16:05
Tónhjólið
Hljómsveitarstjórinn Jakub Hrůša
Tónhjólið

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Gestur Tónhjólsins í dag er tékkneski hljómsveitarstjórinn Jakub Hrůša sem kemur til Íslands síðar í aprílmánuði til að stjórna tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bamberg í Eldborg í Hörpu. Tónleikarnir fara fram 20. apríl og á efnisskránni eru verk eftir Johannes Brahms, Robert Schumann og Richard Wagner.

Jakub Hrůša er í dag einn eftirsóttasti hljómsveitarstjóri heims, hann er aðalhljómsveitarstjór sveitarinnar í Bamberg, stjórnar reglulega öllum helstu sveitum austan hafs og vestan og tekur á næsta ári við stöðu listræns stjórnanda við Konunglega óperuhúsið í Covent Garden.

Í ítarlegu viðtali við Hrůša er rætt við hann um samband sitt við sveitina í Bamberg og merka sögu sveitarinnar, efnisskrá tónleikanna, hlutverk aðalhljómsveitarstjóra í öllu starfi sinfóníuhljómsveita í samtímanum og tékkneska og þýska tónmenningu.

Tónlistin í þættinum:

Sinfóníuhljómsveitin í Bamberg leikur Tod und Verklärung eftir Richard Strauss (brot)

Hélene Grimaud, franski píanistinn sem leikur einleik í konserti Schumanns 20. april, leikur tvo þætti úr píanósónötu nr. 17 (Der Sturm) eftir Ludwig van Beethoven.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 20 mín.
,