Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Bolli Pétur Bollason flytur.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á Hlaðvarpi Rúv <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Í þættinum er ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar er rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti er rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu.
Ingunn Anna Jónasdóttir, kennari, hefur búið og dvalið í hinum ýmsu ríkjum Afríku um margra ára skeið. Undanfarin 3 ár í Sierra Leone. Hún segir af upplifun sinni og starfi hjá einni fátækustu þjóð heims, sem er fyrst nú að rétta úr kútnum eftir hörmulega 10 ára borgarastyrjöld.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Þegar málverk 16. 17. 18. og 19. aldar eru skoðuð má oft sjá á þeim fólk að leika á hljóðfæri og slíkar myndir eru mikilvæg heimild um tónlistarflutning fyrri alda. En stundum sjást einnig nótnablöð á myndunum og fyrir kemur að nóturnar séu svo greinilegar að mögulegt sé að þekkja tónverkið sem verið er að flytja á málverkinu. Flutt verða nokkur tónverk af málverkum í þættinum. Málverkin eru „Þrjár konur flytja tónlist“ eftir ókunnan höfund, „Lútuleikarinn“, „Tónlistarmennirnir“ og „Hvíld á flóttanum til Egyptalands“ eftir Caravaggio og „Franz Liszt leikur fantasíu á flygil“ eftir Josef Danhauser. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Umsjónarmenn fá gesti í hljóðver sem ræða um listrænt framhaldslíf fornbókmennta frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón Gísli Sigurðsson og Ævar Kjartansson.
Gestur þáttarins er Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri.
Umsjón: Ævar Kjartansson og Gísli Sigurðsson.
Áður á dagskrá 21. desember 2014.
Veðurstofa Íslands.
Finnst þér stundum eins og ekkert skipti máli? Og að ekkert hafi merkingu? Ef svo er langar okkur að óska þér til hamingju, því við erum með þáttinn fyrir þig. Í þættinum Ekkert skiptir máli, förum við vítt og breytt um heim vísinda og fræða, skoðum neindir og tómarúm, sjálfið tímann og hugsunina til þess að skilja hvernig ekkert, skiptir raunverulega máli.
Fyrir nokkru síðan hófst leit okkar að engu. Við horfðum til himins, litum inn í atómið, skoðuðum tilveru okkar í heiminum og hvernig vitundin er ekki neitt. Við veltum fyrir okkur sjálfinu og tóminu og grensluðumst fyrir um hugsunina. Ekkert var hvergi en ekkert leyndist víða. En eftir stendur stóra spurningin: skiptir ekkert máli? Í lokaþættinum hætta þáttastjórnendur sér út á slóð tómhyggjunnar, þar sem ekkert hefur neina merkingu. En það er ekki góður staður til að vera á. Með hjálp Sigríðar Þorgeirsdóttur, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands reyna þeir Tómas og Snorri að stemma stigu við tómhyggjunni og skilja hvernig ekkert skiptir máli. Því ekkert skiptir raunverulega máli.
Umsjónarmenn eru Snorri Rafn Hallson og Tómas Ævar Ólafsson.
Guðsþjónusta.
Alþjóðlegurforvarnardagur sjálfsvíga í Gulum september.
Séra María Guðrúnar. Ágústsdóttir þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti og kantor: Ásta Haraldsdóttir.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur.
Kristinn Guðmundsson og Sigrún Sveinsdóttir, messuþjónar í Grensáskirkju, flytja lestra og bænir.
Fyrir predikun:
Sálmur 504: Jesú nafn um aldir alda. Lag frá Suður-Afríku. Texti: David Welander. Íslenskur texti: Sigurbjörn Sveinsson.
Sálmur 636: Ef ég í dag hef nokkurn sært. Lag: Charles H. Gabriel. Texti: Maud Battersby. Íslenskur texti: Jón Hjörleifur Jónsson.
Sálmur 500: Athvarf mitt þú ert, ó, Jesú. Lag: Ethelbert W. Bullinger. Texti. Frances R. Havergal. Íslenskur texti: Sigurbjörn Sveinsson.
Sálmur 332: Drottinn Guð er styrkur minn. Lag: Eva Petterson. Davíðssálmur.
Þú ert mitt athvarf Guð. Lagahöfundur ókunnur. Texti: Kristbjörg Jónsdóttir. Útsetning: Gunnar Gunnarsson.
Eftir predikun:
Sálmur 494a: Drottinn, Guðs sonur. Írskt þjóðlag. Texti: Sigurbjörn Einarsson.
Sálmur 710: Á meðan sól og máni lýsa. Lag: Bjarne Stølen. Texti Anders Frosteson. Íslenskur texti: Sigurbjörn Einarsson.
Eftirspil: Haustvísa eftir Erna Tauro.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Yfir tvö þúsund hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann í Marokkó á föstudagskvöld. Hjálp hefur enn ekki borist til nokkurra afskekktra þorpa vegna skemmdra og lokaðra vega.
Formaður kennarasambands Íslands segir ljóst að þörf sé á betra regluverki í kringum persónuvernd eftir að viðkvæmar upplýsingar frá kennara um nemendur í Lágafellsskóla fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil krafa er gerð á kennara að halda utan um upplýsingar nemenda.
Forsætisráðherra Bretlands ræddi meintar njósnir Kínverja í Bretlandi við forsætisráðherra Kína í morgun í tengslum við fund G20 ríkjanna. Grunur leikur á að starfsmaður breska þingsins hafi njósnað fyrir Kínverja.
Kona féll niður kletta við smábátahöfnina á Vopnafirði í morgun en hlaut ekki alvarlega áverka. Þetta er annað slysið í klettunum í vikunni -- hitt var banaslys.
Framkvæmdarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands telur að hægt verði að vinna lausn á kjaradeilum hljóðfæraleikara Sinfóníunnar og ríkisins. Að óbreyttu leggja um áttatíu hljóðfæraleikarar niður störf í lok september.
Sitkagrenitré sem stóð af sér aurskriðuna á Seyðisfirði fyrir hartnær þremur árum hefur táknræna merkingu í hugum bæjarbúa. Það fær nafnbótina tré ársins við hátíðlega athöfn í dag.
Kanadamenn tryggðu sér bronsverðlaun á HM í körfubolta eftir sigur á Bandaríkjamönnum í dag. Þeir bandarísku fara tómhentir heim, annað heimsmeistaramótið í röð.
Sonja Wendel Benjamínsson de Zorrilla fæddist í Reykjavík 1916 en hugur hennar leitaði fljótt út fyrir landsteinana. Hún bjó víðs vegar um Evrópu áður en hún settist að í New York á fimmta áratugnum þar sem hún hóf að fjárfesta og varð ein ríkasta kona Íslandssögunnar. Minningarsjóður var stofnaður að hennar ósk, sem ætlað var að styðja við börn í námi og mæta kostnaði við heilbrigðisþjónustu. En fáir virðast hafa notið góðs af. Hvað varð um auðæfi Sonju?
Umsjón: Sæunn Gísladóttir og Katrín Lilja Jónsdóttir.
Í þessum fyrsta þætti kynnumst við hinni ungu Sonju de Zorrilla, íslenskum unglingi með útþrá, auk þess sem fjallað verður um velgengni hennar á Wall Street.
Umsjón: Sæunn Gísladóttir og Katrín Lilja Jónsdóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Rætt er við Sigríði Ólafsdóttur og Auði Pálsdóttur um námsorðaforða í íslensku.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Anna Marsý leitar uppi ástarsögur fyrir hlustendur Rásar 1 og hlaðvarpsins: þessar rómantísku, þessar sorglegu, þessar hversdagslegu og allt þar á milli.
Umsjón: Anna Marsbil Clausen
Í Ástarsögum er tilveran skoðuð frá ýmsum hliðum í gegnum sögur ólíkra viðmælenda af allskonar ást.
Umsjón: Anna Marsibil Clausen.
Sögumenn: Árni og Guðrún
Árni Grétar og Leifur höfðu alið mannin á sitthvorum enda sama vinahópsins í meira en áratug. Svo fóru þeir í brúðkaup.
Ráðhúsið sem fyrirhugað var að reisa við tjörnina í Reykjavík yrði algjörlega úr takti við nærumhverfi sitt og byggingu þess varð að stöðva. Svo mikið vissi Guðrún. Það sem hún vissi ekki, var að ráðhúsið og mótmælin gegn því myndu leiða til hennar lífsförunaut.
Umsjón: Anna Marsibil Clausen.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Fjallað um skáldið Stephan G. Stephansson, allt frá uppvexti hans í Skagafirði og Bárðardal til flutnings fjölskyldunnar til vesturheims og dvölina þar. Sagt frá lífshlaupi hans og skáldskap. Rætt við fólk á Íslandi og vestanhafs um bóndann og skáldið. Hann fæddist á Kirkjuhóli í Skagafirði 3. október 1853 og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Hann lést 9. ágúst 1927, næstum 47 ára.
Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.
(Áður á dagskrá árið 2000)
Fyrsti þáttur af sex um ljóð og líf Stephans G. Stephanssonar. Í þættinum er fjallað um uppvaxtarár skáldsins í Skagafirði og Bárðardal og sagt frá því menningarumhverfi sem það ólst upp í. Gerð er grein fyrir upphafi vesturferða, orsökum þeirra og sérstaklega ferðinni 1873 en þá flutti Stephan G. vestur ásamt fjölskyldu sinni. Að lokum er sagt frá landtöku í Kanada.
Lesið er upp úr bréfum og ritgerðum Stephans G. og nokkur ljóð úr „Andvöku". Einnig eru lesin ljóðin Stephan G. eftir Hannes Pétursson og Stephan G. eftir Indriða G. Þorsteinsson.
Lesari með umsjónarmönnum er Inga Margrét Árnadóttir.
Rætt er við Jón Gissurarson, bónda í Víðimýrarseli í Skagafirði, Viðar Hreinsson, bókmenntafræðing og Bergstein Jónsson, sagnfræðing.
Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.
(Áður á dagskrá 14. október 2000)
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var söngleikarinn, eins og hann kýs að kalla sig, Þór Breiðfjörð. Hann hefur komið víða við á söng og leiksviðinu hér heima og erlendis og hann er mikill lestrarhestur eins og við heyrðum þegar hann sagði okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
Þáttur Jónasar Jónassonar sem leitar víða fanga og rifjar upp ýmislegt m.a. úr segulbandasafni Ríkisútvarpsins og leyfir hlustendum að hlýða á raddir, sem hlustendur þekkja ef til vill. Tónlistin er að hætti Jónasar.
Jónas Jónasson fór til Norður Írlands árið 1979. Lesarar eru Þorbjörn Sigurðsson og Hrönn Steingrímsdóttir.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í þættinum verður rætt um kímni íslenskrar þjóðsagna, úr fyrstu útgáfu þeirra, sem kom út í tveimum bindum á árunum 1862-1864, eðli hennar og flokkun. Til greina koma sögur úr flestum sagnaflokkum (draugasögum, tröllsögum, álfasögum, sögum um Guð og kölska) fyrir utan ævintýri og kímnisögur, m.ö.o., þær sögur þar sem grín er ekki aðalatriði en skiptir engu að síður máli fyrir fagurfræði þeirra. Með þessari greiningu verður gerð tilraun til þess að varpa ljósi á eðli húmors Íslendinga, sem á rætur að rekja til þjóðmenningar og munnmæla fyrri tíðar.
Viðmælendur: Kristinn Schram, Rósa Þorsteinsdóttir og Aðalheiður Guðmundsdóttir.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Umsjón: Varvara Lozenko.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Hreinsanir í Sovétríkjunum færast í aukana í frásögn Úkraínumannsins Viktors Kravténko (1905-1966) og nú er hann sjálfur í stórhættu. Vinur hans og samstarfsmaður er tekinn fyrir á opinberum fundi og Kravténko veit að þessi vinur hans getur orðið þess valdandi að hann sjálfur falli í ónáð, sem svo endar ævinlega með ósköpunum. Í síðari hluta þáttarins segir Kravténko svo frá morðinu á kommúnistaleiðtoganum Kírov 1934, sem varð Stalín tilefni til enn grimmari hreinsana en áður.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Í síðasta þætti byrjuðum við á sögu strengjafræðinnar með honum Friðriki Frey Gautasyni og enduðum á þessum blessuðu víddum. Undirstaðan í strengjafræðinni er að þú þarft að vera með ákveðið margar víddir, en til að fá eitthvað út úr kenningunni, til dæmis öreindarfræðilíkön þá þarftu svo að byrja á að losa þig við víddirnar. En hvernig skrifaru niður vídd? Við byrjum á þessari spurningu en förum svo yfir í hvað það er sem strengjafræðingar í dag vinna helst við, hvaða vandamál er verið að leysa og hvernig framtíðin gæti litið út. Við munum tala um svarthol og upplýsingagátuna svokölluðu (á ensku er það information paradox ef þið viljið leggja í ferðalag með google frænda), hulduefni og hulduorku svo það er nóg af gúmmelaði sem kemur hérna á eftir. En byrjum á því að tala um strengina og hvernig við tæklum þessar 11 víddir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
Viðmælandi: Friðrik Freyr Gautason
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Yfir tvö þúsund hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann í Marokkó á föstudagskvöld. Hjálp hefur enn ekki borist til nokkurra afskekktra þorpa vegna skemmdra og lokaðra vega.
Formaður kennarasambands Íslands segir ljóst að þörf sé á betra regluverki í kringum persónuvernd eftir að viðkvæmar upplýsingar frá kennara um nemendur í Lágafellsskóla fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil krafa er gerð á kennara að halda utan um upplýsingar nemenda.
Forsætisráðherra Bretlands ræddi meintar njósnir Kínverja í Bretlandi við forsætisráðherra Kína í morgun í tengslum við fund G20 ríkjanna. Grunur leikur á að starfsmaður breska þingsins hafi njósnað fyrir Kínverja.
Kona féll niður kletta við smábátahöfnina á Vopnafirði í morgun en hlaut ekki alvarlega áverka. Þetta er annað slysið í klettunum í vikunni -- hitt var banaslys.
Framkvæmdarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands telur að hægt verði að vinna lausn á kjaradeilum hljóðfæraleikara Sinfóníunnar og ríkisins. Að óbreyttu leggja um áttatíu hljóðfæraleikarar niður störf í lok september.
Sitkagrenitré sem stóð af sér aurskriðuna á Seyðisfirði fyrir hartnær þremur árum hefur táknræna merkingu í hugum bæjarbúa. Það fær nafnbótina tré ársins við hátíðlega athöfn í dag.
Kanadamenn tryggðu sér bronsverðlaun á HM í körfubolta eftir sigur á Bandaríkjamönnum í dag. Þeir bandarísku fara tómhentir heim, annað heimsmeistaramótið í röð.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír.
Í september lengist þátturinn og er í loftinu frá 12:40 til 16.
Við heyrðum topplagið í Bretlandi á þessum degi, 10. september, árið 1983, sem var Red Red Wine með UB40. Viðburðir vikunnar framundan skoðaðir sem og hvað er um að vera í sportinu. Eitís plata vikunnar var Into the gap með The Thompson Twins en platan kom út 17. febrúar 1984. Nýjan ellismell vikunnar átti Ringo Starr, með lagið Rewind forward.
Lagalisti:
12:40
BRÍET & ÁSGEIR - Venus.
AXEL FLÓVENT - Forest Fires.
BEATLES - Girl.
GDRN - Næsta líf.
ÁSDÍS - Angel Eyes.
ÁRNÝ MARGRÉT - I went outside.
MACY GRAY - I Try.
ULTRAVOX - Dancing With Tears In My Eyes.
RAGGA GÍSLA & BESTA BAND - Úpsí búpsí.
ABBA - Don't Shut Me Down.
The Weeknd - I Feel It Coming (Ft.. Daft Punk).
LF SYSTEM - Afraid To Feel.
SOPHIE ELLIS BEXTOR - Murder On The Dancefloor.
Karma Brigade - SOUND OF HOPE.
BRUCE SPRINGSTEEN - Dancing In The Dark.
NIRVANA - Smells Like Teen Spirit.
TEARS FOR FEARS - Sowing the Seeds of Love.
PÍLA - Nobody.
14:00
Helgi Björnsson - Besta útgáfan af mér.
Men at Work - Be good Johnny.
CELEBS - Dómsdags dans.
UB40 - Red Red Wine. (Topplagið í UK 1983)
The Rolling Stones - Angry.
HILDUR - I'll Walk With You.
Pat Benatar - Invincible.
JAGÚAR - Disco Diva.
CUTTING CREW - (I Just) Died In Your Arms.
SIGRID - The Hype.
Una Torfadóttir - En.
BILLY JOEL - An Innocent Man.
15:00
MANNAKORN - Gamli Skólinn.
DUSTY SPRINGFIELD - Son Of A Preacher Man.
THOMSON TWINS - Hold Me Now (Eitís plata vikunnar).
THOMSON TWINS - Doctor! Doctor! (Eitís plata vikunnar).
JÓNFRÍ - Andalúsía.
BANANARAMA - Venus.
STUÐMENN - Slá Í Gegn.
PEGGY GOU - (It Goes Like) Nanana.
DEXYS MIDNIGHT RUNNERS - Come on Eileen.
CHER - Just Like Jesse James.
Ringo Starr - Rewind Forward (Nýr ellismellur vikunnar).
David Bowie - Cat People
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 3. - 10. september 2023.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Íslenska tónlistarárið 1992 er tekið fyrir í þrettánda þættinum. Meðal viðmælenda eru Bubbi Morthens, Stefán Hilmarsson, Óskar Jónasson, Máni Svavarsson, Gunnar Bjarni Ragnarsson, Eyþór Arnalds, Elíza Newman, Sigrún Eiríksdóttir, Sigurður Eyberg, Kristján Kristjánsson, Helgi Björnsson, Jakob Smári Magnússon, Þór Eldon, Einar Örn Benediktsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Jón Ólafsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson o.fl.
Bubbi, Júpíters, Ham, Pís of keik, Egill Ólafs, Ragga Gísla, Jet Black Joe, Kátir piltar, Stjórnin, Kolrassa krókríðandi, Orgill, Megas, Magnús og Jóhann, Deep Jimi & The Zep Creams, Rúna og Otis, KK Band, SSSól, Sykurmolarnir, Sirkus Babalú, Silfurtónar, Nýdönsk, Todmobile, GCD, Richard Scobie, Exizt, Sálin hans Jóns míns, Fríða sársauki, Bjartmar Guðlaugsson o.fl. koma við sögu í þættinum.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Bubbi -Einskonar ást/Þínir löngu grönnu fingur/Þingmannagæla/Kossar án vara
Down & Out - Ef væri ég söngvari
Júpíters - Kóngasamba
Sálin hans Jóns míns - Hjá þér/Krókurinn/Sódóma
HAM - Partýbær
Björk & KK - Ó borg mín borg?
Pís of keik - Árás/ Fiðrildi og ljón
Egill Ólafsson - Hika Hika/Jómfrúin gleður
Ragnhildur Gísladóttir - Dansfíflið
Jet Black Joe - Rain/Falling/Big Fat Stone/Take Me Away
Kátir piltar - Sætar eru systur
Bjarni Ara - Karen
Sigga Beinteins & Sigrún Eva - Nei eða já
Stjórnin - Þegar sólin skín
Skítamórall - Joey On The Bicycle
Kolrassa Krókríðandi - Statement/Móðir mín í kví kvi
Deep Jimi & The Zep Creams - Moans
Rúnar & Otis - Krónur, krónur
Magnús & Jóhann - Ástin og lífið
KK - Þjóðvegur 66/Vegbúinn/Bein leið
SSSól - Toppurinn
Sykurmolarnir - Vitamin/Walkabout/Hit
Megas - Mæja Mæja/Gamansemi guðanna
Sirkus Babalú - Sirkus Babalú
Silfurtónar - Töfrar?
Nýdönsk - Konur ilma/Horfðu til himins/Skynjun
Tregasveitin - Ain?t Got Nobody
Todmobile - Stelpurokk/Lommér að sjá
Pálmi Gunnars & Guðrún Gunnars - Ég man hverja stund
GCD - Reiðlagið
Richard Scobie - Hate To See You Cry
Orgill - Aksjón
Exizt - After Midnight
Sálin - Líddu mér/Ég þekki þig
Fríða Sársauki - Líknarmorð
Sinfó, Daníel Ágúst & Stefán Hilmars - Að bregðast við köllun
Bjartmar Guðlaugsson - Kaffi Tröð