Norrænar bækur 2023

Tilnefningar Norðmanna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Í upphafi þáttarins er rætt við skáldið Gerði Kristnýju um norrænar bókmenntir. Þá er sagt frá þremur af fjórum tilnefningum Norðmanna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, annarri bókinni sem tilnefnd er til hinna gamalgrónu verðlauna en það er skáldrannsókn Kathrine Nedrejord á hinu truflaða samhengi eða öllu heldur upplausn sem verður þegar nauðgun á sér stað. Í bókinni Forbryter og straff veltir höfundur upp öllum mögulegum og ómögulegum flötum á þeirr reynslu sinni vera nauðgað. Einnig er í þættinum sagt frá barnabókunum tveimur sem Norðmenn tilnefna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, myndabókunum Berre Mor og Ellinor (Bara mamma og Ellinóra) eftir tvo unga höfunda Ingrid Z. Aanestad og Sunnivu Sunde Krogseth og Ikke (Ekki) eftir Gro Dahle og Sveins Nyhus.

Umsjón Jórunn Sigurðardóttir.

Lesari Halla Harðardóttir

Frumflutt

22. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Norrænar bækur 2023

Norrænar bækur 2023

Átta þættir um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gengi þeirra og gildi og um bækurnar sem tilnefndar eru árið 2023 til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.

Þættir

,