13:00
Samfélagið
Óvinur birkiþélu, orkuskipti í dreifbýli, málfar og dýraspjall
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Náttúrulegur óvinur birkiþélunnar er kominn til landsins - Brynja Hrafnkelsdóttir, skógfræðingur, var í skoðunarferð í skógi við Rauðavatn í fyrradag þegar hún varð vör við glænýja tegund sem enn er ekki ljóst hvað heitir, sníkjudýr sem lifir á birkiþélunni sem plagar birkið síðsumars. Framtíð birkisins virðist töluvert bjartari með tilkomu þessara nýju landnema.

Hvernig er best að takast á við orkuskipti á landsbyggðinni, hverjar eru áskoranirnar og sóknarfærin og hvernig geta dreifbýl svæði í Evrópu unnið saman? Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi,hefur velt þessu mikið fyrir sér en nýlega fengu hann og fleiri stóran Evrópustyrk til að vinna orkuskiptaáætlanir fyrir fimm dreifbýl svæði í Evrópu. Við ræðum við Ottó.

Málfarsmínútan verður á sínum stað.

Vera Illugadóttir kemur svo til okkar í lok þáttar með dýraspjall. Fjölbreytt fána dýra sem þar verður rædd eða allavega hljóðin sem þau gefa frá sér.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,