08:05
Á tónsviðinu
Tónverk af málverkum
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þegar málverk 16. 17. 18. og 19. aldar eru skoðuð má oft sjá á þeim fólk að leika á hljóðfæri og slíkar myndir eru mikilvæg heimild um tónlistarflutning fyrri alda. En stundum sjást einnig nótnablöð á myndunum og fyrir kemur að nóturnar séu svo greinilegar að mögulegt sé að þekkja tónverkið sem verið er að flytja á málverkinu. Flutt verða nokkur tónverk af málverkum í þættinum. Málverkin eru „Þrjár konur flytja tónlist“ eftir ókunnan höfund, „Lútuleikarinn“, „Tónlistarmennirnir“ og „Hvíld á flóttanum til Egyptalands“ eftir Caravaggio og „Franz Liszt leikur fantasíu á flygil“ eftir Josef Danhauser. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 09. desember 2023.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,