Norrænar bækur 2023

Bækur frá svæðum Sama

Norrænar bækur 2023

Í þessum fjórða þætti um Norrænar bækur 2023 þar sem tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs er fyrst rætt við Einar Guðmundsson rithöfund um norrænar bókmenntir og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Á eftir viðtalinu við Einar eru svo þrjár bækur á dagskrá sem allar tengjast byggðum Sama . Tvær af þessum bókum eru tilnefndar af valnefnd samíska málsvæðisins sem teygir sig frá nyrstu héruðum Finnlands í austri, yfir nyrstu héruð Svíðþjóðar til norðvesturstrandar Noregs. Fyrsta bókin sem fjallað er um er þó ekki tilnefnd af valnefnd samíska málsvæðisins heldur norsku valnefndinni en sögulega skáldsagan Med kniven i ilden eftir Ingrid Arvola segir frá lífi hinnar samísku Britu Caisu Sæpajærvi sem leggur ásamt tveimur sonum sínum upp frá lendum Sama í Finnlandi í leit betra lífi sem hún ætlar bíði hennar á vesturströnd Noregs. Mikil saga um sögu, ástir og örlög upp úr miðri nítjándu öld. Þá er í þættinum einnig sagt frá bókunum tveimur sem tilnefndar eru af valnefnd samíska málsvæðisins. Það eru annars vegar smásagnasafnið Jaememe mijjen luvnie jeala (Dauðinn mitt á meðal okkar) eftir hjónin Anne-Grethe Leine og Bierna Leine Bientie og hins vegar barnabókin Arvedávgeriikii (Regnbogaríkið) eftir Mary Ailonieida Sombán Mari og Sissel Horndal sem gerir myndirnar.

Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir

Lesari Halla Harðardóttir

Frumflutt

29. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Norrænar bækur 2023

Norrænar bækur 2023

Átta þættir um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gengi þeirra og gildi og um bækurnar sem tilnefndar eru árið 2023 til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.

Þættir

,