Norrænar bækur 2023

Tilnefningar Færeyinga og Álendinga

Þátturinn hefst þessu sinni á samtali við bókmenntafræðingana Soffíu Auði Birgisdóttur og Jón Yngva Jóhannsson um bókmenntaverðlaun en þau sóttu nýverið ráðstefnu í München um norræn bókmenntaverðlaun. Þá eru kynntar bækurnar sem Álendingar og Færeyingar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Marta Guðrún Jóhannesdóttir segir frá ævisögulegri skáldsögu Konsten att hitta sig själv Bali eftir Zöndru Lundberg og umsjónamaður segir frá barnabókinni Giraffens hjärta er ovanligt stort (Hjarta gíraffa er óvenulega stórt) eftir Sofiu og Amöndu Chanfreau. Þá segir umsjónarmaður frá bókunum tveimur sem Færeyingar tilnefna til hinna gamalgrónu Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta er tvenna, sem samanstendur af ljóðabókinni Karmageitin og leikritinu Gentukamarit (stúlknaherbergið) eftir Marjun Syderbö Kjelnæs. Barnabókin sem Fæeyingar tilnefna heitirStrikurnar og er eftir Dánial Hoydal og Anniku Öyrabö.

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir

Lesari:Karitas M. Bjarkadóttir

Frumflutt

20. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Norrænar bækur 2023

Norrænar bækur 2023

Átta þættir um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gengi þeirra og gildi og um bækurnar sem tilnefndar eru árið 2023 til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.

Þættir

,