni „Risinn eigingjarni" (The Selfish Giant) eftir Oscar Wilde. Sagan kom út í bók árið 1888 og fjallar um risa sem á fallegan blómagarð. Hann vill ekki lofa börnum að leika sér í honum og byggir múrvegg í kringum garðinn. En þegar börnin hætta að koma í garðinn vill vorið ekki koma þangað heldur svo veturinn ríkir stöðugt í garði risans. Dag einn gerist nokkuð sem kemur risanum á óvart og breytir afstöðu hans. Tónverkin tvö, sem byggð eru á sögunni, eru eftir Penelope Thwaites og Eric Coates. Verk Thwaites er frá árinu 1968, en verk Coates frá árinu 1925. Í þættinum verða lesin brot úr sögu Wildes í þýðingu eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesari er Guðni Tómasson.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Rætt er við Gunnar Árnason, fyrrverandi kaupmann á Akureyri. Hann segir frá sumrinu 1940 þegar hann fór á síldveiðar á báti frá Ólafsfirði sem faðir hans átti hlut í. Fyrst segir frá atviki þegar nokkrir félagar sem munstraðir höfðu verið á sjóinn voru að æfa sig í róðri og björgunarstörfum í firðinum og stórar öldur komu skyndilega og hvolfdu bátnum. Þrír fórust og lík eins þeirra fannst aldrei. Þetta aftraði Gunnari þó ekki frá því að fara á sjóinn þetta sumar. Hann segir frá landlegum og ýmsum atvikum á Raufarhöfn, sundspretti í vatnsbóli Raufarhafnarbúa, einnig ýmsu skondnu sem kom fyrir um borð, til dæmis hvað skipsfélögunum þótti skrýtið að sjá Gunnar tannbursta sig, atviki þegar sótt var vatn í land á Skálum á Langanesi, einnig landlegu á Skagaströnd og fleiru. Umsjón: Pétur Halldórsson
Veðurstofa Íslands.
Fyrir 20 árum lét Atli Fannar Bjarkason sig dreyma um að starfa á fjölmiðlum. Hann flutti til Reykjavíkur með báðar hendur tómar og fékk tækifæri til að skrifa í dagblöð, ritstýra tímaritinu Monitor og koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Hann flutti líka fréttainnslög í Vikunni með Gísla Marteini og stofnaði sinn eigin fjölmiðil, Nútímann sem hann tengist ekkert í dag.
Draumurinn rættist sem sagt en þegar hann horfir til baka sér hann að á þessum tíma hafi hann oft verið með bölvuð leiðindi við fólk sem átti það ekkert endilega skilið. Í þessum þáttum hittir hann þetta fólk og leggur spilin á borðið.
Umsjón: Atli Fannar Bjarkason.
Þarna heyrum við Ásgeiri Kolbeinsson koma sér fyrir í hljóðveri hér í Efstaleiti. Ég vildi hitta Ásgeir vegna fjölmiðlapistils sem ég skrifaði um hann árið 2006. Mér fannst áhugavert að vita hvort hann myndi eftir pistlinum og hvort svona skrif hafi einhver áhrif á hann - mann sem hefur verið á milli tannanna á fólki í meira en 20 ár.
Guðsþjónusta.
Séra Þorvaldur Víðisson predikar og þjónar fyrir altari.
Organisti og kórstjóri: Jónas Þórir Þórisson.
Kammerkór Bústaðakirkju.
Einsöngvarar: Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór og Bjarni Atlason, baritónn.
Hólmfríður Ólafsdóttir djákni les guðspjall og bænir.
Fyrir predikun:
Forspil: Schipio eftir G.F. Händel.
Sálmur 231: Lofa sál mín. Lag: John Goss. Texti: Sigurbjörn Einarsson.
Sálmur 390: Líður að dögun. Gelískt þjóðlag: Texti: Sigríður Guðmarsdóttir. Útsetning: Jónasar Þórir.
Þetta er yndislegt líf. Lag: George David Weiss. Texti: Kristján Hreinsson. Einsöngur: Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór.
Eftir predikun:
Fögnuður. Lag: Jónas Þórir. Texti: Matthías Johannessen. Einsögur: Bjarni Atlason, baritónn.
Sálmur 296: Þér friður af jörðu fylgi nú. Lag frá Gvatemala. Texti: Kristján Valur Ingólfsson.
Sálmur 156b: Ég á mér hirði. Lag: Columbian. Texti: Svavar Alfreð Jónsson.
Eftirspil: Lóan er komin eftir James A Bland.
Útvarpsfréttir.
Forsætisráðherra gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar á Bessastöðum klukkan tvö í dag til að biðjast lausnar. Enn er óvíst hver tekur við af henni en Guðni forseti ætlar að flytja ávarp eftir fund þeirra.
Ísraelsmenn hafa dregið herlið sitt frá suðurhluta Gaza. Rætt verður um vopnahlé í stríðinu í Kaíró í dag. Hálft ár er liðið síðan stríðið á Gaza hófst.
Halla Hrund Logadóttir tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í morgun. Hún var skipuð orkumálastjóri 2021, fyrst kvenna. Henni var tíðrætt um samstöðumátt þjóðarinnar í tilkynningu sinni.
Bæjarstjóri Kópvogsbæjar segir að mygla sem fannst í burðarvirki nýs Kársnesskóla hafi verið bakslag, og telur víst að bærinn þurfi ekki að greiða verktökum fyrir framkvæmdirnar.
Nýr forseti Slóvakíu, sem var kjörinn í gær, segir að þjóðin eigi að styðja frið en ekki stríð. Hann er hliðhollur Rússum og vill að Úkraínumenn semji við þá um frið.
Lögregla lokaði Brim hótel í gær, vegna skorts á tilskyldum rekstrarleyfum. Hótelinu hefur nokkrum sinnum verið lokað af sömu ástæði, síðast í nýliðinni viku.
Deildarmyrkvi á sólu sést frá landinu öllu á morgun ef veður leyfir.
Íslandsmótið í skrafli stendur yfir, við lítum við á keppninni í fréttatímanum.
Kvennalandslið Íslands í handbolta getur í dag tryggt sér sæti á EM. Ísland mætir Færeyjum á Ásvöllum í lokaleik undankeppninnar.
Átta þættir um kalda stríðið sem Páll Heiðar Jónsson og Dagur Þorleifsson gerðu á árunum 1987 til 1988.
Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Dagur Þorleifsson.
Umsjónarmenn flytja meginmál þáttarins en auk þess komu fram:
Sir Alec Douglas Home, fyrrverandi forsætisráðherra Breta.
Sir John Killick fyrrverandi sendiherra í Moskvu og hjá NATO.
Sir Frank Roberts fyrrverandi sendiherra í Moskvu hjá NATO.
Lestur:
Kristján Franklín Magnúss, Gunnar Stefánsson, Þorsteinn Hannesson ogÞröstur Leó Gunnarsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Gestur Tónhjólsins í dag er tékkneski hljómsveitarstjórinn Jakub Hrůša sem kemur til Íslands síðar í aprílmánuði til að stjórna tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bamberg í Eldborg í Hörpu. Tónleikarnir fara fram 20. apríl og á efnisskránni eru verk eftir Johannes Brahms, Robert Schumann og Richard Wagner.
Jakub Hrůša er í dag einn eftirsóttasti hljómsveitarstjóri heims, hann er aðalhljómsveitarstjór sveitarinnar í Bamberg, stjórnar reglulega öllum helstu sveitum austan hafs og vestan og tekur á næsta ári við stöðu listræns stjórnanda við Konunglega óperuhúsið í Covent Garden.
Í ítarlegu viðtali við Hrůša er rætt við hann um samband sitt við sveitina í Bamberg og merka sögu sveitarinnar, efnisskrá tónleikanna, hlutverk aðalhljómsveitarstjóra í öllu starfi sinfóníuhljómsveita í samtímanum og tékkneska og þýska tónmenningu.
Tónlistin í þættinum:
Sinfóníuhljómsveitin í Bamberg leikur Tod und Verklärung eftir Richard Strauss (brot)
Hélene Grimaud, franski píanistinn sem leikur einleik í konserti Schumanns 20. april, leikur tvo þætti úr píanósónötu nr. 17 (Der Sturm) eftir Ludwig van Beethoven.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknarprófessor og yfirmann handritasviðs Árnastofnunar, leiddi okkur í allan sannleikann um samræmingu á stafsetningu við útgáfu fornrita og við komumst að því að hún er allt annað en einföld.
Í þáttunum rannsökum við reiðina, hvernig hún birtist og hvernig eigi að túlka hana. Er reiðin alltaf slæm, getur hún gert gott og verður pláss fyrir reiði í framtíðarsamfélaginu?
Umsjón: Rósa María Hjörvar.
Í þættinum í dag ætlum við að tala um þann eld sem logar í netheimum og þær sögur af reiði, einelti og ofbeldi sem lita umhverfi okkar. Hvað merkir þessi umræða og af hverju látum við svona?
Veðurstofa Íslands.
Þátturinn fjallar um Írland. Umsjónarmaður ræðir við Donnchadah O'Corrain, prófessor í sagnfræði við University College í Cork um Írland fyrir tíma víkinganna og breytingar við komu þeirra. Einnig er rætt við Patrick Wallace, þjóðminjavörð Íra, um uppgröft í Dyflinni 1961-81 og hverju hann bætti við sögu Írlands.
Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir.
Í þættinum er stiklað á stóru í sögu keltneskra þjóðflokka í Evrópu og þjóðflutninga þeirra inn í vestur Evrópu með allt sitt hafurtask; andlegt, líkamlegt og veraldlegt.
Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir.
Frá 1989.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var svo Hulda Hólmkelsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu borgarstjórnar hjá Reykjavíkurborg og laganemi. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hulda talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
A Little Life e. Hanya Yanagihara
Yellowface e. R.F Kuang
Strákar sem meiða e. Evu Björgu Ægisdóttir
Red, White and Royal Blue e. Casey McQuiston
Og svo talaði hún um höfundinn Þorvald Þorsteinsson
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í Fellaskóla er unnið að verkefninu Draumaskólinn með áherslu á tónlist og skapandi skólastarf. Þetta hefur haft mikil áhrif á skólastarf og nemendur. Frá því að verkefnið hófst, hefur sýnileiki skólans út á við og menningarþátttaka nemenda skólans verið í mikilli uppsveiflu. Rætt er við Ingu Björgu Stefánsdóttur deildarstjóra tónlistar og sköpunar í Fellaskóla og Ellu Rhayne Guevarra Tomarao fyrrum nemanda skólans en Draumaskólinn hefur haft mikil áhrif í hennar lífi.
Umsjón: Harpa Rut Hilmarsdóttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Hvað var í erlendum fréttum þá daga þegar Íslendingar voru að undirbúa þjóðhátíð sína fyrir 150 árum, eða 1874? Jú - meðal annars var sagt frá afar viðhafnarmikilli heimsókn þessa skeggprúða karls til Frakklands, en þetta er enginn annar en Mozaffar ad-Din, sjálfur konungur konunganna í Persíu. Ég les um heimsókn hans í þættinum í kvöld og einnig fleiri erlendar fréttir, þar á meðal um uppreisn frumbyggja í Ameríku, stríð Breta við Ashantimenn í Afríku, tíðindi frá Kína og Japan. Auk tilþrifamikilla frétta er ómaksins vert að heyra hvernig Evrópubúar fjölluðu um fólk á fjarlægum slóðum.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Í síðasta þætti byrjuðum við á yfirferð okkar um það risastóra verkefni og fyrirbæri sem Bandaríkin eru. Til upprifjunar fórum við yfir stofnun landsins árið 1776, þrælastríðið milli norðurs og suðurs en enduðum svo í kringum seinni heimstyrjöldina og þann tíma þegar Franklin Delano Roosevelt er forseti. Verkefni hans var að reisa landið við eftir seinni heimstyrjöld og mín fyrsta spurning til Silju Báru Ómarsdóttur sem er aftur komin til að fara yfir málin með okkur.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Lengjum í gleðinni kallast óbrigðult sparnaðarráð sem stjórnandi þáttarins deildi með hlustendum. Tom Waits fékk hellings tíma í þættinum og kominn tími til! Annars var þetta bara hefðbundið á flestan máta með fjölbreyttri tónlist og m.a.s. heyrðist lag frá Finnlandi.
Stiklað á stóru í sögu Stax hljóðversins og hljómplötuútgáfunnar á árunum frá 1959 til 1968. Í Stax stúdíóinu voru tekin upp mörg af þekktustu soul lögum suðurríkja Bandaríkjanna á þessum árum með flytjendum á borð við Booker T. & the MG´s, Cörlu Thomas, Wilson Pickett og Otis Redding o.fl. Sagan er í senn saga gleði og sorgar, sigra og ósigra auk þess sem hún er samtvinnuð réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum og stórum atburðum á þeim vettvangi.
Umsjón: Gunnlaugur Sigfússon
Í þessum fjórða þætti lýkur Gunnlaugur Sigfússon frásögn sinni af Stax hljóðverinu og hljómplötuútgáfunni í Memphis, Tennessee á árunum 1959 til 1968. Otis Redding kveður þessa jarðvist. Samskiptum Stax og Atlantic Records lýkur og Sam og Dave hverfa á braut.
Lagalisti
Booker T. & The MG´s – Groovin´
Otis Redding – I Can´t Turn You Loose
William Bell – Everybody Loves a Winner
Booker T. & the MG´s – Green Onions
The Mar-Keys – Philly Dog
Eddie Floyd – If I Had a Hammer
Carla Thomas – Gee Whiz, Look at His Eyes
Sam & Dave – Soothe Me
Otis Redding – Shake
Otis Redding & Carla Thomas
The Bar-Keys – Soul Finger
Albert King – Born Under a Bad Sign
Otis Redding – I´ve Been Loving You Too Long (To Stop Now)
Sam & Dave – Soul Man
Otis Redding – (Sittin´ On) The Dock of the Bay
William Bell- Tribute to a King
Sam & Dave – I Thank You
The Staple Singers – When Will We Be Paid
Otis Redding - Amen
Útvarpsfréttir.
Forsætisráðherra gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar á Bessastöðum klukkan tvö í dag til að biðjast lausnar. Enn er óvíst hver tekur við af henni en Guðni forseti ætlar að flytja ávarp eftir fund þeirra.
Ísraelsmenn hafa dregið herlið sitt frá suðurhluta Gaza. Rætt verður um vopnahlé í stríðinu í Kaíró í dag. Hálft ár er liðið síðan stríðið á Gaza hófst.
Halla Hrund Logadóttir tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í morgun. Hún var skipuð orkumálastjóri 2021, fyrst kvenna. Henni var tíðrætt um samstöðumátt þjóðarinnar í tilkynningu sinni.
Bæjarstjóri Kópvogsbæjar segir að mygla sem fannst í burðarvirki nýs Kársnesskóla hafi verið bakslag, og telur víst að bærinn þurfi ekki að greiða verktökum fyrir framkvæmdirnar.
Nýr forseti Slóvakíu, sem var kjörinn í gær, segir að þjóðin eigi að styðja frið en ekki stríð. Hann er hliðhollur Rússum og vill að Úkraínumenn semji við þá um frið.
Lögregla lokaði Brim hótel í gær, vegna skorts á tilskyldum rekstrarleyfum. Hótelinu hefur nokkrum sinnum verið lokað af sömu ástæði, síðast í nýliðinni viku.
Deildarmyrkvi á sólu sést frá landinu öllu á morgun ef veður leyfir.
Íslandsmótið í skrafli stendur yfir, við lítum við á keppninni í fréttatímanum.
Kvennalandslið Íslands í handbolta getur í dag tryggt sér sæti á EM. Ísland mætir Færeyjum á Ásvöllum í lokaleik undankeppninnar.
Útvarpsfréttir.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír.
Við heyrðum topplagið í Bretlandi á þessum degi, 7. apríl árið 1981, sem var lagið This ole house með Shakin' Stevens. Eitís plata vikunnar var Sign 'o' the times frá 1987 með Prince. Nýjan ellismell vikunnar átti Billy Idol með lagið Love don't live here anymore, þá var Eitís 12 tomma vikunnar lagið Together in electric dreams með Philip Oakey.
Lagalisti:
14:00
GDRN - Þú sagðir.
Paul Hardcastle - 19.
Kacey Musgraves - Deeper Well.
Shakin' Stevens - This ole house (Topplagið í Bretlandi 1981).
Keane - Everybody's Changing.
Queen - I want to break free.
The Verve - Drugs Don't Work.
David Bowie & Pat Metheny group - This Is Not America.
Philip Oakey og Giorgio Moroder - Together In Electric Dreams (Extended Version)(Tólf tomma vikunnar)
Gotye - Somebody That I Used To Know.
Blue Zone - Jackie.
15:00
Stuðkompaníið - Hörkutól stíga ekki dans.
Paul McCartney - Hope of deliverance.
Prince - Sign 'O' the times. (Eitís plata vikunnar)
Prince - I Could Never Take The Place Of Your Man. (Eitís plata vikunnar)
Kaleo - Lonely Cowboy.
Hall & Oates - Maneater.
Depeche Mode - Personal Jesus.
Don McLean - American Pie (Long Version).(Tónlistarminningin)
Simple Minds - Alive And Kicking.
Billy Idol - Love Don't Live Here Anymore (Nýr ellismelllur)
Christine McVie - Got a Hold on Me.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 31. mars - 7. apríl 2024.
Fréttastofa RÚV.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
Andrea Jónsdóttir á afmæli þann 7. apríl og í tilefni af því tók hún sér frí til að halda uppá það. Heiða Eiríks fékk hjálp frá hlustendum við að safna saman einhverjum af uppáhaldslögum Andreu og leika í Pressunni í hennar fjarveru. Til hamingju, Andrea!
Lagalisti:
Hljómar - Vertu kyrr
Led Zeppelin - The ocean
Trúbrot - Starlight
Janis Ian - Stars
Spilverk þjóðanna og Megas - Við sem heima sitjum # 45
Hall & Oates - Out Of Touch
Janis Joplin- Me and Bobby McCee
The Beatles - Birthday
The Beatles - Love You To
Ravi Shankar - Return from the fair
Anoushka Shankar - Those Words
King Crimson - 21st Century Schizoid Man
Joni Mitchell - Barangrill
Roy Orbinson - Dream Baby (How Long Must I Dream)
David Bowie - Wild Is The Wind
Rolling Stones - As Tears Go By
Velvet Undergroound - Rock & Roll
Led Zeppelin - Whole lotta love
Queen - The Show Must Go On
Crosby, Stills, Nash & Young - Teach Your Children
Haukur Morthens og hljómsveit hans - Söngur æskunnar
Cilla Black - You're My World
Tina Turner - The Best
Thin Lizzy - That Woman's Gonna Break Your Heart
Lhasa De Sela - Small song = Petite chanson
Hjálmar - Veglig vefjan
Billy Joel - Piano Man
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Sigur Rós spilar endalaust, Dísa fellur í freistni, Jeff Who óskar okkur öllum til hamingju og Buff þakkar kærlega fyrir. Lay Low gefur út aðra plötu sína, Bubbi syngur um brúnu augun þín, Memfismafían tekur upp barnaplötu og Sprengjuhöllin sendir sínar bestu kveðjur. Blaz Roca rappar um stórasta land í heimi, Þokkabót syngur um tóma kassa en Ghostigital leitar að peningunum sínum á meðan Litla hafmeyjan lætur gamminn gjósa.
Meðal viðmælenda í 37. þættinum, í þriðja hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2008, eru Jón Þór Birgisson, Georg Holm, Orri Páll Dýrason, Kári Sturluson, Bryndís Jakobsdóttir, Bjarni Lárus Hall, Elís Pétursson, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Hannes Friðbjarnarson, Pétur Örn Guðmundsson, Pétur Þór Benediktsson, Guðmundur Rúnar Júlíusson, Bragi Valdimar Skúlason, Erpur Eyvindarson og Snorri Helgason.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Árið er 2008 þriðji hluti
Sigur Rós - Með suð í eyrum
Sigur Rós - Gobbledigook
Sigur Rós - Góðan daginn
Sigur Rós - Ára bátur
Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur
Sigur Rós - Festival
Sigur Rós - Við spilum endalaust
Dísa - Temptation
Dísa - Anniversary
Dísa - Ljáðu mér eyra
Jeff Who - She’s got the touch
Jeff Who - Congratulations (banka demó)
Jeff Who - Congratulations
Jeff Who - Everyday is always the same
Jeff Who - The Great Escape
Sigurður Guðmundsson - Grasið enn er grænt
Lay Low & KK - Samferða
Lay Low - Little By Little
Lay Low - Farewell Good Night’s Sleep
Lay Low - By and By
Lay Low - Last Time Around
Buff - Núna mun ég vaka
Buff - Í gær
Buff - Þakklæti
Buff - Enginn nema þú
Bubbi - Brúnu augun þín
Bubbi - Mundu drottinn
Bubbi Morthens & Stórsveit Reykjavíkur - Sumar konur
Rúnar Júll - Allt sem ég á
Rúnar Júlíusson - Söngur um lífið
Sigríður Thorlacius - Gilligill
Egill Ó, Björgvin H, Magga S & Sigríður T - Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn
Dr. Gunni - Helvítis gráðugu fífl
Ghostdigital - Hvar eru peningarnir mínir [GusGus Remix]
Blaz Roca - Stórasta landið í heimi
Bubbi - Hann fór hlæjandi alla leið í bankann
Litla hafmeyjan - Látum gamminn gjósa
Þokkabót - Tómir kassar
Hallgrímur Helgason - Ísland er stjórnlaust
Baggalútur - Það koma vonandi jól
Sprengjuhöllin - Sumar í Múla
Sprengjuhöllin - Byrjum upp á nýtt (Bestu kveðjur)
Sprengjuhöllin - Á Skólavörðuholti
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Tölum saman