06:50
Morgunútvarpið
8. september -Svindlmiðar, ADHD, fréttir vikunnar o.fl.
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Umsjón: Ingvar Þór Björnsson og Hafdís Helga Helgadóttir

Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík, verður gestur okkar um hálf átta leytið. Eins og við ræddum í gær leitar hún eiganda nokkurra áratuga gamals svindlmiða sem fannst við framkvæmdir í Gamla skóla menntaskólans í fyrradag. Við spyrjum hvort draga eigi eigandann til ábyrgðar og um stöðu svindlsins.

Erfitt hefur verið fyrir fólk með ADHD að nálgast lyfið Elvanse í sumar. Lyfið hefur verið ófáanlegt síðan í júlí og seldist svo upp fyrir hádegi daginn sem það kom aftur í apótek. Við fáum til okkar Vilhjálm Hjálmarsson formann ADHD samtakanna til að ræða stöðuna.

Við förum yfir fréttir vikunnar eftir átta fréttir, eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Árna Helgasyni, lögmanni, og Kristínu Ólafsdóttur, fréttakonu á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Ást Fedru verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á morgun, en þetta er fyrsta frumsýning ársins í leikhúsinu og einnig frumflutningur á þessu kraftmikla verki Söruh Kane hér á landi. Við fáum til okkar Sigurbjart Sturlu Atlason, sem fer með eitt aðalhlutverka, og Kolfinnu Nikulásdóttur, sem leikstýrir verkinu.

Í dag er ár frá andláti Elísabetar Bretadrottning. Anna Lilja Þórisdóttir, fréttakona á RÚV og rojalisti, kemur til okkar í lok þáttar, gerir upp þau tímamót og fer yfir hvernig Karli hefur farnast í embætti.

Lagalisti:

GRÝLURNAR - Ekkert Mál.

GWEN STEFANI - True Babe.

HAIM - The Wire.

JÓNFRÍ - Andalúsía.

PETER GABRIEL - Sledgehammer.

Gladys Knight and The Pips - Midnight Train To Georgia.

FLOTT - L'amour.

BJARNI BEN - Pretty in pink.

Var aðgengilegt til 07. september 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,