Stax
Stiklað á stóru í sögu Stax hljóðversins og hljómplötuútgáfunnar á árunum frá 1959 til 1968. Í Stax stúdíóinu voru tekin upp mörg af þekktustu soul lögum suðurríkja Bandaríkjanna á þessum árum með flytjendum á borð við Booker T. & the MG´s, Cörlu Thomas, Wilson Pickett og Otis Redding o.fl. Sagan er í senn saga gleði og sorgar, sigra og ósigra auk þess sem hún er samtvinnuð réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum og stórum atburðum á þeim vettvangi.
Umsjón: Gunnlaugur Sigfússon