08:05
Þú veist betur
Strengjafræði - 2.hluti
Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Í síðasta þætti byrjuðum við á sögu strengjafræðinnar með honum Friðriki Frey Gautasyni og enduðum á þessum blessuðu víddum. Undirstaðan í strengjafræðinni er að þú þarft að vera með ákveðið margar víddir, en til að fá eitthvað út úr kenningunni, til dæmis öreindarfræðilíkön þá þarftu svo að byrja á að losa þig við víddirnar. En hvernig skrifaru niður vídd? Við byrjum á þessari spurningu en förum svo yfir í hvað það er sem strengjafræðingar í dag vinna helst við, hvaða vandamál er verið að leysa og hvernig framtíðin gæti litið út. Við munum tala um svarthol og upplýsingagátuna svokölluðu (á ensku er það information paradox ef þið viljið leggja í ferðalag með google frænda), hulduefni og hulduorku svo það er nóg af gúmmelaði sem kemur hérna á eftir. En byrjum á því að tala um strengina og hvernig við tæklum þessar 11 víddir.

Umsjón: Atli Már Steinarsson

Viðmælandi: Friðrik Freyr Gautason

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 49 mín.
,