Norrænar bækur 2023

Tilnefningar Dana

Í þættinum er sagt frá tilnefningum Dana til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta eru unglingabókin Tænk ikke mig (Hugsaðu ekki um mig) eftir Vilmu Sandnes Johannson sem tilnefnd er til Barna og unglingabókmennta Norðurlandaráðs og Fanden tage dig - berætning om et kvindedrab (Fjandinn hirði þig - skýrsla um konumorð) eftir Niels Frank en báðar þessar bækur eru sjálfsævisögulegar og byggja á raunverulegri reynslu höfundanna. Einnig sagt frá skáldsögu Kirsten Hamman, Georg komplekset - Georgsduldin sem er lhin bókin sem Danir tilnefna til hinna gamalgrónu Bókmenntaverlauna Norðurlandaráðs og fjallar bók líkt og Fanden tage dig um kúgun konu en einnig um bókmenntirnar, skriftirnar jafnt sem útgáfuna og ekki síst markaðsaðstæður. lokum segir svo stuttlega frá myndabókinni Frank mig her (Frank þar) eftir Line-Maria Läng og Karen Vad Bruun með teikningum eftir Cato Thau-Jensen.

Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.

Lesarar: Lóa Björk Björnsdótir, Gunnar Hansson og Björn Þór Sigbjörnsson.

Frumflutt

15. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Norrænar bækur 2023

Norrænar bækur 2023

Átta þættir um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gengi þeirra og gildi og um bækurnar sem tilnefndar eru árið 2023 til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.

Þættir

,