Norrænar bækur 2023

Þáttur 1 af 9

Í þessum fyrsta þætti þáttaraðarinnar Norrænar bækur 2023 verður sagt frá tilnefningum Grænlendinga til Bókmennta verðlauna Norðurlandaráð árið 2023. Þetta eru annars vegar bókin Qivittuissuit akornanniinnikuuvunga eða í íslenskri þýðingu titils dönsku þýðingarinnar Ég hef lifað meðal alvöru fjallafólks eftir Katrine Rasmussen Kielsen.

Bókin inniheldur frásögn konunnar M. sem Katrine hefur fengið leyfi til skrásetja og gefa út en M. lagðist út ásamt ásmanni sínum og þau lifðu í þrjátíu ár meðal fjallafólks eða þangað til þau voru þvinguð til snúa aftur. Í þættinum er sagt frá sögunni og höfundi hennar, skrásetjaranum Katrine Rasmussen Kielsen og lesin brot úr texta frá sagnarinnar. Einnig er í þættinum sagt frá bókinni Pipa Sulullu qaanngiipput eða Pipa og Suluk fara fyrir strikið eftir sem Grænlendingar tilnefna til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna eftir arkitektinn Naju Rosing-Asvid sem bæði gerir myndir og texta.

Í upphafi þáttarins er hugað eilítið sögu Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.

Lesari: Halla Harðardóttir.

Frumflutt

8. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Norrænar bækur 2023

Norrænar bækur 2023

Átta þættir um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gengi þeirra og gildi og um bækurnar sem tilnefndar eru árið 2023 til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.

Þættir

,