Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Plata vikunnar er hljómleikaplatan Sur la route með frönsku söngkonunni Zaz.
Umsjón: Bogi Águstsson.
Hlið 1:
1 On Ira
2. Le Long De La Route
3. Cette Journé
4. Éblouie Par La Nuit
5. Comme Ci Comme Ça
6. Si
Hlið 2:
1. Si Je Peds
2. La Fée
3. Dérerre
4. Je Veux
5. Si Jamais J'oublie
6. Tous Les Cris Les S.O.S.
Umsjón: Guðmundur H. Viðarsson, heimspekingur og menningarmiðlari.
(Áður á dagskrá 2014)
Hvað er svona merkilegt við gagnrýnina hugsun? Hvað felst í gagnrýnni hugsun? Hvernig getur fólk tileinkað sér Þá er komið að ferðalokum þeirrar ferðar sem hafin var í heimahögum sjálfsins. Litið er yfir ferðalagið og tillaga gerð að því hvernig stuðla megi að ánægjuríkara ferðalagi sem við förum öll á hverjum degi svo lengi sem við lifum. Sú tillaga felur í sér rökstuðning fyrir því að einstaklingar ættu að tileinka sér gagnrýnina hugsun sem ferðafélaga í átt að algeru frelsi.
Rætt er við Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur heimspeking, Henry Alexander Henrysson verkefnastjóra eflingar kennslu í gagnrýnni hugsun og siðfræði í skólum landsins og Þorstein Guðmundsson skemmtikraft og kúnstner.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Veðurstofa Íslands.
Rás 1 og Fréttastofa RÚV kynna: Um miðjan desember 2023 bárust þau tíðindi að landlæknisembættið hefði takmarkað starfsleyfi Árna Tómasar Ragnarssonar gigtarlæknis. Hann gæti ekki lengur skrifað upp á tiltekin lyf fyrir sjúklinga sína. Lyfin sem hann ávísaði voru nefnilega sterk lyfseðilskyld morfínlyf. Þeir sem hann ávísaði þeim til voru einstaklingar með alvarlegan og langvarandi fíknisjúkdóm.
Veitti Árni sjúkum líkn eða olli hann tjóni? Veldur landlæknir sjúklingum skaða með því að stíga inn í störf hans? Hvað verður um skjólstæðinga Árna?
Pétur Magnússon fréttamaður kafar í sögu Árna, skjólstæðinga hans og stöðu skaðaminnkunar í íslenska heilbrigðiskerfinu.
Ópíóíðar eru gjarnan notaðir sem verkjalyf, oftast við mjög slæmum verkjum, sérstaklega hjá fólki með langvarandi eða banvæna sjúkdóma. Ópíóíðalyf eru líka mjög ávanabindandi. Það þekkir Maríanna Sigtryggsdóttir af eigin raun.
Í þættinum er rætt við Maríönnu Sigtryggsdóttur, Ernu Hinriksdóttur, Ólöfu Jónu Ævarsdótur, Valgerði Rúnarsdóttur, Sigurð Örn Hektorsson, Svölu Jóhannesdóttur og Helgu Sif Friðjónsdóttur.
Umsjón: Pétur Magnússon
Tónlist: Gugusar og Annalísa
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen
Útvarpsfréttir.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og formaður Rauða krossins á Íslandi, Drífa Snædal talskona Stígamóta og Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi. Þær ræddu útlendingamál, stöðuna í Úkraínu og á Gaza, forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og kjaraviðræður.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Rússar hafa sótt á í austanverðri Úkraínu undanfarna daga. Úkraínuher skortir mannafla og vopn - og skotfæri eru af skornum skammti. Tvö ár eru í dag liðin frá því innrás Rússa hófst.
Formleg innganga Svía í Atlantshafsbandalagið verður mögulega í lok næstu viku í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, tilkynnti í gær að aðildarumsókn Svía verði afgreidd á ungverska þinginu á mánudag.
Formaður Starfsgreinasambandsins vonast til að ljúka samningum við Samtök atvinnulífsins innan skamms. Þeirra er þó ekki að vænta í dag þótt fundahöld haldi áfram. Hann óskar VR sem sagði sig frá viðræðum í gær velfarnaðar í sínum viðræðum.
Alvotech fagnar stórum áfanga eftir að fyrirtækið hlaut langþráð markaðsleyfi á líftæknihliðstæðu af lyfinu Kumira. Lyfið er eitt það mest selda í heimi og forstjórinn segir bjarta tíma framundan
Fjármálaráðherra freistar þess enn á ný að leysa vanda ÍL-sjóðs. Ráðherra og átján lífeyrissjóðir ætla að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins.
Miðaldra Bretar sem treysta sér ekki lengur til að skemmta sér á nóttunni, fá nú tækifæri til þess um miðjan dag. Selst hefur hratt upp í öll danspartíin til þessa.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Í dag eru tvö ár liðin frá því innrás Rússa hófst af fullum þunga inn í Úkraínu. Innrás sem mörg óttuðust að væri yfirvofandi en kom þó flestum í opna skjöldu. Við heyrum í Úkraínumönnum og þeim sem hafa sagt fréttir af þessu stríði auk þess sem Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir okkur frá stöðunni á vígvellinum. Flest eru sammála um að gengi Úkraínu standi og falli með stuðningi Vesturlanda svo við spáum aðeins í framtíð þess stuðnings, sem hefur dalað undanfarið.
Í síðari hluta þáttarins beinum við kastljósinu að stöðu bænda í Evrópu, sem hafa mótmælt kröftuglega undafarið. Þeir hafa truflað samgöngur í helstu borgum með því að leggja dráttarvélum sínum við fjölfarnar götur, til ama og jafnvel tjóns fyrir borgarana. Óánægja þeirra beinist að ýmsu, en mest að tilskipunum Evrópusambandsins og stjórnvalda í Evrópu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði. Hallgrímur Indriðason rýnir nánar í ýmsar hliðar málsins og afleiðingar,
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi í heimsspeki. Það eru reyndar ekki nema 5 dagar í doktorsgráðuna, en hann ver doktorsritgerð sína næstkomandi föstudag í Háskóla Íslands. Hann sagði okkur svo auðvitað frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Gústav talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
It's lonely at the end of the world e. Zoe Thorogood
Prophet song e. Paul Lynch
Um sársauka annarra e. Susan Sontag
Can the monster speak? e. Paul Preciado
Dhammapada e. Buddha
og svo Frank og Jóa seríuna e. Franklin W. Dixon
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Paul Lydon kom hingað í stutta heimsókn fyrir hálfum fjóðra áratug og hefur verið hér síðan. Hann hefur verið ötull þátttakandi í íslensku tónlistarlífi alla tíð, leikið á óteljandi tónleikum með grúa tónlistarmanna og gefið út plötur. Á síðustu tveimur plötum sínum, Sjórinn bak við gler og Umvafin loforðum, hefur hann leikið spunakennda píanótónlist.
Lagalisti:
Umvafin loforðum - Við opið hlið
Sanndreymi - Við gullhrísana
Tilraunaeldhúsið 1999 - Helvítis gítarsinfónían
Blek:Ink - Forgotten
Vitlaust Hús - Vitlaust Hús
Umvafin loforðum - Ilmur frá sjötta áratugnum
Sjórinn bak við gler - Sjórinn bak við gler
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Sumarið 2023 var álfakirkjan Topphóll í Hornafirði sprengd til þess að leggja nýjan veg. Heimamenn töluðu lengi um að þar væri álfakirkja, en vegagerðin og náttúruminjastofnun ákváðu að halda áfram með framkvæmdir. Hornfirðingar voru uggandi yfir þesddu en völva af Stokkseyri tók málið í sínar hendur fór í ferðalag til þess að friða álfana sem bjuggu í hólnum. Atvikið vakti upp spurningar hvað er þess virði að vernda og hvað ekki, og hvernig þjóðsögur geta verið tól í baráttunni fyrir náttúruvernd. Viðmælendur eru Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur og Bryndís Björgvinsdóttir.
Umsjón: Regn Sólmundur Evu
Fjallað um söngkonuna Guðrúnu Á Símonar.
Þátturinn er endurfluttur í tilefni af því að 24. febrúar 2024 eru 100 ár liðin frá fæðingu Guðrúnar.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 2003)
Röddin er eins og málverk.
Fjallað um söngkonuna Guðrúnu Á Símonar.
Þátturinn er endurfluttur í tilefni af því að 24. febrúar 2024 eru 100 ár liðin frá fæðingu Guðrúnar.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við byrjum á að segja frá vandræðagangi í heimi furðusagna og vísindaskáldskapar. Hugo-verðlaunin eru stærstu og virtustu verðlaun heims á því sviði bókmenntanna og hafa verið veitt árlega áratugum saman. Nú liggur fyrir að einhverjum höfundum og bókum þeirra, sem þóttu jafnvel sigurstranglegar, var stungið undir stól. Allt var það gert viljandi hefur nú komið í ljós og það af pólitískum ástæðum.
Á undanförnum árum hefur bókaútgáfan Kvistur endurútgefið og endurþýtt sígildu barnabækurnar um þá félaga Pétur og köttinn Brand eftir sænska mynd- og rithöfundinn Sven Nordqvist. Þessar myndríku og fjörugu bækur komu út undir lok síðustu aldar hér á landi í þýðingu Þorsteins frá Hamri og notið vinsælda hjá ungum sem öldnum.
Héðan eru hugsanlega engar undankomuleiðir, sama hvað við mokum og mokum sandi, sama hvað við prílum upp á bakkana. Þeir molna stöðugt undan okkur og sandurinn þjarmar að. Þetta undarlega og martraðarkennda ástand er sögusviðið í einni frægustu skáldsögu japanska rithöfundarins Kōbō Abe sem við rýnum í hér á eftir, Sunna no onna, The woman in the Dunes. Kōbō Abe hefði fagnað aldarafmæli um þessar mundir og við höldum upp á það með því að rýna í þessa frábæru skáldsögu sem kom Abe rækilega á heimskortið.
Viðmælendur: Kári Tulinius, Ásta Halldóra Ólafsdóttir, Þorbjörg Karlsdóttir og Brynja Hjálmsdóttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Víkingar er leikið hlaðvarp í níu hlutum sem byggir á frásögnum frá víkingatímanum. Þetta er saga um fólk sem lifði í okkar heimi fyrir þúsund árum síðan. Hún fjallar um háskafarir og hrottaleg rán. Um sjóferðir vestur yfir Atlantshafið og lengst austur í Asíu. Um ævintýri sem áttu eftir að breyta Norðurlöndunum öllum.
Fjórar persónur eru í forgrunni, Ragnar Loðbrók, Guðríður Þorbjarnardóttir, Ingigerður Ólafsdóttir og Haraldur Harðráði.
Þáttaröðin Víkingar var unnin af sænska ríkisútvarpinu SR með stuðningi frá Nordvision sjóðnum, NRK, DR og RÚV. Verkið sækir innblástur í heimildir á borð við Íslendingasögurnar og aðrar norrænar fornsögur en nýtir sér möguleika skáldskaparins þegar við á.
Haraldur snýr aftur til Noregs þar sem hann ætlar að hefna dauða bróður síns og ná aftur norsku krúnunni, en um þessar mundir stjórnar bróðursonurinn Magnús landinu.
Sögumaður: Tinna Hrafnsdóttir
Þórólfur, hirðskáld Haralds Harðráða: Sveinn Geirsson.
Höfundar texta og hljóðmyndar: Ulla Svensson, Emelie Rosenqvist, Mathilda von Essen og David Rune.
Þýðandi: Salka Guðmundsdóttir
Hljóðvinnsla: Gísli Kjaran Kristjánsson
Tónlist: Matti Bye
Leikstjóri: Tinna Hrafnsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Flautuleikarinn Herbie Mann og félagar leika lögin Sunny, Mercy Mercy Mercy, Go Home, Mustang Sally, Moanin', Papa Was A Rolling Stone og Amazing Grace. The Contemporary Piano Ensemble leikur lögin Just Squeeze Me, Will Power, Theme For My Father, Valerie, One's Own Room og Hibiscus. Mike Nock kvintettinn leikur lögin Come Sunday, End Of A Love Affair, Snafu, Dreamtime Visitor og The Emperor's Clothes.
Almenn fyndni, brandarar, grínþættir og skemmtisögur af margvíslegasta tagi er stór þáttur mannlegarar tilveru. Í þáttunum ,,Ég er ekki að grínast" er komið víða við og fjallað um ýmsar birtingarmyndir húmors. Umsjón: Kristín Einarsdóttir.
Fjallað er um uppistand okkar tíma og förumenn fyrri tíma sem ferðuðust milli bæja og skemmtu heimilisfólki.
Rætt er við Jón Jónsson þjóðfræðing um förumenn fyrri tíma og Þorstein Guðmundsson leikara um uppistand.
Umsjón: Kristín Einarsdóttir.
Rætt er um hvernig lestri Njálu er háttað, heima og erlendis.
Einar Ólafur Sveinsson les brot úr Njálu í upphafi þáttanna og umsjónarmaður fær til sín gesti til að ræða þetta merka rit.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Í þættinum er fjallað um kenningar Einars Pálssonar, sérstaklega í tengslum við Brennu-Njálssögu.
Umsjónarmaður flytur inngang um kenningarnar og ræðir síðan við Guðmund Daníelsson rithöfund.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
(Áður á dagskrá 13. maí 1984)
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan er á dagskrá Rásar 1 á fimmtudagsmorgnum kl. 10:15 og endurflutt á föstudagskvöldum kl. 22:15. Þar leikur Lana Kolbrún Eddudóttir allskonar tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við KK-sextettinn, Lúdó og Stefán, Monicu Zetterlund og Ragnar Bjarnason. Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Litla flugan sveimar um árið 1972, bæði innanlands og utan, rifjar upp plötugagnrýni, plötusölutölur og sitthvað fleira úr dagblöðunum. Leikin lög sem voru vinsæl á þessu ári, m.a. sigurlagið úr Eurovision, Après Toi með Vicky Leandros; og Alone again með vinsælasta karlsöngvara Bretlandseyja á þeim tíma, Gilbert O'Sullivan. The New Seekers syngja lagið sem hóf lífdaga sína í heimsfrægri kók-auglýsingu, I'd like to teach the world to sing; og strákarnir í Ríó tríó, sem urðu landsþekktir fyrir auglýsingalagið um Ljóma-smjörlíkið, syngja brag um heimabæ sinn Kópavog. Og að sjálfsögðu eru smellirnir Í sól og sumaryl, og Bíddu við, settir á fóninn. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og formaður Rauða krossins á Íslandi, Drífa Snædal talskona Stígamóta og Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi. Þær ræddu útlendingamál, stöðuna í Úkraínu og á Gaza, forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og kjaraviðræður.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar hefur vakið athygli fyrir skýra framsetningu á hagfræðilegum málefnum og hann var gestur Felix í Fimmunni. Auðvitað valdi Ásgeir fimm hagfræðinga sem hafa haft áhrif á líf hans og umræðan fór um víðan völl um hagfræðileg og heimspekileg málefni, spádómsgáfur hagfræðinga og framtíð sauðfjárbúskapar, svo eitthvað sé nefnt
Í síðari hlutanum komu þau í heimsókn Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason og sögðu af nýjum og spennandi þáttum úr þáttaröðinni Fyrir alla muni sem fer nú af stað í þriðja sinn.
Í lok þáttar spilaði Felix svo lögin sem keppa í Söngvakeppninni í kvöld
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Rússar hafa sótt á í austanverðri Úkraínu undanfarna daga. Úkraínuher skortir mannafla og vopn - og skotfæri eru af skornum skammti. Tvö ár eru í dag liðin frá því innrás Rússa hófst.
Formleg innganga Svía í Atlantshafsbandalagið verður mögulega í lok næstu viku í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, tilkynnti í gær að aðildarumsókn Svía verði afgreidd á ungverska þinginu á mánudag.
Formaður Starfsgreinasambandsins vonast til að ljúka samningum við Samtök atvinnulífsins innan skamms. Þeirra er þó ekki að vænta í dag þótt fundahöld haldi áfram. Hann óskar VR sem sagði sig frá viðræðum í gær velfarnaðar í sínum viðræðum.
Alvotech fagnar stórum áfanga eftir að fyrirtækið hlaut langþráð markaðsleyfi á líftæknihliðstæðu af lyfinu Kumira. Lyfið er eitt það mest selda í heimi og forstjórinn segir bjarta tíma framundan
Fjármálaráðherra freistar þess enn á ný að leysa vanda ÍL-sjóðs. Ráðherra og átján lífeyrissjóðir ætla að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins.
Miðaldra Bretar sem treysta sér ekki lengur til að skemmta sér á nóttunni, fá nú tækifæri til þess um miðjan dag. Selst hefur hratt upp í öll danspartíin til þessa.
Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.
Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.
Umsjón: Steiney Skúladóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.
Jóhann Alfreð og Steiney Skúla skipta hljóðveginum á milli sín með Atla Má Steinarssyni. Leikararnir Aldís Amah Hamilton og Aron Már Ólafsson koma sér fyrir í stúdíó 2. Þau verða gestir Steineyjar og Jóhanns Alfreðs á Hljóðvegi 1 þennan laugardaginn.
VALDIMAR - Yfirgefinn.
Ilsey - No California.
PINK - Trouble.
Jung Kook - Standing Next to You.
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.
Þórunn Salka - Sumar í febrúar.
FLEETWOOD MAC - Little Lies.
Úlfur Úlfur Hljómsveit - Myndi falla.
GUS GUS - David [Radio Edit].
Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).
ALANIS MORISSETTE - You oughta know.
GARBAGE - Only Happy When It Rains.
STONE TEMPLE PILOTS - Plush.
Foo Fighters - Learn to fly.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.
SHANIA TWAIN - Man! I Feel Like A Woman.
DOLLY PARTON - 9 to 5.
ARETHA FRANKLIN - Respect.
CHAKA KHAN - I'm every woman.
Bee Gees - Love you inside out.
KK - Þjóðvegur 66.
Anna Fanney Kristinsdóttir - Skýjaborgir.
WHITNEY HOUSTON - How Will I Know.
Staton, Candi - Young hearts run free.
AMII STEWART - Knock On Wood.
FLORENCE AND THE MACHINE - Shake It Out.
Nicki Minaj, Grande, Ariana, Jessie J - Bang bang.
Calvin Harris - One Kiss Ft. Dua Lipa.
KYLIE MINOGUE - Can?t Get You Out Of My Head.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
PATRi!K & LUIGI - Skína.
GDRN - Parísarhjól.
Cyrus, Miley - Wrecking ball.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Magni fer í Rockstar Supernova, Hafdís Huld gerir það gott á Englandi, Pétur Ben sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu og Kaninn kveður. Ragnheiður Gröndal er með þér, Fabúla svífur um á beiku skýi, Ívar Bjarklind fer yfir hafið, Regína Ósk er í djúpum dal en Lára Rúnarsdóttir syngur Þögn. Hjaltalín vekur athygli eftir skapandi sumarstarf í Reykjavíkurborg, Siggi Pálma segir sögur, Ghostigital breytist í hljómsveit og Sykurmolarnir koma saman á ný, Sálin og Gospelkór Reykjavíkur rugla saman reytum sínum, Todmobile lokar sig inn í kastala og FM Belfast spilar á sínum fyrstu alvöru tónleikum. Sviðin jörð spilar og syngur lög til að skjóta sig við, Trabant er í útrásargír, Friðrik Ómar fer sóló, Jet Black Joe snýr aftur og Bogomil Font & Flís dansa calypso. Stebbi og Eyfi hlýja sér undir nokkrum notalegum ábreiðum og Máni Svavars stekkur inn á breska smáskífulistann með vinum sínum í Latabæ.
Meðal viðmælenda í 32. þættinum, í seinni hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2006, eru Magni Ásgeirsson, Ívar Bjarklind, Högni Egilsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Freyr Eyjólfsson, Þorvaldur Gröndal, Ragnar Kjartansson, Sigtryggur Baldursson, Björk Guðmundsdóttir, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Lára Rúnarsdóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir, Pétur Þór Benediktsson, Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eyþór Arnalds, Hafdís Huld Þrastardóttir, Þór Freysson, Ingólfur Þórarinsson, Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson, Stefán Hilmarsson, Snorri Helgason, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Benedikt Hermann Hermannsson, Karl Henry Hákonarson, Haukur Magnússon og Máni Svavarsson.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Á Móti Sól - Hvar sem ég fer
Magni - Plush (Live - Rockstar Supernova)
Magni - I alone (Live - Rockstar Supernova)
Magni - Dolphins Cry (Live - Laugardalshöll)
Ívar Bjarklind - Dreggjar
Ívar Bjarklind - Yfir hafið
Hjaltalín - Mamma kveikir kertaljós
Hjaltalín - The Trees Don’t Like The Smoke
Sálin hans Jóns míns & Gospelkór Reykjavíkur - Þú trúir því
Sviðin jörð - Allt sem ég hef misst
Sviðin jörð - Vorið sem ástin dó
Friðrik Ómar og Páll Óskar - Þessar dyr
Skakkamanage - None Smoker
Trabant - ONE (Remix)
Bogomil Font & Flís - Veðurfræðingar ljúga
Bogomil Font & Flís - Eat Your Car
Ghostdigital - Not Clean
Sykurmolarnir - Ammæli
Sykurmolarnir - Regína
Dimma - Mama (Sykurmolaábreiðukeppni Rásar 2)
Fabúla - Pink Sky
Fabúla - Skateboard
Siggi Pálma - Blue Eyes
Lára Rúnars - Þúsund fjöll
Lára Rúnars & Damien Rice - Why
Regína Ósk - Ljósin komu
Jet Black Joe - Full Circle
Pétur Ben - Wine For My Weakness
Pétur Ben - Pack Your Bags
Pétur Ben - Something Radical
Pétur Ben - White Tiger
Todmobile - Ljósið ert þú
Todmobile - Lestin
Hafdís Huld - Ski Jumper
Hafdís Huld - Tomoko
Hafdís Huld - Diamonds On My Belly
Snorri Snorrason - Allt sem ég á (Idol Stjörnuleit)
Ingó Idol - Sway
Ingó - Týndur
Rúnar Júlíusson - Söngur villiandarinnar
Supergrass - Pumping on Your Stereo (Live - Reykjavík Trópík)
Pink Floyd - Time
Kaiser Chiefs - Everyday I Love You Less & Less (Live - Airwaves)
FM Belfast - Pump
FM Belfast - Synthia
Ragnheiður Gröndal - Með þér
Ragnheiður Gröndal - Gef að stjörnunar skíni
Selma og Hansa - Taktu mig með
Stefán Hlimars & Eyfi - Góða ferð
Stefán Hilmars & Eyfi - Við hafið svo blátt
Sprengjuhöllin - Can’t dance
Sprengjuhöllin - Tímarnir okkar
Benni Hemm Hemm - Ég á bát
Kalli - It’s over
Reykjavík - Advanced Dungeons & Dragons
Reykjavík - All Those Beautiful Boys
Æla - Pirringur
Latibær - Bing Bang
Halli Reynis - Leiðin er löng
Halli Reynis - Sveitin mín heitir Breiðholt
Halli Reynis - Draumalandið mitt
Björgvin Halldórsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands - Skýið
Fréttastofa RÚV.
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Hlustendur voru hressir og almenn jákvæðni í gangi. Fínasta músík og ágætis samtöl. Fræddumst eilítið um dúfurnar í Reykjavík. Hvað varð eiginlega um dúfurnar!?!
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-02-25
WILL VAN HORN - Lost My Mind.
Valdimar - Hvað gerðist þar?.
McCartney, Paul, McCartney, Linda - Heart of the country.
BEACH BOYS - The Trader.
OKONSKI - Biblio.
Smári Guðmundsson - Oblivion I.
FAT BOY SLIM - Praise You.
Hasar - Drasl.
Tatarar hljómsveit - Dimmar rósir.
The Smiths - Bigmouth Strikes Again.
Emilíana Torrini - Sound of silence.
Rolling Stones, The - You gotta move.
ENSÍMI - Arpeggiator.
QUEEN - I want to break free.
JOHN DENVER - Take Me Home, Country Roads.
Sniglabandið - Himpi gimpi gella.
Winwood, Steve - Higher love.
HARRY STYLES - As It Was.
Friðjón Jóhannsson - Ákall.
EARTH WIND & FIRE - September.
Pink Floyd - Another brick in the wall.
NIRVANA - Smells Like Teen Spirit.
BLESS - Ástfangi.
Hjónabandið, Kristín Anna Th. Jensdóttir - Hvert sem liggur þín leið.
Weisshappel, Fritz, Guðrún Á. Símonar - Hvað dreymir þig ljúfa dúfan mín.
HARRY NILSON - Coconut.
Springsteen, Bruce - Bobby Jean.
Guðrún Á. Símonar, Þuríður Pálsdóttir - Kattadútettinn.
FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD - Power of love.