23:10
Frjálsar hendur
Kravténko og hreinsanir 2
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Hreinsanir í Sovétríkjunum færast í aukana í frásögn Úkraínumannsins Viktors Kravténko (1905-1966) og nú er hann sjálfur í stórhættu. Vinur hans og samstarfsmaður er tekinn fyrir á opinberum fundi og Kravténko veit að þessi vinur hans getur orðið þess valdandi að hann sjálfur falli í ónáð, sem svo endar ævinlega með ósköpunum. Í síðari hluta þáttarins segir Kravténko svo frá morðinu á kommúnistaleiðtoganum Kírov 1934, sem varð Stalín tilefni til enn grimmari hreinsana en áður.

Umsjón: Illugi Jökulsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,